Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 20:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur er formaður velferðarnefndar Alþingis. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við þeim upplýsingum sem fram komu í þætti Kompáss í gær. Vísir/Vilhelm Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01