Opinber fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu hefur rutt sér til rúms í íþróttaheiminum með gífurlegum fjárútlátum síðustu mánuði. Í fótboltanum er bitið til baka, á fleiri en einum vettvangi. Félög í Meistaradeild Asíu í fótbolta íhuga að lögsækja knattspyrnusamband álfunnar þar sem það hundsi, eða fari hreinlega gegn, eigin reglum. Þrjú félög í eigu opinbers fjárfestingarsjóðs Sádi-Arabíu munu taka þátt í keppninni, en reglur sambandsins banna að félög í sömu eigu taki þar þátt. Meistaradeildin hefst á mánudag. Sádíska liðið Al-Hilal, sem er sigursælasta lið í sögu keppninnar, hefur leik gegn Navbahor frá Úsbekistan. Í liði Al-Hilal er brasilíska stjarnan Neymar, auk Kalidou Koulibaly, Rúben Neves og fleiri þekktra leikmanna sem keyptir voru fyrir fúlgur fjár frá Evrópu í sumar. Al-Nassr, lið Cristiano Ronaldo, og Al-Ittihad, lið Karims Benzema, taka einnig þátt í Meistaradeildinni í ár en þessi þrjú sádísku félög eiga það sameiginlegt að vera í eigu opinbers fjárfestingarsjóðs Sáda, PIF. Þrjú lið í ríkiseigu í keppninni Knattspyrnusamband Asíu, AFC, er með svipað regluverk og kollegar þeirra í UEFA í Evrópu, sem bannar að félög í sömu eigu taki þátt í Meistaradeild sambandsins. Reglur AFC kveða á um að eiganda eins klúbbs sé óheimilt að fara með meirihluta atkvæðisréttar stjórnar í öðru félagi í sömu keppni. Ekki megi nýta stjórn yfir fleira en einu félagi „þar sem heilindi leiks eða keppni geti verið í hættu“. Sönnunarbyrðin liggur hjá félögunum, að sýna fram á að engin raunveruleg hætta sé á því að heilindi leiks eða keppni séu í hættu. Þau þurfa að sýna fram á að hætta á slíku sé ekki til staðar. Melbourne City og Mumbai City, sem eru í eigu City Football Group, eignarhaldsfélags Englandsmeistara Manchester City, hafa þegar sýnt fram á slíkt og tekið þátt án vandkvæða. Við það bætist að afar litlar líkur eru á því að félögin mætist einhvern tíma þar sem keppnin er svæðisskipt í vestur- og austurhluta. Félögin tvö eru á sitthvoru svæðinu. Sádísku liðin eru aftur á móti öll í vesturhlutanum og gætu mæst í 16-liða úrslitum og síðar. Sambandið hundsi reglurnar AFC sætir gagnrýni fyrir að hundsa reglurnar með því að hleypa sádísku liðunum þremur að gagnrýnislaust. Félög í austurhluta álfunnar, til að mynda frá Suður-Kóreu, Japan og víðar, íhugi nú að lögsækja sambandið vegna málsins. Sádar lýstu yfir áhuga á því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í sumar en talið er að sú yfirlýsing hafi verið til þess eins að auka völd sín innan asísks fótbolta. AFC er afar háð Sádum og öðrum olíuríkum ríkjum í kringum Persaflóa hvað varðar fjárhagsaðstoð, kostun og styrktarsamninga. Á síðasta ári var AFC fyrir mistök sendur tölvupóstur frá sádíska knattspyrnusambandinu, sem aðeins var ætlaður öðrum landssamböndum í álfunni. Í þeim pósti lofuðu Sádar þeim landssamböndum háar fjárhæðir, hvort sem var fjárhagsaðstoð eða styktarsamninga, í skiptum fyrir atkvæði svo að Asíukeppni landsliða færi fram í Katar 2023 og Sádi-Arabíu 2027. Samkvæmt heimildamönnum breska miðilsins Guardian gerir formaður asíska sambandsins, Bareininn Sjeik Salman bin Ibrahim al-Khalifa, „hvað sem er til að halda Sádum ánægðum“. Hann hefur nú þegar gefið undan þrýstingi Sáda til að breyta reglum um fjölda útlendinga sem leyfðir eru í asísku Meistaradeildinni, en þeim var fjölgað úr þremur í fimm. Sádar geta því komið fleiri rándýrum stjörnum úr Evrópuboltanum að í keppninni. Ensk úrvalsdeildarlið einnig ósátt Það er ekki aðeins í Asíu sem brugðist er við snörpum og rándýrum aðgerðum Sáda til að skjóta sér á topp knattspyrnuheimsins. Félög í ensku úrvalsdeildinni sendu í síðustu viku inn formlega beiðni til breskra stjórnvalda að banna félög í ríkiseigu frá enskum fótbolta. Slíkar reglubreytingar gætu heyrt undir nýtt óháð knattspyrnueftirlit (e. independent football regulator), stofnun sem bresk stjórnvöld hafa samþykkt að hleypa af stokkunum. Viðræður standa yfir vegna nýju stofnunarinnar þar sem fulltrúar stjórnvalda hafa fundað með hluthöfum, það er að segja fulltrúum enskra félaga. Félögin hafa að hluta nýtt þá fundi til hagsmunapots er varðar bann við ríkiseignarhaldi. Því er helst beint að Newcastle United, sem er í eigu PIF, rétt eins og sádísku liðin nefnd að ofan. Segja eitt hér og annað þar Það tók heljarinnar tíma fyrir stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja kaup PIF á Newcastle United þar sem ríkjum, sem slíkum, er ekki heimilt að eiga lið í deildinni. Þegar gengið var frá kaupunum og þau samþykkt sögðu fulltrúar deildarinnar það vera vegna „lagalega bindandi loforða“ um að sádíska ríkið ætti ekki félagið. Það fór aftur á móti gegn rökum sem PIF beitti fyrir bandarískum dómstólum þegar tekin var fyrir deila milli bandarísku golfmótaraðarinnar PGA og LIV-mótaraðarinnar, sem PIF og Sádar reka. Í dómsskjölum var PIF lýst sem „fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu“ og Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle og yfirmanni PIF, sem „sitjandi ráðherra Sádi-Arabíu“. Á þeim grundvelli vildu Sádar fá málinu vísað frá þar sem bandarískir dómstólar hefðu ekki heimild til að taka fyrir dómsmál gegn ríkinu Sádi-Arabíu. PIF var því sagt hluti ríkisins til að losna undan lögsókn PGA en sagt algjörlega óháð ríkinu svo að kaupin á Newcastle United fengju fram að ganga. Vegna þeirrar röksemdar Sáda í golfmálinu vilja þónokkur lið í ensku úrvalsdeildinni meina að þessi „lagalega bindandi loforð“ séu brostin og Newcastle í raun í ríkisseigu. Stjórnvöld milli steins og sleggju Rétt eins og Knattspyrnusamband Asíu eru bresk stjórnvöld í erfiðri stöðu vegna fjárstyrks Sáda og hættu á að verða af tekjum og viðskiptum. Þegar hefur verið greint frá því að bresk stjórnvöld, í forsætisráðherratíð Boris Johnson, hafi greitt leið Sáda og þrýstu á úrvalsdeildina að samþykkja kaupin vegna þeirra gríðarlegu hagsmuna sem væru í húfi. Sádi-Arabía er 21. stærsti viðskiptaaðili Bretlands og nema viðskipti milli Bretlands og Sádi-Arabíu um 18,5 milljörðum punda á ári. Það er um 1,1 prósent af árlegum alþjóðaviðskiptum Bretlands. Enska úrvalsdeildin veitir breska hagkerfinu hins vegar um 7,6 milljarða punda árlega og munar því einnig um minna á þeim bænum. Bresk stjórnvöld eru því milli steins og sleggju, og gætu þurft að gera upp á milli úrvalsdeildarinnar og Sáda. Því má gera ráð fyrir heljarinnar lóbbýisma og hagsmunapoti frá báðum hliðum á næstu mánuðum. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn LIV-mótaröðin Fréttaskýringar Enski boltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn
Félög í Meistaradeild Asíu í fótbolta íhuga að lögsækja knattspyrnusamband álfunnar þar sem það hundsi, eða fari hreinlega gegn, eigin reglum. Þrjú félög í eigu opinbers fjárfestingarsjóðs Sádi-Arabíu munu taka þátt í keppninni, en reglur sambandsins banna að félög í sömu eigu taki þar þátt. Meistaradeildin hefst á mánudag. Sádíska liðið Al-Hilal, sem er sigursælasta lið í sögu keppninnar, hefur leik gegn Navbahor frá Úsbekistan. Í liði Al-Hilal er brasilíska stjarnan Neymar, auk Kalidou Koulibaly, Rúben Neves og fleiri þekktra leikmanna sem keyptir voru fyrir fúlgur fjár frá Evrópu í sumar. Al-Nassr, lið Cristiano Ronaldo, og Al-Ittihad, lið Karims Benzema, taka einnig þátt í Meistaradeildinni í ár en þessi þrjú sádísku félög eiga það sameiginlegt að vera í eigu opinbers fjárfestingarsjóðs Sáda, PIF. Þrjú lið í ríkiseigu í keppninni Knattspyrnusamband Asíu, AFC, er með svipað regluverk og kollegar þeirra í UEFA í Evrópu, sem bannar að félög í sömu eigu taki þátt í Meistaradeild sambandsins. Reglur AFC kveða á um að eiganda eins klúbbs sé óheimilt að fara með meirihluta atkvæðisréttar stjórnar í öðru félagi í sömu keppni. Ekki megi nýta stjórn yfir fleira en einu félagi „þar sem heilindi leiks eða keppni geti verið í hættu“. Sönnunarbyrðin liggur hjá félögunum, að sýna fram á að engin raunveruleg hætta sé á því að heilindi leiks eða keppni séu í hættu. Þau þurfa að sýna fram á að hætta á slíku sé ekki til staðar. Melbourne City og Mumbai City, sem eru í eigu City Football Group, eignarhaldsfélags Englandsmeistara Manchester City, hafa þegar sýnt fram á slíkt og tekið þátt án vandkvæða. Við það bætist að afar litlar líkur eru á því að félögin mætist einhvern tíma þar sem keppnin er svæðisskipt í vestur- og austurhluta. Félögin tvö eru á sitthvoru svæðinu. Sádísku liðin eru aftur á móti öll í vesturhlutanum og gætu mæst í 16-liða úrslitum og síðar. Sambandið hundsi reglurnar AFC sætir gagnrýni fyrir að hundsa reglurnar með því að hleypa sádísku liðunum þremur að gagnrýnislaust. Félög í austurhluta álfunnar, til að mynda frá Suður-Kóreu, Japan og víðar, íhugi nú að lögsækja sambandið vegna málsins. Sádar lýstu yfir áhuga á því að taka þátt í Meistaradeild Evrópu í sumar en talið er að sú yfirlýsing hafi verið til þess eins að auka völd sín innan asísks fótbolta. AFC er afar háð Sádum og öðrum olíuríkum ríkjum í kringum Persaflóa hvað varðar fjárhagsaðstoð, kostun og styrktarsamninga. Á síðasta ári var AFC fyrir mistök sendur tölvupóstur frá sádíska knattspyrnusambandinu, sem aðeins var ætlaður öðrum landssamböndum í álfunni. Í þeim pósti lofuðu Sádar þeim landssamböndum háar fjárhæðir, hvort sem var fjárhagsaðstoð eða styktarsamninga, í skiptum fyrir atkvæði svo að Asíukeppni landsliða færi fram í Katar 2023 og Sádi-Arabíu 2027. Samkvæmt heimildamönnum breska miðilsins Guardian gerir formaður asíska sambandsins, Bareininn Sjeik Salman bin Ibrahim al-Khalifa, „hvað sem er til að halda Sádum ánægðum“. Hann hefur nú þegar gefið undan þrýstingi Sáda til að breyta reglum um fjölda útlendinga sem leyfðir eru í asísku Meistaradeildinni, en þeim var fjölgað úr þremur í fimm. Sádar geta því komið fleiri rándýrum stjörnum úr Evrópuboltanum að í keppninni. Ensk úrvalsdeildarlið einnig ósátt Það er ekki aðeins í Asíu sem brugðist er við snörpum og rándýrum aðgerðum Sáda til að skjóta sér á topp knattspyrnuheimsins. Félög í ensku úrvalsdeildinni sendu í síðustu viku inn formlega beiðni til breskra stjórnvalda að banna félög í ríkiseigu frá enskum fótbolta. Slíkar reglubreytingar gætu heyrt undir nýtt óháð knattspyrnueftirlit (e. independent football regulator), stofnun sem bresk stjórnvöld hafa samþykkt að hleypa af stokkunum. Viðræður standa yfir vegna nýju stofnunarinnar þar sem fulltrúar stjórnvalda hafa fundað með hluthöfum, það er að segja fulltrúum enskra félaga. Félögin hafa að hluta nýtt þá fundi til hagsmunapots er varðar bann við ríkiseignarhaldi. Því er helst beint að Newcastle United, sem er í eigu PIF, rétt eins og sádísku liðin nefnd að ofan. Segja eitt hér og annað þar Það tók heljarinnar tíma fyrir stjórnendur ensku úrvalsdeildarinnar að samþykkja kaup PIF á Newcastle United þar sem ríkjum, sem slíkum, er ekki heimilt að eiga lið í deildinni. Þegar gengið var frá kaupunum og þau samþykkt sögðu fulltrúar deildarinnar það vera vegna „lagalega bindandi loforða“ um að sádíska ríkið ætti ekki félagið. Það fór aftur á móti gegn rökum sem PIF beitti fyrir bandarískum dómstólum þegar tekin var fyrir deila milli bandarísku golfmótaraðarinnar PGA og LIV-mótaraðarinnar, sem PIF og Sádar reka. Í dómsskjölum var PIF lýst sem „fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu“ og Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle og yfirmanni PIF, sem „sitjandi ráðherra Sádi-Arabíu“. Á þeim grundvelli vildu Sádar fá málinu vísað frá þar sem bandarískir dómstólar hefðu ekki heimild til að taka fyrir dómsmál gegn ríkinu Sádi-Arabíu. PIF var því sagt hluti ríkisins til að losna undan lögsókn PGA en sagt algjörlega óháð ríkinu svo að kaupin á Newcastle United fengju fram að ganga. Vegna þeirrar röksemdar Sáda í golfmálinu vilja þónokkur lið í ensku úrvalsdeildinni meina að þessi „lagalega bindandi loforð“ séu brostin og Newcastle í raun í ríkisseigu. Stjórnvöld milli steins og sleggju Rétt eins og Knattspyrnusamband Asíu eru bresk stjórnvöld í erfiðri stöðu vegna fjárstyrks Sáda og hættu á að verða af tekjum og viðskiptum. Þegar hefur verið greint frá því að bresk stjórnvöld, í forsætisráðherratíð Boris Johnson, hafi greitt leið Sáda og þrýstu á úrvalsdeildina að samþykkja kaupin vegna þeirra gríðarlegu hagsmuna sem væru í húfi. Sádi-Arabía er 21. stærsti viðskiptaaðili Bretlands og nema viðskipti milli Bretlands og Sádi-Arabíu um 18,5 milljörðum punda á ári. Það er um 1,1 prósent af árlegum alþjóðaviðskiptum Bretlands. Enska úrvalsdeildin veitir breska hagkerfinu hins vegar um 7,6 milljarða punda árlega og munar því einnig um minna á þeim bænum. Bresk stjórnvöld eru því milli steins og sleggju, og gætu þurft að gera upp á milli úrvalsdeildarinnar og Sáda. Því má gera ráð fyrir heljarinnar lóbbýisma og hagsmunapoti frá báðum hliðum á næstu mánuðum.