„Kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar“ Árni Sæberg skrifar 18. september 2023 12:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra. Stöð 2/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti í dag gagngera kerfisbreytingu á fjármögnun háskólanna sem hún segir forsendu þess að íslenskir háskólar geti náð enn betri árangri. Gagnsæi hins nýja fyrirkomulags tryggi það að skólarnir sjái að meiri og betri árangur skili þeim auknu fjármagni. Þetta segir í fréttatilkynningu um fund sem Áslaug Arna boðaði til í morgun. Kynningu hennar á fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan: „Íslenskir háskólanemar eiga skilið betra háskólanám og samfélagið á skilið að hér séu háskólar á heimsmælikvarða. Sú er því miður ekki raunin. Hin Norðurlöndin hafa öll átt skóla á meðal 100 bestu háskóla heims, en enginn íslenskur háskóli nær á listann yfir 300 bestu. Við eigum frábæra kennara og hæfileikaríka og metnaðargjarna nemendur en kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar og hvorki veitt skólunum þann stuðning né búið til þá hvata sem eru forsenda framúrskarandi árangurs,“ er haft eftir Áslaugu Örnu í tilkynningu. Meðal breytinga sem hún boðaði á fundinum í morgun er að háskólar fái greitt fyrir áfanga sem nemendur ljúka og fyrir að úrskrifa nemendur, í stað þess að fá greitt fyrir skráða nemendur, að einkareknir skólar fái þrjá fjórðu hluta fjármagns sem ríkisreknir háskólar fá, og að fjórðungur fjármagns til háskóla fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Skólarnir hafi lengi kallað eftir breytingum Haft er eftir ráðherra að skólarnir hafi um langt árabil kallað eftir endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi sem byggir á reiknilíkani frá árinu 1999. Jafnframt hafi Ríkisendurskoðun allt frá árinu 2007 hvatt til breytinga á kerfinu með það að markmiði að skilvirkni og gæði séu aukin. Eldra reiknilíkan hafi falið í sér að fjárframlög til háskóla byggðust í meginatriðum á þremur breytum: þreyttar einingar (65%), brautskráningar (5%) og „rannsóknir og annað“ (30%). Reiknilíkanið hafi verið mikil framför á sínum tíma en hafi tekið óverulegum breytingum á aldarfjórðungi á meðan samfélagið og væntingar nemenda hafi tekið stakkaskiptum. Jafnframt hafi liðurinn „rannsóknir og annað“ orðið afar ógagnsær með tímanum og æ minni hluti raunverulega farið til rannsókna. Undirbúningur styttri en búist var við Undirbúningur að nýrri fjármögnun hafi hafist í upphafi kjörtímabilsins og víðtækt samráð hafi átt sér stað frá þeim tíma. Jafnframt hafi vel vönduð vinna og samráð á síðasta kjörtímabili nýst sem og greining á því sem best hefur reynst á Norðurlöndunum. Áslaug Arna segir að það að það sé umfram hennar væntingar að nýtt fjármögnunarlíkan sé kynnt til sögunnar nú þegar kjörtímabilið sé tæplega hálfnað en hún þakki það ekki síst nýju verklagi í ráðuneytinu þar sem mikilvæg málefni séu sett í skýran forgang og mikil vinna hafi verið lögð í þennan undirbúning. Ráðherra undirstriki að þessi gagngera kerfisbreyting eigi ekki einungis að auka gæði námsins og rannsókna heldur einnig samfélagslegt hlutverk háskóla. Árangurstengdri fjármögnun verði skipt í þrjá hluta, það er kennsluhluta (60%), rannsóknahluta (15%) og samfélagslegt hlutverk (25%) en skipting sem þessi sé áþekk því sem gerist á Norðurlöndunum. Á myndinni má sjá hvernig þeim liðlega 38 ma. kr. sem úthlutað er í gegnum fjármögnunarlíkanið verður skipt eftir þessum þremur flokkum og tíu undirflokkum.Háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytið Kennsluhluti 1. Loknar einingar (42%) Loknar einingar eru stærsta breytan í nýrri fjármögnun. Í henni felst að alls er 42% af fjármagninu dreift eftir umfangi lokinna eininga í hverjum skóla. Með þessari áherslu er verið að færa þungann í fjármögnuninni frá því hversu margir stunda nám og fari í próf yfir í það hversu margir ljúka áfanga. Ekki sé ætlunin að slá af kröfum, enda tryggi gæðakerfi háskólanna það. Með þessari breytingu er háskólum umbunað fyrir að styðja nemendur sína í að ná árangri í námi. Námsleiðum skólanna er skipt í fjóra reikniflokka í stað fimmtán í núverandi kerfi en reikniflokkunum fylgir fjármagn í samræmi við það hvernig kennsluaðferðir eru í hverri námsleið. 2. Útskriftir í grunn- og meistaranámi (18%) Í eldra kerfi var 5% af heildarfjármögnun skólanna skipt á milli þeirra eftir fjölda brautskráðra en í nýrri fjármögnun fer 18% af fjármagninu til skóla eftir því hversu marga þeir útskrifa úr grunn- og meistaranámi. Með þessu er ýtt undir það að þeir styðji nemendur allt þar til útskrift hefur átt sér stað. Áætlað er að í staðinn fyrir að skólar fái 350 þ.kr. fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi þá fari upphæðin í um 1,1 m.kr. Sambærileg tala fyrir útskrift úr meistaranámi fer úr 355 þ.kr. í 2,2 m.kr. Rannsóknahluti 3. Birtingatölfræði rannsókna (8,2%) Árangurstengd fjármögnun felur það í sér að í fyrsta sinn verður skólum, rannsakendum og vísindafólki umbunað fyrir árangur þeirra af rannsóknum en ætlunin er að dreifa hluta fjármagnsins til skólanna á grundvelli frammistöðu í rannsóknum og birtingum vísindagreina, m.a. út frá því í hvaða tímaritum greinar eru birtar og hversu margar tilvísanir eru í greinarnar. Með þessu er ætlunin að hvetja til aukinna gæða og árangurs í rannsóknum, til alþjóðasamstarfs og að birtingar séu í opnum aðgangi. 4. Útskriftir doktorsnema (Ph.D.) (2,25%) Öflugt doktorsnám er vísbending um mikla rannsóknavirkni og algengt er að fjöldi doktorsnema sé hluti af fjármögnunarlíkönum erlendis. Með nýrri fjármögnun verður 2,25% af heildarfjármagni til háskólanna útdeilt eftir fjölda útskrifaðra doktorsnema en það er margföldun frá því sem nú er. Miðað við þann fjölda doktorsnema sem nú stunda nám á Íslandi er áætlað að upphæðin nemi um 9 m.kr. á hverja brautskráningu. 5. Erlendir styrkir til rannsókna og vísindastarfs (4,5%) Árangur í umsóknum um innlenda og erlenda styrki er góður mælikvarði á rannsóknavirkni. Full ástæða er til að hvetja háskólana til að sækjast eftir erlendum styrkjum sem eru fjölmargir en hæstu fjárhæðirnar nú koma úr Horizon og ERASMUS áætlunum ESB. Alls verður 4,5% af því fjármagni sem útdeilt er til háskólanna skipt eftir því hversu miklum árangri þeir ná í að afla sér erlendra styrkja en um er að ræða nýjung í úthlutun á fjármagni til skólanna. Samfélagslegt hlutverk 6. Kennsluauki (5%) Í þeim hluta sem snýr að samfélagslegu hlutverki háskóla verður komið til móts við þá staðreynd að öllum nemendum fylgir kostnaður, ekki einungis þeim sem ná prófum. Því verður 5% fjármagnsins deilt út frá nemendafjöldanum í hverjum skóla óháð námsárangri og því í hvaða reikniflokki nemendur eru. Það að þessi breyta vegi 5% af heildarfjármagni, eða tæplega 2 ma. kr. er m.a. til að koma til móts við ábendingar Landssamtaka íslenskra stúdenta sem telja það grundvallaratriði að fjármögnun skólanna tryggi gott aðgengi að námi og félagslega vídd innan háskólasamfélagsins. 7. Rannsóknarauki (5%) Breytan „birtingatölfræði“ sem nefnd er hér að framan er háð þeim annmarka að enn tekur hún ekki tillit til birtingar ritrýndra greina á íslensku. Fræðasvið sem birta megnið af sínum greinum á íslensku njóta því ekki stuðnings úr „birtingatölfræðinni“. Á meðan unnið er að því að gagnagrunnarnir taki mið af öllum helstu birtingum er tímabundið settur inn sérstakur rannsóknarauki sem deilt verður út til skólanna svo að þeir geti t.d. stutt við rannsóknir og birtingar á sviði lögfræði, íslenskrar tungu og menningar. 8. Efling byggða (3%) Í samræmi við byggðasjónarmið og áherslur um að menntun sé gert hátt undir höfði í öllum landshlutum, þá verður 3% af fjármagni til háskóla sérstaklega úthlutað til landsbyggðaskóla með staðnám. Um er að ræða Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskólann á Hólum sem vegna smæðar sinnar og eðli námsins, svo sem á sviði búvísinda, bjóða upp á dýrara nám en stærri skólar á höfuðborgarsvæðinu. 9. Innleiðing (6%) Árangurstengd fjármögnun felur í sér gagngera kerfisbreytingu sem skólarnir þurfa tíma til að kynna sér og laga starfsemi sína að. Til að gefa skólunum svigrúm til þess verður 6% af fjármagninu veitt til þess að draga úr sveiflum í fjármögnun og tryggja það að enginn skóli fái minna fjármagn á árinu 2024 en þeir hefðu fengið úr eldra reiknilíkani. Sérstakt fjármagn sem fer í að draga úr miklum sveiflum í rekstri er ekki eina sveiflujöfnunin í nýju fjármögnunarlíkani heldur byggja útreikningar á mörgum breytum sem hér eru nefndar á meðaltölum nokkurra ára og sögulegum gögnum. Í þessu samhengi má t.d. nefna erlenda styrki og útskriftir doktorsnema en hvoru tveggja sveiflast umtalsvert á milli ára. 10. Sókn í þágu háskóla og samfélags (6%) Enn eru fjárveitingar til háskóla hér á landi töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2028 er hins vegar lögð áhersla á efla samkeppnishæfni Íslands og í því skyni er rík áhersla lögð á að sækja fram á sviði háskóla og vísinda. Um er að ræða um 6 ma. kr. aukningu til háskólastigsins til ársins 2028 samanborið við fyrri áætlanir. Strax árið 2024 verður aukningin um 3,5 ma. kr. frá fyrri áætlun. Aukið fjármagn á að nýta til að sækja fram, m.a. með áherslu á eftirfarandi þætti sem verða útfærðir frekar. Unnið verður með það að þættirnir sem taldir eru upp hér að neðan fái 6% af fjármagninu en útfærsla á þeim og innleiðingarhluta líkansins verður útfærð nánar, m.a. í samvinnu við Vísinda- og nýsköpunarráð: Öflugra fjarnám og nýsköpun í kennsluaðferðum Fjölga nemendum í STEAM greinum og í heilbrigðis- og menntavísindum Aukin hagnýting rannsókna og nýsköpunar í tengslum við atvinnulífið Þörfum fatlaðra einstaklinga og innflytjenda sérstaklega mætt til að fjölga tækifærum til bættra lífsgæða og atvinnu við hæfi. Smæðarálag vegna fámennra greina sem mikilvægt er að kenna hér á landi Stuðningur við skóla til innleiðingar á stefnu þeirra Endurgjöf frá nemendum, þ.e. upplifun þeirra af náminu, sbr. Finnland Einkareknir skólar fá þrjá fjórðu Í tilkynningu segir að sjálfstætt starfandi háskólar á Íslandi séu Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands. Lögum samkvæmt hafi þeir heimild til að innheimta skólagjöld sem opinberir skólar hafi ekki heimild til að gera. Í fyrra fyrirkomulagi hafi framlag til þeirra skert með þeim hætti að þau 30 prósent sem fóru í „rannsóknir og annað“ hafi ratað í afar takmörkuðum mæli til sjálfstætt starfandi skóla. „Til að draga úr rekstraróvissu þeirra og ógagnsæi í fjármögnun er nú ætlunin að festa í sessi að þeir fái sem nemi 75% af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert og þeir innheimtu ekki skólagjöld. Skerðing um 25% á framlagi hins opinbera til kennslu- og rannsóknahlutans, er í samræmi við það fyrirkomulag sem nú er til staðar gagnvart sjálfstætt starfandi skólum sem innheimta skólagjöld á grunnskólastigi. Það hlutfall á sér því fyrirmynd í íslensku regluverki.“ Allir njóti ávinningsins Þá er haft eftir Áslaugu Örnu að vegna þess að auknu fjármagni sé nú varið til háskólastigsins þá njóti allir háskólarnir ávinnings af nýrri fjármögnun. Aukningin hafi gefið tækifæri til þess að fjármögnunarlíkanið sé nú prufukeyrt samhliða fjárlagavinnu ársins 2024. Í framhaldinu verði reglugerð sem líkanið byggir á kynnt í Samráðsgátt þar sem hægt verði að koma með ábendingar og athugasemdir. Þannig verði háskólunum veitt ákveðið aðlögunartímabil í fyrstu áður en árangurstengd fjármögnun tekur að fullu mið af nýju fyrirkomulagi árið 2025. „Ég hef oft sagt að hugvitið eigi að verða stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar af því að ég trúi því að hér búi sá kraftur, sköpunargáfa og hæfileikar sem til þarf. En öllum góðum mannkostum þarf að hlúa að og rækta og ég lít á það sem mitt hlutverk að búa einmitt til þann jarðveg. Ef vel tekst til verða háskólarnir þau gróðurhús þar sem þekking vex og fólk blómstrar. Ég hlakka til frekara samtals um þessa kerfisbreytingu næstu daga og vikur.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um fund sem Áslaug Arna boðaði til í morgun. Kynningu hennar á fundinum má sjá í spilaranum hér að neðan: „Íslenskir háskólanemar eiga skilið betra háskólanám og samfélagið á skilið að hér séu háskólar á heimsmælikvarða. Sú er því miður ekki raunin. Hin Norðurlöndin hafa öll átt skóla á meðal 100 bestu háskóla heims, en enginn íslenskur háskóli nær á listann yfir 300 bestu. Við eigum frábæra kennara og hæfileikaríka og metnaðargjarna nemendur en kerfið hefur leitt til ákveðinnar sóunar og hvorki veitt skólunum þann stuðning né búið til þá hvata sem eru forsenda framúrskarandi árangurs,“ er haft eftir Áslaugu Örnu í tilkynningu. Meðal breytinga sem hún boðaði á fundinum í morgun er að háskólar fái greitt fyrir áfanga sem nemendur ljúka og fyrir að úrskrifa nemendur, í stað þess að fá greitt fyrir skráða nemendur, að einkareknir skólar fái þrjá fjórðu hluta fjármagns sem ríkisreknir háskólar fá, og að fjórðungur fjármagns til háskóla fari í samfélagslegt hlutverk þeirra. Skólarnir hafi lengi kallað eftir breytingum Haft er eftir ráðherra að skólarnir hafi um langt árabil kallað eftir endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi sem byggir á reiknilíkani frá árinu 1999. Jafnframt hafi Ríkisendurskoðun allt frá árinu 2007 hvatt til breytinga á kerfinu með það að markmiði að skilvirkni og gæði séu aukin. Eldra reiknilíkan hafi falið í sér að fjárframlög til háskóla byggðust í meginatriðum á þremur breytum: þreyttar einingar (65%), brautskráningar (5%) og „rannsóknir og annað“ (30%). Reiknilíkanið hafi verið mikil framför á sínum tíma en hafi tekið óverulegum breytingum á aldarfjórðungi á meðan samfélagið og væntingar nemenda hafi tekið stakkaskiptum. Jafnframt hafi liðurinn „rannsóknir og annað“ orðið afar ógagnsær með tímanum og æ minni hluti raunverulega farið til rannsókna. Undirbúningur styttri en búist var við Undirbúningur að nýrri fjármögnun hafi hafist í upphafi kjörtímabilsins og víðtækt samráð hafi átt sér stað frá þeim tíma. Jafnframt hafi vel vönduð vinna og samráð á síðasta kjörtímabili nýst sem og greining á því sem best hefur reynst á Norðurlöndunum. Áslaug Arna segir að það að það sé umfram hennar væntingar að nýtt fjármögnunarlíkan sé kynnt til sögunnar nú þegar kjörtímabilið sé tæplega hálfnað en hún þakki það ekki síst nýju verklagi í ráðuneytinu þar sem mikilvæg málefni séu sett í skýran forgang og mikil vinna hafi verið lögð í þennan undirbúning. Ráðherra undirstriki að þessi gagngera kerfisbreyting eigi ekki einungis að auka gæði námsins og rannsókna heldur einnig samfélagslegt hlutverk háskóla. Árangurstengdri fjármögnun verði skipt í þrjá hluta, það er kennsluhluta (60%), rannsóknahluta (15%) og samfélagslegt hlutverk (25%) en skipting sem þessi sé áþekk því sem gerist á Norðurlöndunum. Á myndinni má sjá hvernig þeim liðlega 38 ma. kr. sem úthlutað er í gegnum fjármögnunarlíkanið verður skipt eftir þessum þremur flokkum og tíu undirflokkum.Háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðuneytið Kennsluhluti 1. Loknar einingar (42%) Loknar einingar eru stærsta breytan í nýrri fjármögnun. Í henni felst að alls er 42% af fjármagninu dreift eftir umfangi lokinna eininga í hverjum skóla. Með þessari áherslu er verið að færa þungann í fjármögnuninni frá því hversu margir stunda nám og fari í próf yfir í það hversu margir ljúka áfanga. Ekki sé ætlunin að slá af kröfum, enda tryggi gæðakerfi háskólanna það. Með þessari breytingu er háskólum umbunað fyrir að styðja nemendur sína í að ná árangri í námi. Námsleiðum skólanna er skipt í fjóra reikniflokka í stað fimmtán í núverandi kerfi en reikniflokkunum fylgir fjármagn í samræmi við það hvernig kennsluaðferðir eru í hverri námsleið. 2. Útskriftir í grunn- og meistaranámi (18%) Í eldra kerfi var 5% af heildarfjármögnun skólanna skipt á milli þeirra eftir fjölda brautskráðra en í nýrri fjármögnun fer 18% af fjármagninu til skóla eftir því hversu marga þeir útskrifa úr grunn- og meistaranámi. Með þessu er ýtt undir það að þeir styðji nemendur allt þar til útskrift hefur átt sér stað. Áætlað er að í staðinn fyrir að skólar fái 350 þ.kr. fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi þá fari upphæðin í um 1,1 m.kr. Sambærileg tala fyrir útskrift úr meistaranámi fer úr 355 þ.kr. í 2,2 m.kr. Rannsóknahluti 3. Birtingatölfræði rannsókna (8,2%) Árangurstengd fjármögnun felur það í sér að í fyrsta sinn verður skólum, rannsakendum og vísindafólki umbunað fyrir árangur þeirra af rannsóknum en ætlunin er að dreifa hluta fjármagnsins til skólanna á grundvelli frammistöðu í rannsóknum og birtingum vísindagreina, m.a. út frá því í hvaða tímaritum greinar eru birtar og hversu margar tilvísanir eru í greinarnar. Með þessu er ætlunin að hvetja til aukinna gæða og árangurs í rannsóknum, til alþjóðasamstarfs og að birtingar séu í opnum aðgangi. 4. Útskriftir doktorsnema (Ph.D.) (2,25%) Öflugt doktorsnám er vísbending um mikla rannsóknavirkni og algengt er að fjöldi doktorsnema sé hluti af fjármögnunarlíkönum erlendis. Með nýrri fjármögnun verður 2,25% af heildarfjármagni til háskólanna útdeilt eftir fjölda útskrifaðra doktorsnema en það er margföldun frá því sem nú er. Miðað við þann fjölda doktorsnema sem nú stunda nám á Íslandi er áætlað að upphæðin nemi um 9 m.kr. á hverja brautskráningu. 5. Erlendir styrkir til rannsókna og vísindastarfs (4,5%) Árangur í umsóknum um innlenda og erlenda styrki er góður mælikvarði á rannsóknavirkni. Full ástæða er til að hvetja háskólana til að sækjast eftir erlendum styrkjum sem eru fjölmargir en hæstu fjárhæðirnar nú koma úr Horizon og ERASMUS áætlunum ESB. Alls verður 4,5% af því fjármagni sem útdeilt er til háskólanna skipt eftir því hversu miklum árangri þeir ná í að afla sér erlendra styrkja en um er að ræða nýjung í úthlutun á fjármagni til skólanna. Samfélagslegt hlutverk 6. Kennsluauki (5%) Í þeim hluta sem snýr að samfélagslegu hlutverki háskóla verður komið til móts við þá staðreynd að öllum nemendum fylgir kostnaður, ekki einungis þeim sem ná prófum. Því verður 5% fjármagnsins deilt út frá nemendafjöldanum í hverjum skóla óháð námsárangri og því í hvaða reikniflokki nemendur eru. Það að þessi breyta vegi 5% af heildarfjármagni, eða tæplega 2 ma. kr. er m.a. til að koma til móts við ábendingar Landssamtaka íslenskra stúdenta sem telja það grundvallaratriði að fjármögnun skólanna tryggi gott aðgengi að námi og félagslega vídd innan háskólasamfélagsins. 7. Rannsóknarauki (5%) Breytan „birtingatölfræði“ sem nefnd er hér að framan er háð þeim annmarka að enn tekur hún ekki tillit til birtingar ritrýndra greina á íslensku. Fræðasvið sem birta megnið af sínum greinum á íslensku njóta því ekki stuðnings úr „birtingatölfræðinni“. Á meðan unnið er að því að gagnagrunnarnir taki mið af öllum helstu birtingum er tímabundið settur inn sérstakur rannsóknarauki sem deilt verður út til skólanna svo að þeir geti t.d. stutt við rannsóknir og birtingar á sviði lögfræði, íslenskrar tungu og menningar. 8. Efling byggða (3%) Í samræmi við byggðasjónarmið og áherslur um að menntun sé gert hátt undir höfði í öllum landshlutum, þá verður 3% af fjármagni til háskóla sérstaklega úthlutað til landsbyggðaskóla með staðnám. Um er að ræða Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskólann á Hólum sem vegna smæðar sinnar og eðli námsins, svo sem á sviði búvísinda, bjóða upp á dýrara nám en stærri skólar á höfuðborgarsvæðinu. 9. Innleiðing (6%) Árangurstengd fjármögnun felur í sér gagngera kerfisbreytingu sem skólarnir þurfa tíma til að kynna sér og laga starfsemi sína að. Til að gefa skólunum svigrúm til þess verður 6% af fjármagninu veitt til þess að draga úr sveiflum í fjármögnun og tryggja það að enginn skóli fái minna fjármagn á árinu 2024 en þeir hefðu fengið úr eldra reiknilíkani. Sérstakt fjármagn sem fer í að draga úr miklum sveiflum í rekstri er ekki eina sveiflujöfnunin í nýju fjármögnunarlíkani heldur byggja útreikningar á mörgum breytum sem hér eru nefndar á meðaltölum nokkurra ára og sögulegum gögnum. Í þessu samhengi má t.d. nefna erlenda styrki og útskriftir doktorsnema en hvoru tveggja sveiflast umtalsvert á milli ára. 10. Sókn í þágu háskóla og samfélags (6%) Enn eru fjárveitingar til háskóla hér á landi töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2028 er hins vegar lögð áhersla á efla samkeppnishæfni Íslands og í því skyni er rík áhersla lögð á að sækja fram á sviði háskóla og vísinda. Um er að ræða um 6 ma. kr. aukningu til háskólastigsins til ársins 2028 samanborið við fyrri áætlanir. Strax árið 2024 verður aukningin um 3,5 ma. kr. frá fyrri áætlun. Aukið fjármagn á að nýta til að sækja fram, m.a. með áherslu á eftirfarandi þætti sem verða útfærðir frekar. Unnið verður með það að þættirnir sem taldir eru upp hér að neðan fái 6% af fjármagninu en útfærsla á þeim og innleiðingarhluta líkansins verður útfærð nánar, m.a. í samvinnu við Vísinda- og nýsköpunarráð: Öflugra fjarnám og nýsköpun í kennsluaðferðum Fjölga nemendum í STEAM greinum og í heilbrigðis- og menntavísindum Aukin hagnýting rannsókna og nýsköpunar í tengslum við atvinnulífið Þörfum fatlaðra einstaklinga og innflytjenda sérstaklega mætt til að fjölga tækifærum til bættra lífsgæða og atvinnu við hæfi. Smæðarálag vegna fámennra greina sem mikilvægt er að kenna hér á landi Stuðningur við skóla til innleiðingar á stefnu þeirra Endurgjöf frá nemendum, þ.e. upplifun þeirra af náminu, sbr. Finnland Einkareknir skólar fá þrjá fjórðu Í tilkynningu segir að sjálfstætt starfandi háskólar á Íslandi séu Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands. Lögum samkvæmt hafi þeir heimild til að innheimta skólagjöld sem opinberir skólar hafi ekki heimild til að gera. Í fyrra fyrirkomulagi hafi framlag til þeirra skert með þeim hætti að þau 30 prósent sem fóru í „rannsóknir og annað“ hafi ratað í afar takmörkuðum mæli til sjálfstætt starfandi skóla. „Til að draga úr rekstraróvissu þeirra og ógagnsæi í fjármögnun er nú ætlunin að festa í sessi að þeir fái sem nemi 75% af því sem þeir fengju ef rekstrarform þeirra væri opinbert og þeir innheimtu ekki skólagjöld. Skerðing um 25% á framlagi hins opinbera til kennslu- og rannsóknahlutans, er í samræmi við það fyrirkomulag sem nú er til staðar gagnvart sjálfstætt starfandi skólum sem innheimta skólagjöld á grunnskólastigi. Það hlutfall á sér því fyrirmynd í íslensku regluverki.“ Allir njóti ávinningsins Þá er haft eftir Áslaugu Örnu að vegna þess að auknu fjármagni sé nú varið til háskólastigsins þá njóti allir háskólarnir ávinnings af nýrri fjármögnun. Aukningin hafi gefið tækifæri til þess að fjármögnunarlíkanið sé nú prufukeyrt samhliða fjárlagavinnu ársins 2024. Í framhaldinu verði reglugerð sem líkanið byggir á kynnt í Samráðsgátt þar sem hægt verði að koma með ábendingar og athugasemdir. Þannig verði háskólunum veitt ákveðið aðlögunartímabil í fyrstu áður en árangurstengd fjármögnun tekur að fullu mið af nýju fyrirkomulagi árið 2025. „Ég hef oft sagt að hugvitið eigi að verða stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar af því að ég trúi því að hér búi sá kraftur, sköpunargáfa og hæfileikar sem til þarf. En öllum góðum mannkostum þarf að hlúa að og rækta og ég lít á það sem mitt hlutverk að búa einmitt til þann jarðveg. Ef vel tekst til verða háskólarnir þau gróðurhús þar sem þekking vex og fólk blómstrar. Ég hlakka til frekara samtals um þessa kerfisbreytingu næstu daga og vikur.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira