Lífið

Draumahús Tómasar og Idu varð enn fallegra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómas og Ida hafa komið sér einstaklega vel fyrir á Suðurlandinu.
Tómas og Ida hafa komið sér einstaklega vel fyrir á Suðurlandinu.

Viðskiptamaðurinn Tómas Þóroddsson hefur endurgert fallegt einbýlishús í Skógsnesi á Suðurlandinu. Húsið var til umfjöllunar í síðasta þætti af Bætt um betur á Stöð 2.

Húsið var upphaflega byggt árið 1965 og hefur Tómas tekið það alveg í nefið að utan. En hjónin Tómas og Ida Sofia Grundberg þurftu aðstoð við innanhúshönnun.

Í þáttunum aðstoða innanhússarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna Stína fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.

Útkoman hjá Hönnu Stínu og Ragnari að þessu sinni algjörlega lygileg en þau hjónin fengu aðstoð við svefnherbergisálmuna og fleira. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+.

Klippa: Draumahús Tómasar og Idu varð enn fallegra





Fleiri fréttir

Sjá meira


×