Fastir vextir ígildi skuldalækkunar og nú þurfi að borga til baka Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. september 2023 13:17 Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir í mörg horn að líta. VÍSIR/VILHELM Prófessor í hagfræði segir að komið sé að skuldaskilum hjá þeim sem festu vexti fyrir þremur árum. Lánin hafi falið í sér skuldalækkun á kostnað lánveitenda vegna mikillar verðbólgu. Ríkisstjórnin gæti gripið inn í og aðstoðað lántakendur standi vilji til, enda hafi Seðlabankinn takmarkaðan tækjabúnað. Greiðslubyrði lántaka á húsnæðismarkaði hefur þyngst mikið síðustu mánuði. Verðbólga hefur aukist ört á síðustu þremur árum og mældist hún mest 10,2 prósent í febrúar á þessu ári. Verðbólgudraugurinn virðist ætla að draga sig í hlé, þrátt fyrir örlitla verðbólguaukningu í ágúst, en verðbólga mælist nú 7,7 prósent. Lántakar hafa hins vegar verið uggandi vegna ört hækkandi vaxta, til að mynda á húsnæðislánum. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna á Sprengisandi í dag. „[Verðbólgan] var óvænt þannig að ef að einhver tók lán fyrir þremur árum þá var ekki búist við svona mikilli verðbólgu. Og óvænt verðbólga kemur skuldurum vel. Til dæmis ef einhver tók sem lífeyrissjóðslán um haustið 2021 á 4,5 prósent föstum vöxtum til þriggja ára. Síðan hefur verðlag frá 2021 hækkað um meira en tuttugu prósent. Það þýðir að höfuðstóll lánsins að raunvirði - kaupmætti - hefur lækkað um tuttugu prósent en þú ert búinn að borga 4,5 prósent af á ári. Raunvextirnir hafa verið neikvæðir sem þýðir að sá sem lánaði peningana, hann hefur borið tjón. Hann gerði mistök með því að lána á of lágum vöxtum.“ Nokkurra milljóna niðurfelling í raun Gylfi segir að líta megi á þessar aðstæður sem ígildi skuldalækkunar. Þó að krónutalan lækki ekki með beinum hætti lækki skuldahlutfallið að raunvirði. Til hliðsjónar hafi laun einnig hækkað um tíu prósent á síðustu tólf mánuðum. Lánastofnanir sem veittu lántakendum lán á föstum vöxtum fyrir þremur árum hafi því í raun tapað á láninu. „Verðbólga felur í sér tilfærslu. Það er að segja óvænt verðbólga felur í sér tilfærslu frá þeim sem eiga peninga til hinna sem skulda. Svo áður en við höldum áfram þá verðum við að segja: Já, ef þú skuldaðir einhverja milljónatugi, 20-30 milljónir fyrir þremur árum, þá hefurðu fengið nokkurra milljóna niðurfellingu í raun. Síðan það sem gerist að þegar þetta lán rennur út og þú þarft að endurfjármagna að þá eru vextirnir orðnir hærri,“ segir Gylfi. Lánastofnanir hafa keppst við að hækka útlánsvexti síðustu mánuði í kjölfar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, sem nú eru upp á 9,25 prósent. Gylfi tekur dæmi um lífeyrissjóð sem hann er sjálfur í viðskiptum við. Sjóðurinn hafi lánað á 4,5 prósent föstum vöxtum árið 2021. Nú sé hægt að taka sama lán, nema á 9,4 prósent vöxtum til þriggja ára. Vextirnir hafi sem sagt hækkað um fimm prósent. Einungis vextir umfram verðbólgu „Þá er lífeyrissjóðurinn minn að segja: Núna búumst við við meiri verðbólgu. Við látum ekki plata okkur aftur og þú þarft að borga 9,4 prósent vexti. Í ár er verðbólgan 7,7 prósent, Seðlabankinn býst held ég við 4,6 prósent á næsta ári. Svo lífeyrissjóðirnir eru að segja: Þú þarft að borga fyrir skuldalækkunina, við ætlum ekki að gefa þér skuldalækkunina. Þú þarft að borga fyrir hana sjálfur og svo plús einhverja raunvexti ofan á það handa okkur. Það er eins og þetta virkar. En þá myndi ég segja að þessir 9,4 prósent vextir, sem ég er að borga, eru að hluta það að ég er að greiða niður eigin lán.“ Þannig sé hann að borga fyrir verðbólguna sjálfa, en það séu einungis vextirnir sem eru umfram verðbólgu sem lífeyrissjóðurinn fái í raun og veru í raunvexti. Þeir sem veiti lánin vilji ekki lengur greiða þau niður á eigin kostnað, sem ígildi skuldalækkunar. „Hefur maður efni á því að borga?“ Gylfi segir að nokkrir kostir komi til greina fyrir lántakendur. Hægt sé að halda áfram að vera með óverðtryggð lán sem þýði að skuldarar borgi þá miklu hærri nafnvexti í hverjum mánuði; fimm prósent hærri vexti en fyrir þremur árum sem dæmi. Greiðslubyrðin verði meiri en höfuðstóll lánsins lækki að raunvirði. Hitt sé að taka verðtryggt lán, þannig að verðbólgan leggist við höfuðstólinn, sem skilar sér í minni greiðslubyrði. Þá lækki höfuðstóllinn hins vegar ekki að raunvirði í verðbólgunni, enda hækki það með. „Þá er spurningin: Hefur maður efni á því að borga skuldalækkunina með því að borga þennan verðbólguþátt í nafnvöxtunum, með því að borga 9,4 prósent nafnvexti? Ef maður hefur ekki efni á því, maður hefur ekki borð fyrir báru í hverjum mánuði til að borga svona háa vexti, þá fer fólk væntanlega í bankann og lengir í lánunum eða fer í verðtryggt eða hvað sem það gerir.“ „Svo þetta þrennt. Annars vegar, það varð eins konar skuldalækkun á kostnað lánadrottna, þeir vilja ekki gera það lengur og maður getur annaðhvort þá greitt niður skuldina sjálfur með því að borga svona háa vexti eða ekki. En almennt séð er þetta mjög óæskilegt ástand, að það séu svona miklar sveiflur á öllum þessum nafnstærðum; krónuvöxtunum, húsnæðisverði. Þetta er ekki gott og veldur fólki sjálfsagt miklum áhyggjum. Og maður vill að fólk búi í samfélagi þar sem það er einhver stöðugleiki og fyrirsjáanleiki,“ segir Gylfi. Enginn búist við verðbólgunni Hann segir að ríkisstjórnin verði væntanlega að grípa inn í, standi vilji til að koma til móts við lántakendur þegar greiðslubyrði hækkar skyndilega, enda hafi Seðlabankinn aðeins yfir tilteknum tækjum og tólum að dreifa. „Þessi mikla verðbólga er eitthvað sem enginn bjóst við. 2015 þegar leiðréttingin var gerð þá var hægt að leiðrétta hana á einhvern hátt með því að segja að fjármálaáfallið 2008 hafi ekki verið fyrirséð þegar menn gerðu lánasamninga fyrir. Pólitíkin gæti sagt: Þetta var ófyrirséð verðbólga og við viljum hjálpa fólki einhvern veginn yfir þennan þröskuld. Einfaldlega vegna þess að það verður tjón fyrir samfélagið þegar fólk lendir í fjárhagserfiðleikum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sprengisandur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Seðlabankinn segir stöðu lántakenda „á heildina litið“ vera góða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum samhliða erfiðari fjármálaskilyrðum, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og með skuldabréfaútgáfum bankanna að undanförnu hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þeirra í erlendri mynt. Þá virðist staða lántakenda á „heildina litið“ vera góð. 20. september 2023 09:00 Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. 17. september 2023 13:09 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Greiðslubyrði lántaka á húsnæðismarkaði hefur þyngst mikið síðustu mánuði. Verðbólga hefur aukist ört á síðustu þremur árum og mældist hún mest 10,2 prósent í febrúar á þessu ári. Verðbólgudraugurinn virðist ætla að draga sig í hlé, þrátt fyrir örlitla verðbólguaukningu í ágúst, en verðbólga mælist nú 7,7 prósent. Lántakar hafa hins vegar verið uggandi vegna ört hækkandi vaxta, til að mynda á húsnæðislánum. Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi verðbólguna á Sprengisandi í dag. „[Verðbólgan] var óvænt þannig að ef að einhver tók lán fyrir þremur árum þá var ekki búist við svona mikilli verðbólgu. Og óvænt verðbólga kemur skuldurum vel. Til dæmis ef einhver tók sem lífeyrissjóðslán um haustið 2021 á 4,5 prósent föstum vöxtum til þriggja ára. Síðan hefur verðlag frá 2021 hækkað um meira en tuttugu prósent. Það þýðir að höfuðstóll lánsins að raunvirði - kaupmætti - hefur lækkað um tuttugu prósent en þú ert búinn að borga 4,5 prósent af á ári. Raunvextirnir hafa verið neikvæðir sem þýðir að sá sem lánaði peningana, hann hefur borið tjón. Hann gerði mistök með því að lána á of lágum vöxtum.“ Nokkurra milljóna niðurfelling í raun Gylfi segir að líta megi á þessar aðstæður sem ígildi skuldalækkunar. Þó að krónutalan lækki ekki með beinum hætti lækki skuldahlutfallið að raunvirði. Til hliðsjónar hafi laun einnig hækkað um tíu prósent á síðustu tólf mánuðum. Lánastofnanir sem veittu lántakendum lán á föstum vöxtum fyrir þremur árum hafi því í raun tapað á láninu. „Verðbólga felur í sér tilfærslu. Það er að segja óvænt verðbólga felur í sér tilfærslu frá þeim sem eiga peninga til hinna sem skulda. Svo áður en við höldum áfram þá verðum við að segja: Já, ef þú skuldaðir einhverja milljónatugi, 20-30 milljónir fyrir þremur árum, þá hefurðu fengið nokkurra milljóna niðurfellingu í raun. Síðan það sem gerist að þegar þetta lán rennur út og þú þarft að endurfjármagna að þá eru vextirnir orðnir hærri,“ segir Gylfi. Lánastofnanir hafa keppst við að hækka útlánsvexti síðustu mánuði í kjölfar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, sem nú eru upp á 9,25 prósent. Gylfi tekur dæmi um lífeyrissjóð sem hann er sjálfur í viðskiptum við. Sjóðurinn hafi lánað á 4,5 prósent föstum vöxtum árið 2021. Nú sé hægt að taka sama lán, nema á 9,4 prósent vöxtum til þriggja ára. Vextirnir hafi sem sagt hækkað um fimm prósent. Einungis vextir umfram verðbólgu „Þá er lífeyrissjóðurinn minn að segja: Núna búumst við við meiri verðbólgu. Við látum ekki plata okkur aftur og þú þarft að borga 9,4 prósent vexti. Í ár er verðbólgan 7,7 prósent, Seðlabankinn býst held ég við 4,6 prósent á næsta ári. Svo lífeyrissjóðirnir eru að segja: Þú þarft að borga fyrir skuldalækkunina, við ætlum ekki að gefa þér skuldalækkunina. Þú þarft að borga fyrir hana sjálfur og svo plús einhverja raunvexti ofan á það handa okkur. Það er eins og þetta virkar. En þá myndi ég segja að þessir 9,4 prósent vextir, sem ég er að borga, eru að hluta það að ég er að greiða niður eigin lán.“ Þannig sé hann að borga fyrir verðbólguna sjálfa, en það séu einungis vextirnir sem eru umfram verðbólgu sem lífeyrissjóðurinn fái í raun og veru í raunvexti. Þeir sem veiti lánin vilji ekki lengur greiða þau niður á eigin kostnað, sem ígildi skuldalækkunar. „Hefur maður efni á því að borga?“ Gylfi segir að nokkrir kostir komi til greina fyrir lántakendur. Hægt sé að halda áfram að vera með óverðtryggð lán sem þýði að skuldarar borgi þá miklu hærri nafnvexti í hverjum mánuði; fimm prósent hærri vexti en fyrir þremur árum sem dæmi. Greiðslubyrðin verði meiri en höfuðstóll lánsins lækki að raunvirði. Hitt sé að taka verðtryggt lán, þannig að verðbólgan leggist við höfuðstólinn, sem skilar sér í minni greiðslubyrði. Þá lækki höfuðstóllinn hins vegar ekki að raunvirði í verðbólgunni, enda hækki það með. „Þá er spurningin: Hefur maður efni á því að borga skuldalækkunina með því að borga þennan verðbólguþátt í nafnvöxtunum, með því að borga 9,4 prósent nafnvexti? Ef maður hefur ekki efni á því, maður hefur ekki borð fyrir báru í hverjum mánuði til að borga svona háa vexti, þá fer fólk væntanlega í bankann og lengir í lánunum eða fer í verðtryggt eða hvað sem það gerir.“ „Svo þetta þrennt. Annars vegar, það varð eins konar skuldalækkun á kostnað lánadrottna, þeir vilja ekki gera það lengur og maður getur annaðhvort þá greitt niður skuldina sjálfur með því að borga svona háa vexti eða ekki. En almennt séð er þetta mjög óæskilegt ástand, að það séu svona miklar sveiflur á öllum þessum nafnstærðum; krónuvöxtunum, húsnæðisverði. Þetta er ekki gott og veldur fólki sjálfsagt miklum áhyggjum. Og maður vill að fólk búi í samfélagi þar sem það er einhver stöðugleiki og fyrirsjáanleiki,“ segir Gylfi. Enginn búist við verðbólgunni Hann segir að ríkisstjórnin verði væntanlega að grípa inn í, standi vilji til að koma til móts við lántakendur þegar greiðslubyrði hækkar skyndilega, enda hafi Seðlabankinn aðeins yfir tilteknum tækjum og tólum að dreifa. „Þessi mikla verðbólga er eitthvað sem enginn bjóst við. 2015 þegar leiðréttingin var gerð þá var hægt að leiðrétta hana á einhvern hátt með því að segja að fjármálaáfallið 2008 hafi ekki verið fyrirséð þegar menn gerðu lánasamninga fyrir. Pólitíkin gæti sagt: Þetta var ófyrirséð verðbólga og við viljum hjálpa fólki einhvern veginn yfir þennan þröskuld. Einfaldlega vegna þess að það verður tjón fyrir samfélagið þegar fólk lendir í fjárhagserfiðleikum.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sprengisandur Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Seðlabankinn segir stöðu lántakenda „á heildina litið“ vera góða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum samhliða erfiðari fjármálaskilyrðum, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og með skuldabréfaútgáfum bankanna að undanförnu hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þeirra í erlendri mynt. Þá virðist staða lántakenda á „heildina litið“ vera góð. 20. september 2023 09:00 Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. 17. september 2023 13:09 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05
Seðlabankinn segir stöðu lántakenda „á heildina litið“ vera góða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum samhliða erfiðari fjármálaskilyrðum, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og með skuldabréfaútgáfum bankanna að undanförnu hefur dregið úr endurfjármögnunaráhættu þeirra í erlendri mynt. Þá virðist staða lántakenda á „heildina litið“ vera góð. 20. september 2023 09:00
Kristrún segir almenning þurfa aðgerðir núna Fjármálaráðherra og formaður Samfylkingarinnar ræddu efnahagsmálin og ólíkar aðferðir til að takast á við hærri verðbólgu og hátt vaxtastig. 17. september 2023 13:09