Innlent

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði stýrihópinn haustið 2022.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði stýrihópinn haustið 2022. Vísir/Arnar

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilara að neðan.

Á vef stjórnarráðsins segir að tillögur hópsins feli í sér:

  • fjórar forgangsaðgerðir vegna aðlögunar til að vinna að samhliða áætlanagerð
  • tillögu að gerð fyrstu Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum til fimmtán ára (2025-2039) og fyrstu aðgerðaáætlunar hennar fyrir árin 2025-2029.
  • lista mögulegra aðgerða og mögulega skiptingu aðlögunaraðgerða í flokka út frá fyrirliggjandi stefnugögnum og samráðsferli 2022-2023.

Stýrihópinn skipuðu:

  • Jens Garðar Helgason, formaður
  • Anna Hulda Ólafsdóttir, Veðurstofu Íslands
  • Hrönn Hrafnsdóttir, Reykjavíkurborg (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga)
  • Hugrún Elvarsdóttir, Samtök atvinnulífsins
  • Finnur Ricart Andrason, Ungir umhverfissinnar

Fram kemur að hópurinn hafi einnig verið ráðgefandi fyrir samráðsferli vegna undirbúnings Landsáætlunar, sem hafi falið í sér þrettán vinnustofur með hagaðilum 2022-2023, og var framkvæmt af ráðgjafafyrirtækinu Alta í samstarfi við ráðuneytið.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×