Opnar sig um veðmálafíknina sem hafi valdið miklum skaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 23:31 Phil Mickelson opnaði sig um veðmálafíkn sína. Mike Stobe/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að veðmálafíkn sem hann hefur glímt við undanfarin ár hafi valdið miklum skaða og erfiðleikum í samskiptum hans við vini sína og fjölskyldu. Hann segist þó í dag vera á réttri leið. Mickelson, sem hefur sex sinnum fagnað sigri á risamóti í golfi, segir að á undanförnum árum hafi veðmálahegðun hans þróast úr því að vera hófleg yfir í það að vera fíkn. Í síðasta mánuði greindi atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters frá því að Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Mickelson segir að fíknin hafi haft gríðarlega slæm áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini, en að þrátt fyrir að hann hafi veðjað háum fjárhæðum í gegnum tíðina hafi hann aldrei sett sig eða fjölskylduna í fjárhagsvandræði. „Það var eins og ég væri lokaður inni í skýli og vissi ekki af storminum sem geysaði úti,“ ritaði Mickelson á samfélagsmiðla sína. „Peningar voru aldrei vandamálið þar sem fjárhagsstaða okkar hefur alltaf verið tryggð, en ég var svo utan við mig að ég gat ekki varið til staðar fyrir þau sem ég elska og það olli miklum skaða. Þessi fjarvera hefur haft gríðarlega slæm áhrif.“ „Eitthvað sem ég heyrði oft þegar ég glímdi við fíknina var: „Þú ert hérna en þú ert ekki með okkur.“ Það hafði áhrif á þá sem mér þykir vænt um á vegu sem ég vissi ekki af eða skildi ekki.“ Most of you will enjoy this football season with moderation while having lots of fun and entertainment. The fantasy leagues will provide banter amongst friends and money won or lost betting won t affect you. I wont be betting this year because I crossed the line of moderation and — Phil Mickelson (@PhilMickelson) September 18, 2023 Þá þakkar Mickelson konu sinni, Amy, fyrir sýndan stuðning í gegnum ferlið. „Hún hefur elskað mig og stutt í gegnum mína erfiðustu og myrkustu tíma. Ég hefði ekki komist í gegnum þetta án hennar,“ ritaði Mickelson. „Eftir mörg ár af því að sækja mér hjálp, sleppa því að stunda fjárhættuspil og að vinna í að jafna mig á fíkninni get ég nú setið kyrr, verið til staðar í núinu og lifað hvern dag með innri frið og ró.“ Golf Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Mickelson, sem hefur sex sinnum fagnað sigri á risamóti í golfi, segir að á undanförnum árum hafi veðmálahegðun hans þróast úr því að vera hófleg yfir í það að vera fíkn. Í síðasta mánuði greindi atvinnufjárhættuspilarinn Billy Walters frá því að Mickelson hafi veðjað meira en einum milljarði bandaríkjadollara á hinar ýmsu íþróttir síðustu þrjá áratugi, en það samsvarar rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna. Mickelson segir að fíknin hafi haft gríðarlega slæm áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini, en að þrátt fyrir að hann hafi veðjað háum fjárhæðum í gegnum tíðina hafi hann aldrei sett sig eða fjölskylduna í fjárhagsvandræði. „Það var eins og ég væri lokaður inni í skýli og vissi ekki af storminum sem geysaði úti,“ ritaði Mickelson á samfélagsmiðla sína. „Peningar voru aldrei vandamálið þar sem fjárhagsstaða okkar hefur alltaf verið tryggð, en ég var svo utan við mig að ég gat ekki varið til staðar fyrir þau sem ég elska og það olli miklum skaða. Þessi fjarvera hefur haft gríðarlega slæm áhrif.“ „Eitthvað sem ég heyrði oft þegar ég glímdi við fíknina var: „Þú ert hérna en þú ert ekki með okkur.“ Það hafði áhrif á þá sem mér þykir vænt um á vegu sem ég vissi ekki af eða skildi ekki.“ Most of you will enjoy this football season with moderation while having lots of fun and entertainment. The fantasy leagues will provide banter amongst friends and money won or lost betting won t affect you. I wont be betting this year because I crossed the line of moderation and — Phil Mickelson (@PhilMickelson) September 18, 2023 Þá þakkar Mickelson konu sinni, Amy, fyrir sýndan stuðning í gegnum ferlið. „Hún hefur elskað mig og stutt í gegnum mína erfiðustu og myrkustu tíma. Ég hefði ekki komist í gegnum þetta án hennar,“ ritaði Mickelson. „Eftir mörg ár af því að sækja mér hjálp, sleppa því að stunda fjárhættuspil og að vinna í að jafna mig á fíkninni get ég nú setið kyrr, verið til staðar í núinu og lifað hvern dag með innri frið og ró.“
Golf Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira