Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Árni Sæberg skrifar 22. september 2023 06:38 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra. Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13