Vonast til að stofna landslið í götubolta Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2023 23:31 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sat þing FIBA í Manila. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni. Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira