Svandís matvælaráðherra hefur eignast nöfnu í Keldudal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2023 20:17 Svandís og Sunna í Keldudal en kýrin Svandís er mjög spök og verður vonandi dugleg að framleiða íslenska mjólk í mjaltaþjóni fjóssins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra hefur eignast nöfnu en það er kýr á bænum Keldudal í Hegranesi í Skagafirði. Kýrin, sem er rétt rúmlega eins árs þykir efnileg og á vonandi eftir að mjólka mikið í framtíðinni. Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Í Keldudal er nýtt og glæsilegt fjós hjá bændunum á bænum, þeim Guðrúnu Lárusdóttur og Þórarni Leifssyni með einum mjaltaþjóni. Fjósið var 14 mánuði í byggingu. „Þetta er svona þægilegra en vinnutíminn hefur ekki styst en þetta er svona miklu sveigjanlegra og hreinlegra, léttari vinna. Við erum með um 70 kýr og hálfa milljón lítra í framleiðslu,“ segir Guðrún Lárusdóttir kúabóndi í Keldudal. Guðrún og Þórarinn eru alsæl með nýja fjósið sitt í Keludal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allar kýrnar í fjósinu hafa nöfn og kvígurnar líka. Sunna Þórarinsdóttir, heimasætan á bænum sér um að gefa nöfnin. „Já, ég fæ að ráða svona flestum nöfnunum en það er misvel tekið í þau en það er búið að vera vel tekið í þau undanfarið. Það hefur aðeins verið Guðrúnar frá Lundi þema þannig að við eigum Þóru, Lilju og Borghildi og Sigurlínu. Síðan erum við alltaf með hefðbundnar Huppur og Skjöldur en mér finnst skemmtilegra að þær heiti svona fjölbreytt,“ segir Sunna. Og ein kvíga fékk nafn Svandísar matvælaráðherra og heitir í höfuðið á henni. „Heyrðu, jú, jú, það er ein Svandís Svavars hjá okkur. Hún er orðin ársgömul kvíga núna. Við höfum stundum látið heita eftir landbúnaðarráðherrunum ef okkur líst vel á þá,“ segir Sunna hlægjandi og bætir við. „Svandís er ansi spök því hún á það til að elta mann aðeins um. Hún hagar sér alltaf vel samt.“ En eru einhverjir ráðherrataktar í henni? „Ég veit það ekki alveg, það á eftir að koma í ljós. Ég býst við að við sjáum það þegar hún fer að læra á róbótinn þegar hún verður eldri,“ segir Sunna og hlær. Svandís ráðherra heimsótti nýlega nýja fjósið í Keldudal en hún er hér með Sunnu og Þórarni. Hún hitti að sjálfsögðu nöfnu sína líka.Aðsend En hún er mjög falleg? „Já, hún er mjög falleg, líka stór eftir aldri og svona.“ Nýja fjósið í Keldudal er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira