Sigurganga Verstappen á enda eftir sigur Sainz Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2023 14:06 Carlos Sainz fagnaði sigri í Singapúr í dag. Kym Illman/Getty Images Carlos Sainz kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fór í Singapúr í dag. Sigurganga heimsmeistarans Max Verstappen er þar með á enda, en hann hafði unnið tíu keppnir í röð. Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Verstappen bætti met Sebastian Vettel í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í tíunda kappakstrinum í röð. Verstappen vann þá sinn tólfta sigur á tímabilinu og Red Bull-liðið hafði unnið allar fjórtán keppnir tímabilsins fyrir keppnina í dag. Verstappen þurfti þó að sætta sig við að ræsa ellefti í dag eftir erfiðar tímatökur í gær. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsti þrettándi og því var ólíklegt að sigurganga liðsins myndi halda áfram. Sú varð raunin og Ferrari-maðurinn Carlos Sainz, sem ræsti fremstur, kom fyrstur í mark. Á eftir honum kom Lando Norris á McLaren og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji. CARLOS SAINZ WINS IN SINGAPORE!!!#SingaporeGP @ScuderiaFerrari pic.twitter.com/bd2MzhOFW6— Formula 1 (@F1) September 17, 2023 Liðsfélagi Hamilton, George Russell, getur þó nagað sig í handabökin því hann var þriðja fram á síðasta hring, en missti stjórn á bílnum sínum þegar örfáar beygjur voru eftir og náði ekki að klára. Þrátt fyrir erfiða tímatöku gerði þMax Verstappen vel og endaði fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira