„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. september 2023 20:50 Reykjavík International Film Festival var fyrst haldin árið 2004. Vísir/Einar Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“ RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
„Okkar markmið er að kynna það besta sem alþjóðleg kvikmyndahátíð hefur upp á að bjóða. Fjöldann allan af kvikmyndum, splunkunýjum, sumar eru það nýjar að mjög fáir í heiminum hafa séð þær. Eitthvað við allra hæfi,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. „Ég held að þetta sé gríðarlega mikilvæg hátíð fyrir margra hluta sakir. Meðal annars erum við að færa til landsins kvikmyndir sem fæstar kæmu hingað annars. Þetta eru svokallaðar óháðar kvikmyndir, margar frá Evrópu, Asíu, Afríku og alls staðar úr heiminum, þannig að við erum að gefa þessum myndum færi til að vera í bíó hér á landi.“ Skemmtilegt samfélag bíóáhugamanna Auk hefðbundinna bíósýninga er ýmislegt nýtt í boði á hátíðinni, til að mynda hellabíó í Raufarhólshelli, jöklabíó og svokallað RIFF um alla borg. „Þannig að þú ert kannski að labba um bæinn og svo ertu allt í einu dottinn inn á einhverja kvikmyndasýningu, við sýnum á bókasöfnum, við ætlum að setja upp ljósmyndasýningu í norræna húsinu sem sýnir brot af því besta í sögu RIFF undanfarin ár,“ segir Hrönn. RIFF-teymið.Vísir/Einar Hún segir markmiðið með hátíðinni vera að bæta kvikmyndamenningu með því að gefa fólki á að sjá kvikmyndir sem annars kæmu ekki hingað. „Þetta eru gamanmyndir, hryllingsmyndir, spennumyndir, rosa mikið drama, fullt af leikstjórum sem koma alls staðar af úr heiminum til að kynna myndirnar sínar þannig að áhorfendur sem mæta í Háskólabíó hitta leikstjórana og geta spurt þá spurninga.“ Þá segir hún markmiðið í leið vera að kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg. Hérna eru einhvern veginn allir svo afslappaðir. Það er ekkert rautt teppi eins og í Cannes eða Berlín eða neitt. Það eru allir jafnir og allir njóta sín. Við erum að búa til skemmtilegt samfélag fólks sem hefur áhuga á bíó,“ segir Hrönn. Heiðursgestir ekki af verri endanum Franska leikkonan Isabelle Huppert er meðal heiðursgesta á hátíðinni í ár. „Hún er ein af, myndi ég segja, frábærustu leikkonum okkar tíma,“ segir Hrönn. Hún fær heiðursverðlaun á Bessastöðum ásamt Luca Guadagnino, en hann leikstýrði kvikmyndinni Call Me by Your Name sem gekk lengi í bíó á Íslandi. Þýska leikkonan Vicky Krieps, sem hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár fær einnig heiðursverðlaun. Er þetta eitthvað fyrir alla eða er þetta bara fyrir kvikmyndaáhugamenn? „Þetta er svo sannarlega fyrir alla. Það er eiginlega bjútíið við þetta, það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Og það sem mér finnst svo spennandi er að þú kannast ekki endilega við nafnið á leikstjóranum, eða þekkir ekki titilinn, skilur kannski ekki alveg, af því að við erum að presentera rúmlega sextíu lönd, þá eru þetta myndir sem höfða til þín, af því að þær eru oft að fjalla um þetta samfélag sem við búum í.“
RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira