Varar við svefnvenjum Haaland: „Getur verið hættulegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2023 07:01 Erling Haaland passar að lifa heilsusamlegu lífi utan vallar. Vísir/Getty Erling Braut Haaland passar afar vel upp á að ná góðum nætursvefni. Sænskur svefnfræðingur varar þó við sérstakri aðferð sem Haaland og fleiri hafa nýtt sér að undanförnu. Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“ Enski boltinn Svefn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur vitskuld vakið mikla athygli síðustu misserin fyrir öll mörkin sem hann hefur skorað á knattspyrnuvellinum en einnig fyrir fullkomnunaráráttu sína utan vallar. Meðal annars hafa borist fregnir af mataræði hans og svefnvenjum en nú hefur sænskur svefnfræðingur gagnrýnt nýjustu leið Haaland til að bæta svefn sinn. Fyrir tveimur vikum greindi Haaland frá því að hann sofi með límband fyrir munninum til að bæta öndunina. Þessi leið hefur verið töluvert til umræðu í netheimum síðustu vikur og myllumerkið #mouthtape verið mikið notað á samfélagsmiðlum. „Svefn er það mikilvægasta í heimi,“ segir Haaland en sænskur vísindamaður segir aðferðina ekki hættulausa. „Það er til mikið af rannsóknum sem sýna að þeir sem sofa vel sýni betri frammistöður,“ segir svefnfræðingurinn Christian Benedict en hann er vísindamaður við Háskólann í Uppsölum. „Ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla“ Benedict segir hins vegar að aðeins ein rannsókn sé til um það að sofa með límband fyrir munninum. Þar var gerð rannsókn á fólki sem átti í vandræðum með nætursvefn og sváfu rúmlega helmingur þátttakanda betur í kjölfar þess þau notuðu límband þegar þau sváfu. Benedict er þó efins um aðferðina. „Það er frábært að aðili eins og Erling Haaland komi fram og segi hversu mikilvægur svefninn sé. Það finnst mér frábært. En að draga þá ályktun að allir muni sofa betur ef þeir setja límband fyrir munninn, það verð ég að setja spurningamerki við.“ Hann segir að aðferðin geti verið hættuleg. „Ef þú átt við svefnvanda að stríða og átt í öndunarerfiðleikum í svefni þá reynir það mjög á hjarta- og æðakerfið. Ef þú getur ekki andað í gegnum munninn þá getur það leitt til frekari vandræða.“ „Það er gott að anda í gegnum nefið ef mögulegt er. Ef þu´gerir það á hverjum degi í 16 klukkustundir þá kennir þú líkamanum að gera það líka á nóttunni. En að þvinga það fram með límbandi fyrir munninum, það er alls ekki víst að það sé rétta leiðin fyrir alla.“
Enski boltinn Svefn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira