Heimsmeistarinn segir ómögulegt að hann vinni sig upp á verðlaunapall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 10:31 Max Verstappen hefur ekki trú á því að hann muni enda á verðlaunapalli í Singapúr. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúli 1, segir það ómögulegt að hann muni vinna sig upp á verðlaunapall eftir erfiðar tímatökur í gær. Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður. Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, áttu ekki góðan dag í tímatökunum í Singapúr í gær þar sem hvorugur þeirra komst í lokahlutann. Þeir duttu báðir út í öðrum hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Síðustu tvö tímabil hafa þó flestir gert ráð fyrir því að Verstappen komi sér aftur inn í keppnina eftir erfiðar tímatökur og vinni sig í það minnsta upp á verðlaunapall, svo miklir hafa yfirburðir Hollendingsins og Red Bull-bílsins verið. Brautin í Singapúr er þó ekki þannig gerð að auðvelt sé að taka fram úr og því verður að teljast óliklegt að Verstappen komi sér á verðlaunapall. Á síðasta tímabili ræsti hann áttundi í þessum sama kappakstri og kom að lokum sjöundi í mark og því verður að teljast líklegt að sigurganga Verstappen, sem hefur unnið tíu keppnir í röð, sé á enda. „Klárlega ekki,“ sagði Verstappen, aðspurður út í möguleika sína að ná verðlaunapalli í dag eftir tímatökurnar í gær. „Hérna snýst þetta ekki jafn mikið um að vera með bíl með góðan keppnishraða. Þetta er svipað og í Mónakó. Þú leggur allt í sölurnar í tímatökunni.“ „Þetta verður langt og strangt eftirmiðdegi. Vonandi verður ekki of mikið um öryggisbíla og vonandi verður þetta frekar stutt keppni.“ Kappaksturinn í Singapúr hefst klukkan 12:00 í dag og verður sýndur í beinni útsendinug á Vodafone Sport. Bein útsending hefst hálftíma áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira