Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. september 2023 16:28 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur heimsótt skóla og talað um mikilvægi þess að verja landið. Getty/Contributor Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00