Fastir liðir eins og venjulega: Verstappen á ráspól í Japan Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 10:31 Max Verstappen fagnar sigri í Hollandi í sumar Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, sem átti erfiða daga í Singapúr síðustu helgi, virðist vera búinn að hrista af sér slenið. Eftir mikla yfirburði á æfingu í Japan í gær tryggði hann sig örugglega á ráspól í tímatökum í morgun. Verstappen lauk tímatökunni á 1:28.877 en næstir á eftir honum komu ökumenn McLaren, þeir Oscar Piastri á 1:29.458 og Lando Norris nokkrum sekúndubrotum á eftir á tímanum 1:29.493. A papaya sandwich #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/MmcqrwaEw5— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Verstappen hefur haft algjöra yfirburði á þessu keppnistímabili en hann leiðir keppni ökumanna með 374 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Perez, er næstur með 223 stig. Verstappen gat tryggt sér titilinn í Singapúr en niðurstaðan þar gerði það að verkum að nú þarf hann aðeins að bíða. Stigin raðast nú þannig upp Verstappen getur ekki tryggt sér titilinn um helgina en þegar formúlan fer til Katar helgina 6. - 8. október verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað miðað við hvernig Verstappen hefur ekið í ár og um helgina. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum en hann þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn þegar keppni lýkur í Katar. Sigur í Japan á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja titilinn. How we line-up for Sunday at Suzuka! #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/FExn43jw4T— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Formúla 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin kl. 04:30 að morgni sunnudags. Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Verstappen lauk tímatökunni á 1:28.877 en næstir á eftir honum komu ökumenn McLaren, þeir Oscar Piastri á 1:29.458 og Lando Norris nokkrum sekúndubrotum á eftir á tímanum 1:29.493. A papaya sandwich #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/MmcqrwaEw5— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Verstappen hefur haft algjöra yfirburði á þessu keppnistímabili en hann leiðir keppni ökumanna með 374 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Perez, er næstur með 223 stig. Verstappen gat tryggt sér titilinn í Singapúr en niðurstaðan þar gerði það að verkum að nú þarf hann aðeins að bíða. Stigin raðast nú þannig upp Verstappen getur ekki tryggt sér titilinn um helgina en þegar formúlan fer til Katar helgina 6. - 8. október verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað miðað við hvernig Verstappen hefur ekið í ár og um helgina. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum en hann þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn þegar keppni lýkur í Katar. Sigur í Japan á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja titilinn. How we line-up for Sunday at Suzuka! #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/FExn43jw4T— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Formúla 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin kl. 04:30 að morgni sunnudags.
Akstursíþróttir Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira