Bein útsending: Málþing um vistkerfisnálgun í umgengni við og nýtingu náttúru Íslands Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 08:31 Málþingið hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 12:30. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og BIODICE standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda á Hilton Nordica milli klukkan 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is Umhverfismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi að neðan, en markmið þess er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Í tilkynningu segir að efni málþingsins muni nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins. „Í samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2030 eru skilgreind fjögur meginmarkmið til ársins 2050 og 23 markmið til ársins 2030. Til að ná þessum markmiðum er gert ráð fyrir að stefnan verði innleidd hjá aðildarríkjum samningsins með vistkerfisnálgun. Á málþinginu verður vistkerfisnálgun sett í samhengi við auðlindanýtingu og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Lagt verður mat á stöðuna á Íslandi gagnvart innleiðingu vistkerfisnálgunar við auðlindanýtingu lands og sjávar þ.m.t. landbúnaður, landgræðsla, skógrækt, sjávarútvegur og lagareldi. Sérfræðingar stofnana og hagaðilar munu fara yfir hvaða lausnir hafa reynst vel og hvernig má vinna að vistkerfisnálgun við nýtingu,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Dagskrá Húsið opnað kl. 8.30 Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs 9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir ráðherra 9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE. Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna. Umræður 10.30-10.50 Kaffi 10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun. Fulltrúi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur Fulltrúi fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna Umræður 12.10 - 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, stofnana og fyrirtækja sem hefur að markmiði að efla þekkingu og skilning á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Innan BIODICE er sameinuð mikil sérfræðiþekking sem getur nýst til að ramma betur inn hvernig megi móta og fylgja eftir þeirri framtíðarsýn og áherslum sem sett hafa verið fram í stefnumörkun stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um BIODICE á www.biodice.is
Umhverfismál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira