Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 11:15 Það þykir áhyggjuefni að báðir ráðherrar séu horfnir af sjónarsviðinu, skýringalaust. epa/How Hwee Young Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu. Kína Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira