Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 21:45 Sætavísir leikhússins vísaði Lauren Boebert og Quinn Gallagher úr leikhúsinu vegna ósæmilegrar hegðunar. Vísir Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Í tilkynningu frá leikhúsinu sagði að tveimur gestum hafi verið vísað á dyr eftir ítrekaðar kvartanir frá öðrum leikhúsgestum. Á öryggismyndavélum má sjá Boebert í símanum og blása frá sér rafsígarettureyk. Parið sést einnig þukla hvort á öðru á myndbandsupptökum. Hin 36 ára Boebert sem er þingmaður Repúblikana baðst afsökunar á hegðun sinni á föstudag en virtist í viðtali í dag firra sig ábyrgð. „Ég var aðeins of sérviskuleg. Ég er þekkt fyrir að vera með mjög fjörlegan persónuleika. Kannski aðeins og fjörlegan,“ sagði Boebert í viðtali við fréttastofu One America News Network í dag. Boebert on OAN on getting kicked out of Beetlejuice: "I was a little too eccentric ... I'm on the edge of a lot of things." pic.twitter.com/nU8d8QgvvF— Aaron Rupar (@atrupar) September 17, 2023 „Ég var hlæjandi, syngjandi og að skemmta mér konunglega. Mér var sagt að róa mig aðeins niður, sem ég og gerði en næstu mistök mín voru að taka mynd,“ sagði Boebert við OAN. Þá neitaði hún að hafa haft í hótunum við sætavísi á meðan verið var að fylgja parinu út úr salnum. Fjöldi kvartana yfir parinu Í tilkynningu frá leikhúsinu er haft eftir sætavísi að hann hafi varað Boebert og félaga hennar við í hléi að þeim yrði vísað á dyr, létu þau ekki af háttsemi sinni, eftir að hafa fengið fjölda kvartana frá leikhúsgestum. Þau hafi þó haldið áfram uppteknum hætti eftir hlé og hann því vísað þeim á dyr en þau setið sem fastast. Þá hafi hann sagst ætla að hringja til lögreglu og Boebert hvatt hann til þess. Á meðan þau voru leidd út úr leikhúsinu hafi Boebort sagt hluti á borð við „veistu ekki hver ég er?“, „ég sit í stjórninni [leikhússins] og „ég hef samband við borgarstjórann.“ Boebert hefur neitað þessu og segist ekki sitja í neinni stjórn. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið úr myndbandsupptökum: Klippa: Þingmanni sparkað úr leikhúsi
Bandaríkin Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira