Vegurinn fór í sundur á þremur stöðum og voru þrír fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. Almenningur er hvattur til að halda sig fjarri svæðinu. Lögreglu grunar að jarðsigið gæti tengst sprengingum á nálægu byggingarsvæði og er með málið til rannsóknar.

Fram kemur í frétt Sænska ríkisútvarpsins að um fjórtán þúsund fermetra svæði hafi orðið fyrir áhrifum af jarðsiginu. Hundar og sérþjálfað fólk er við leit á svæðinu að gæta þess að ekkert fólk hafi orðið eftir á svæðinu.

Nokkrar byggingar á svæðinu eru taldar hafa skemmst en óvíst er um alvarleika skemmdanna.

Stefan Gustafsson, upplýsingafulltrúi sænsku lögreglunnar, segir skriðuna hafa farið af stað nærri nálægu byggingasvæði. Til skoðunar sé hvort framkvæmdir á svæðinu, þar á meðal sprengingar, hafi orðið til þess að jarðsigið varð.