Schmeichel ekki hrifinn af hugmyndafræði Arteta þegar kemur að markvörðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2023 08:30 Peter Schmeichel varð fimm sinnum Englandsmeistari, þrívegis enskur bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Man Utd. Vísir/Getty Images Peter Schmeichel, margfaldur Englandsmeistari með Manchester United og Evrópumeistari með Danmörku, er ekki hrifinn af uppátæki Mikel Arteta, þjálfara Arsenal. Hann vill deila spilatíma markvarða sinna og jafnvel skipta um markvörð í miðjum leik þó ekkert ami að þeim sem er inn á. Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Eftir sigur Arsenal á Everton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi var Arteta spurður í stöðu mála er kemur að markvörðum liðsins en David Raya spilaði leikinn í stað Aaron Ramsdale. Sá síðarnefndi hefur verið aðalmarkvörður Arsenal frá 2021 en Raya gekk í raðir félagsins á láni frá Brentford í sumar. Spurður í markverðina sína tvö sagðist Arteta stöðuna eins og allar aðrar á vellinum, og þar deili menn spilatímanum sín á milli. Oftar en ekki gera þjálfarar taktískar breytingar og virðist sem Arteta ætli að gera það með markverðina sína í vetur. Þessu er Peter Schmeichel ekki par hrifinn af. „Ég skil ekki hvernig þjálfari getur komist að þeirri niðurstöðu að það sé frábært að hafa samkeppni um treyju númer eitt. Markmannsstaðan, hún er mjög næm. Þú getur ekki skapað neitt upp á eigin spýtur, þú þarft að bíða eftir að hlutir gerist,“ sagði Schmeichel í viðtali við BBC 5 Live í Bretlandi. Will David Raya's signing create problems for Arsenal?Peter Schmeichel thinks so #BBCFootball pic.twitter.com/4iZoBdRWC0— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 9, 2023 „Þú ert nú að biðja markvörðinn þinn um að sýna og sanna að hann sé betri en hinn markvörður liðsins. Það þýðir að nú þarf markvörðurinn að fara og gera hluti, sem þjálfari þá viltu það ekki.“ „Þetta er eina staðan á vellinum sem þú vilt stöðugleika og öryggi í. Þegar þú ert með samkeppni þá spilar markvörðurinn leiki fyrir sjálfan sig og fyrir stöðuna.“ „Ég skil það ekki. Það sem gerist er að þetta býr til óöryggi hjá báðum markvörðum. Á sama tíma ertu mögulega að búa til slæmt andrúmsloft í búningsklefanum því þetta er hrein og bein samkeppni milli tveggja manna þar sem annar mun spila og hinn mun sitja á bekknum.“ Aaron Ramsdale had started 76 of the last 77 Premier League games, but Mikel Arteta gave David Raya his Arsenal debut in their 1-0 win over Everton.Why shouldn t the goalkeepers have competition just like the players at every other position on the pitch? @mattpyzdrowski— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 18, 2023 „Þeir þurfa að vita að ef hlutirnir misheppnast, sem þeir gera endrum og eins, að þjálfarinn muni bara segja þeim að það sé allt í lagi og að þeir séu enn aðalmarkvörður liðsins. Sem markvörður þarftu þetta sjálfstraust. Ef þú hefur það ekki þá getur þú ertu ekki upp á þitt besta fyrir liðið,“ sagði Schmeichel að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira