Palli var einn í heiminum í fyrsta sinn á sviði Thorssonproductions 22. september 2023 08:56 Þetta er í fyrsta sinn sem sagan er sett upp á leiksviði en Bjarni Haukur Þórsson, handritshöfundur og leikstjóri, fékk hugmyndina að leikritinu þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Ólafur Ásgeirsson fer með hlutverk Palla. „Sykursjokkið er uppáhaldið mitt, það er svo gaman að leika það atriði,“ segir Ólafur Ásgeirsson leikari en hann fer með aðal- og eina hlutverkið í glænýrri sýningu Palli var einn í heiminum eftir Bjarna Hauk Þórsson. Sýningar hefjast á laugardaginn í Hörpu. Hún er byggð á samnefndri barnabók eftir Jens Sigsgaard sem kom fyrst út árið 1942. Bókin hefur allar götur síðan notið gríðarlegra vinsælda, komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún er sett upp á leiksviði en Bjarni Haukur Þórsson, handritshöfundur og leikstjóri, fékk hugmyndina að leikritinu þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst og götur borga voru auðar og ekki sála á ferð. Bókin fjallar einmitt um Palla sem vaknar einn morguninn og er aleinn í heiminum. „Sagan er bæði skemmtileg og ógnvænleg, dálítið eins og Black Mirror, nema fyrir börn. Hún er full af góðum gildum og inniheldur mikilvægan boðskap. Palla finnst til að byrja með gaman að vera einn og geta gert það sem honum sýnist en hægt og rólega verður það minna gaman. Hann lærir þá mikilvægu lexíu að það er fólkið sem skiptir máli en ekki hlutirnir,“ segir Ólafur Hann segir sýninguna vera augnakonfekt fyrir áhorfendur og kynslóðir ættu að geta skemmt sér saman. „Sýningin er mjög hress og skemmtileg og trú sögunni þó svo einhver smáatriði hafi verið færð til. Bókin er skrifuð á fimmta áratugnum og ýmislegt sem búið er að staðfæra og uppfæra. Í bókinni óskar Palli sér þess til dæmis að eignast hníf en í leikritinu verður það hjólabretti. Eins eru engir sporvagnar á Íslandi. Sýningin er full af tónlist eftir Frank Hall, Eva Björg Harðardóttir gerir leikmyndina og Steinar Júlíusson gerir teiknimyndir sem varpað er upp. Úr verður mjög skemmtilegt samspil,“ segir Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem hann frumsýnir leikverk fyrir börn í atvinnuleikhúsi en áður hefur hann leikið í barnasýningum, meðal annars stokkið inn í sýningar um Karíus og Baktus fyrr á árinu. Hann segir ákveðna áskorun að standa einn á sviðinu. „Það er auðvitað aðeins öðruvísi hvað varðar leikstíl og skýrileika, að þurfa að bregðast við sjálfum sér en ekki öðrum leikurum eða upplýsingum utan frá. Við Bjarni unnum saman í handritinu í tvær vikur og svo fór ég bara að læra. Í einleik snýst þetta um textann, að hann sé stimplaður inn í mann því það verður enginn á sviðinu að hjálpa mér að muna hann, en þetta er bara starf leikarans.“ Sýningar hefjast á laugardaginn í Hörpu og hægt að tryggja sér miða hér. Leikhús Menning Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Hún er byggð á samnefndri barnabók eftir Jens Sigsgaard sem kom fyrst út árið 1942. Bókin hefur allar götur síðan notið gríðarlegra vinsælda, komið út á yfir 40 tungumálum og selst í milljónum eintaka. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún er sett upp á leiksviði en Bjarni Haukur Þórsson, handritshöfundur og leikstjóri, fékk hugmyndina að leikritinu þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst og götur borga voru auðar og ekki sála á ferð. Bókin fjallar einmitt um Palla sem vaknar einn morguninn og er aleinn í heiminum. „Sagan er bæði skemmtileg og ógnvænleg, dálítið eins og Black Mirror, nema fyrir börn. Hún er full af góðum gildum og inniheldur mikilvægan boðskap. Palla finnst til að byrja með gaman að vera einn og geta gert það sem honum sýnist en hægt og rólega verður það minna gaman. Hann lærir þá mikilvægu lexíu að það er fólkið sem skiptir máli en ekki hlutirnir,“ segir Ólafur Hann segir sýninguna vera augnakonfekt fyrir áhorfendur og kynslóðir ættu að geta skemmt sér saman. „Sýningin er mjög hress og skemmtileg og trú sögunni þó svo einhver smáatriði hafi verið færð til. Bókin er skrifuð á fimmta áratugnum og ýmislegt sem búið er að staðfæra og uppfæra. Í bókinni óskar Palli sér þess til dæmis að eignast hníf en í leikritinu verður það hjólabretti. Eins eru engir sporvagnar á Íslandi. Sýningin er full af tónlist eftir Frank Hall, Eva Björg Harðardóttir gerir leikmyndina og Steinar Júlíusson gerir teiknimyndir sem varpað er upp. Úr verður mjög skemmtilegt samspil,“ segir Ólafur. Þetta er í fyrsta sinn sem hann frumsýnir leikverk fyrir börn í atvinnuleikhúsi en áður hefur hann leikið í barnasýningum, meðal annars stokkið inn í sýningar um Karíus og Baktus fyrr á árinu. Hann segir ákveðna áskorun að standa einn á sviðinu. „Það er auðvitað aðeins öðruvísi hvað varðar leikstíl og skýrileika, að þurfa að bregðast við sjálfum sér en ekki öðrum leikurum eða upplýsingum utan frá. Við Bjarni unnum saman í handritinu í tvær vikur og svo fór ég bara að læra. Í einleik snýst þetta um textann, að hann sé stimplaður inn í mann því það verður enginn á sviðinu að hjálpa mér að muna hann, en þetta er bara starf leikarans.“ Sýningar hefjast á laugardaginn í Hörpu og hægt að tryggja sér miða hér.
Leikhús Menning Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Fleiri fréttir Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira