Verstappen með yfirburði í Japan en heimsmeistaratitillinn þarf að bíða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 11:30 Max Verstappen þarf að bíða aðeins með að fagna heimsmeistaratitlinum. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen virðist vera kominn aftur í sitt gamla form eftir erfiða helgi í Singapúr síðustu helgi. Hann þarf þó að bíða aðeins eftir sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar. Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Red Bull-liðið tapaði sínum fyrsta kappakstri á tímabilinu í Formúlu 1 um síðustu helgi þegar Max Verstappen kom fimmti í mark og liðsfélagi hans, Sergio Perez, kláraði áttundi. Eftir að hafa ræst í ellefta og þrettánda sæti náðu Red Bull-mennirnir að vinna sig upp listann á þröngri brautinni í Singapúr, en það dugði ekki til og sigurgangan var á enda. Verstappen virðist þó vera búinn að finna sitt gamla form á ný ef marka má æfingarna fyrir japanska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Hollendingurinn var fljótastur í báðum æfingunum sem fram fóru í morgun og það með nokkrum yfirburðum. Verstappen var 0,626 sekúndum hraðari en Carlos Sainz á Ferrari á fyrri æfingu morgunsins og 0,320 sekúndum hraðari en hinn Ferrari-maðurinn, Charles Leclerc, á annarri æfingunni. Heimsmeistarinn er því í góðum málum fyrir tímatökuna á morgun og ætti að tryggja sér ráspól ef æfingarnar eru einhver fyrirboði fyrir morgundaginn. 🏁 FP2 CLASSIFICATION (60/60 MINS) 🏁A return to form for Max#JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/trKMDOK2Et— Formula 1 (@F1) September 22, 2023 Þrátt fyrir þetta góða gengi á æfingum í dag er þó ljóst að Max Verstappen þarf að bíða með að fagna sínum þriðja heimsmeistaratitli í röð. Fyrir kappaksturinn í Singapúr var ljóst að Hollendingurinn átti möguleika á að tryggja sér titilinn í Japan, en niðurstaðan í Singapúr gerði það að verkum að bíða þarf með fagnaðarlætin. Verstappen getur í fyrsta lagi orðið heimsmeistari þegar Formúla 1 fer til Katar helgina 6.-8. október, en til að það gerist þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn í heimsmeistarakeppni ökumanna þegar katarski kappaksturinn klárast. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum og því verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað í Katar.
Akstursíþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira