Eignaðist barn 14 ára: „Ég hafði misst röddina og hugrekkið til að tjá mig“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 08:00 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að verða móðir, verandi barn sjálf. Þrátt fyrir það sé sú reynsla það besta og stærsta í hennar lífi. Aðsend Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hún hélt óléttunni leyndri í tæpa sjö mánuði og segist ekki hafa haft neinn þroska til að ráða við aðstæðurnar. Í dag sé hún þakklát fyrir að hún og sonur hennar hafi komist í gegnum þetta lifandi. Jódís deildi reynslu sinni af því að vera ung móðir á samfélagsmiðlinum Tiktok á dögunum. Tilefnið var afmæli frumburðar hennar, sem hún eignaðist þegar hún var sjálf fjórtán ára. Þegar hún komst að því að hún væri ólétt, segist Jódís ekki hafa þorað að segja neinum frá því. Hún hafi verið búin að herða sig upp í að biðja eldri systur sína um að vera með sér þegar hún segði foreldrum sínum fréttirnar. Þá gerðist svolítið fáránlegt sem ég skil ekki enn þá hvernig gat gerst. „Ég var í 9. bekk og hún var 17 ára á fyrsta ári í menntaskóla. Við erum að labba samferða í skólann og þá segir hún: „Ég er ólétt. Og þú verður að vera með mér þegar ég segi mömmu og pabba frá.“ Jódís segist við þessar fréttir hafa misst kjarkinn til að segja sjálf frá sínu ástandi. Hún var með systur sinni þegar hún tilkynnti foreldrunum fréttirnar og allt fór í gang. „Foreldrar okkar voru yndisleg, allir fóru bara að prjóna og sauma. Ég, 14 ára, og ólétt, lokaðist bara inni í þessu ástandi.“ Til að gera langa sögu stutta segir Jódís að í tæpa sjö mánuði hafi enginn vitað að hún væri einnig ólétt. Send til Akureyrar í þungarrof Á þessum tíma var Jódís nýrnaveik og var í reglulegu eftirliti hjá lækni. Í einni læknisheimsókninni horfði læknirinn skringilega á hana og spurði svo hvort það gæti verið að hún væri ólétt. Og ég sagði bara „uuu, nei, veistu hvað ég er gömul?" Læknirinn spurði þá hvort henni væri sama um að hann tæki óléttupróf og hún sagðist ekki hafa verið á móti því. Þá hafi auðvitað allt komið í ljós. Jódís segist muna óskýrt eftir næstu dögum á eftir. „Foreldrar mínir fengu að vita þetta, og af því að ég var ótrúlega hrædd og búin að þegja svo lengi, í svo mikilli afneitun um stöðu mína þá gat ég ekki tjáð mig. Þegar ég var spurð hvað ég væri komin langt eða hver væri pabbinn, þá sagði ég bara, „ég veit það ekki.“ Jódís segir engar myndir til af sér frá því að hún var ólétt af fyrsta barni sínu, þá 14 ára gömul. Á myndinni er hún 15 ára og drengurinn ársgamall.Aðsend Á þessum tíma bjó fjölskyldan á Austurlandi. Jódís var send til Akureyrar til að fara í þungunarrof. „Eftir sónarskoðun horfði læknirinn á mig og sagði „það er enginn að fara í neina fóstureyðingu hér. Þetta barn er bara að verða tilbúið til að fæðast.“ Þá tók við næsti fasi í þessu ástandi.“ „Pissaði“ í rúmið Jódís segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir foreldra sína. Þau hafi þarna verið með kornunga, eldri dóttur sína heima, en litla barnið þeirra var líka orðin ólétt og komin lengra á leið. „En þau voru bara ótrúlega dugleg og skilningsrík. Það bara fór einhvern veginn allt af stað til að hugsa vel um mig og undirbúa komu barnsins, sem var auðvitað mjög stutt í.“ Jódís lýsir því að hún hafi svo að morgni 20. september, verið stödd ásamt foreldrum sínum úti í kartöflugarði að taka upp kartöflur. „Ég hafði vaknað um nóttina og fengið smá taugaáfall því ég hafði pissað í rúmið. Ég var bara eitthvað „shit, þetta er ógeðslega vandræðalegt.“ Á meðan hún var að taka upp kartöflurnar hélt „pissið“ svo áfram að leka. Ég var að fríka út, þetta var svo glatað. Um hádegi fór fjölskyldan inn að borða og Jódís sagði foreldrum sínum frá því sem var í gangi. „Ég sagði svo asnalega frá þessu að enginn skildi hvað var að gerast. Mamma hringdi í lækninn sem sagði að ég þyrfti að leggjast snarlega niður , ég væri búin að missa legvatnið og barnið væri að fara fæðast. Allir í einhverju taugaáfalli og ég vissi ekki neitt, ég var ekki með neina verki.“ Vegna aðstæðna Jódísar, þeirrar staðreyndar að hún væri barn og nýrnaveik, auk þess sem þetta var talsvert fyrir áætlað fæðingardag var hún flutt með sjúkraflugi til Akureyrar. „Ég lá þar og var að leka og ekkert annað að mér. Ég fann hvergi til og skildi ekki af hverju ég þyrfti að liggja á spítala. Rúmum sólarhring seinna, að kvöldi 21. september þá bara fer ég að hátta. Var búin að vera í mónitór og það var allt í góðu.“ Hún segist svo hafa vaknað um miðnætti og liðið mjög illa. Verið flökurt og illt í maganum. Hún staulaðist fram á gang, fann hjúkrunarkonu en gat ekki sagt neitt. Ég hafði misst röddina og hugrekkið til að tjá mig algjörlega. „Ég fór bara að gráta og bað hana að hringja í mömmu. Hjúkrunarkonan skildi alveg hvað var að gerast og hringdi í mömmu og bað hana að koma. Ég var semsagt komin af stað í fæðingu.“ „Bíddu er barnið á hvolfi? Ókei geggjað“ Jódís segir hríðarnar hafa verið orðnar ansi hressilegar og hún var færð inn á fæðingarstofu. Hún, sem hafði ekki verið í mæðravernd, hafi ekki vitað neitt um meðgöngu né fæðingar. Hún hafi séð plagat á veggnum sem sýndi þroskaferli fósturs að fullvaxta barni. „Ég man að ég horfði á þetta og hugsaði „bíddu er barnið á hvolfi? Ókei geggjað.““ Fæðingin gekk vel og barnið kom í heiminn stuttu eftir að Jódís fékk mænurótardeyfingu. Í eina sónarnum sem hún fór í hafði henni verið tilkynnt að stúlka var á leiðinni, en þarna fæddist heilbrigður drengur. Hún segist sjá það núna að hún hafi á þessum tíma ekki haft þroska til að ráða við þessar aðstæður. 15 árum síðar varð hún ólétt aftur og sagði ljósmóðurinni þá frá þessari reynslu sinni. „Ég sagði henni að þetta hefði verið rosalega hræðilegt og gengið rosalega illa. Það sem hún gerði var að panta skýrsluna frá sjúkrahúsinu á Akureyri og leyfði mér að lesa hana. Og það var rosalega heilandi.“ Jódís segir skipta öllu máli að bakland ungra mæðra og heilbrigðiskerfið standi þétt við bakið á þeim.Aðsend Í skýrslunni var farið yfir allt ferlið frá því að hún kom inn á spítalann, 14 ára gömul, og þar til hún fór heim með litla drenginn sinn. „Hvað ég var dugleg, hvað brjóstagjöfin gekk vel og hvað ég var natin við barnið. Að lesa þetta heilaði ofboðslega mikið gömul sár.“ Þrátt fyrir að þessi reynsla hafi verið það besta og stærsta í hennar lífi, og hún og elsti drengurinn hennar hafi átt stórkostlegt líf saman, sem oft hafi verið skrítið og allskonar, segir Jódís það hafa verið mikið áfall að verða móðir svona ung. Hún beri sterkar taugar til ungra mæðra. „Og þegar ég segi ungra, þá er ég ekki að tala bara um 14 ára, heldur alveg upp í 25. Bara þessi reynsla að gera þetta í fyrsta skipti, vita ekki neitt, vita ekki á hverju þú átt von, líða alltaf eins og þú sért að gera eitthvað vitlaust. Óöruggið og óttinn sem fylgir því að vera svona ung móðir, og kannski bara því að verða móðir í fyrsta sinn.“ Stolt af þeim að hafa komist í gegnum þetta lifandi Í samtali við fréttastofu segir Jódís að barn systur sinnar hafi fæðst mánuði eftir að hún eignaðist drenginn. Frændsystkynin hafi alla tíð verið mjög náin og í raun eins og tvíburar. Hún segir sig og systur sína hafa fundið mikinn stuðning hjá hvor annarri. Jódís og sonur hennar eru mjög náin og góðir vinir. Aðsend Jódís að það sé aldrei ákjósanlegt að stúlkur verði þungaðar svona ungar. „En þegar það gerist skiptir öllu máli að baklandið og heilbrigðiskerfið standi þétt við bakið á þeim. En líka að þær fái að ráða ferðinni. Að þær þurfi ekki að upplifa fullkomið valdaleysi yfir líkama sínum og hafi ákvörðunarvald í ferlinu, bæði gagnvart sjálfum sér og barninu.“ Eins og fyrr segir var tilefni þess að Jódís ákvað að deila þessari frásögn afmæli elsta sonar hennar sem varð 31 árs á dögunum. „Hann er bara fullorðinn kall, risastór með skegg og á konu og lifir sínu lífi. Ég er ótrúlega stolt af honum. Það hefur örugglega ekki alltaf verið auðvelt að vera barn barnungrar móður sem var eitthvað að reyna finna út úr öllu sínu lífi. Ég er bara ótrúlega stolt af honum og mér og okkur fyrir að hafa komist í gegnum þetta lifandi,“ segir Jódís Skúladóttir. Börn og uppeldi Ástin og lífið Vinstri græn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Jódís deildi reynslu sinni af því að vera ung móðir á samfélagsmiðlinum Tiktok á dögunum. Tilefnið var afmæli frumburðar hennar, sem hún eignaðist þegar hún var sjálf fjórtán ára. Þegar hún komst að því að hún væri ólétt, segist Jódís ekki hafa þorað að segja neinum frá því. Hún hafi verið búin að herða sig upp í að biðja eldri systur sína um að vera með sér þegar hún segði foreldrum sínum fréttirnar. Þá gerðist svolítið fáránlegt sem ég skil ekki enn þá hvernig gat gerst. „Ég var í 9. bekk og hún var 17 ára á fyrsta ári í menntaskóla. Við erum að labba samferða í skólann og þá segir hún: „Ég er ólétt. Og þú verður að vera með mér þegar ég segi mömmu og pabba frá.“ Jódís segist við þessar fréttir hafa misst kjarkinn til að segja sjálf frá sínu ástandi. Hún var með systur sinni þegar hún tilkynnti foreldrunum fréttirnar og allt fór í gang. „Foreldrar okkar voru yndisleg, allir fóru bara að prjóna og sauma. Ég, 14 ára, og ólétt, lokaðist bara inni í þessu ástandi.“ Til að gera langa sögu stutta segir Jódís að í tæpa sjö mánuði hafi enginn vitað að hún væri einnig ólétt. Send til Akureyrar í þungarrof Á þessum tíma var Jódís nýrnaveik og var í reglulegu eftirliti hjá lækni. Í einni læknisheimsókninni horfði læknirinn skringilega á hana og spurði svo hvort það gæti verið að hún væri ólétt. Og ég sagði bara „uuu, nei, veistu hvað ég er gömul?" Læknirinn spurði þá hvort henni væri sama um að hann tæki óléttupróf og hún sagðist ekki hafa verið á móti því. Þá hafi auðvitað allt komið í ljós. Jódís segist muna óskýrt eftir næstu dögum á eftir. „Foreldrar mínir fengu að vita þetta, og af því að ég var ótrúlega hrædd og búin að þegja svo lengi, í svo mikilli afneitun um stöðu mína þá gat ég ekki tjáð mig. Þegar ég var spurð hvað ég væri komin langt eða hver væri pabbinn, þá sagði ég bara, „ég veit það ekki.“ Jódís segir engar myndir til af sér frá því að hún var ólétt af fyrsta barni sínu, þá 14 ára gömul. Á myndinni er hún 15 ára og drengurinn ársgamall.Aðsend Á þessum tíma bjó fjölskyldan á Austurlandi. Jódís var send til Akureyrar til að fara í þungunarrof. „Eftir sónarskoðun horfði læknirinn á mig og sagði „það er enginn að fara í neina fóstureyðingu hér. Þetta barn er bara að verða tilbúið til að fæðast.“ Þá tók við næsti fasi í þessu ástandi.“ „Pissaði“ í rúmið Jódís segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir foreldra sína. Þau hafi þarna verið með kornunga, eldri dóttur sína heima, en litla barnið þeirra var líka orðin ólétt og komin lengra á leið. „En þau voru bara ótrúlega dugleg og skilningsrík. Það bara fór einhvern veginn allt af stað til að hugsa vel um mig og undirbúa komu barnsins, sem var auðvitað mjög stutt í.“ Jódís lýsir því að hún hafi svo að morgni 20. september, verið stödd ásamt foreldrum sínum úti í kartöflugarði að taka upp kartöflur. „Ég hafði vaknað um nóttina og fengið smá taugaáfall því ég hafði pissað í rúmið. Ég var bara eitthvað „shit, þetta er ógeðslega vandræðalegt.“ Á meðan hún var að taka upp kartöflurnar hélt „pissið“ svo áfram að leka. Ég var að fríka út, þetta var svo glatað. Um hádegi fór fjölskyldan inn að borða og Jódís sagði foreldrum sínum frá því sem var í gangi. „Ég sagði svo asnalega frá þessu að enginn skildi hvað var að gerast. Mamma hringdi í lækninn sem sagði að ég þyrfti að leggjast snarlega niður , ég væri búin að missa legvatnið og barnið væri að fara fæðast. Allir í einhverju taugaáfalli og ég vissi ekki neitt, ég var ekki með neina verki.“ Vegna aðstæðna Jódísar, þeirrar staðreyndar að hún væri barn og nýrnaveik, auk þess sem þetta var talsvert fyrir áætlað fæðingardag var hún flutt með sjúkraflugi til Akureyrar. „Ég lá þar og var að leka og ekkert annað að mér. Ég fann hvergi til og skildi ekki af hverju ég þyrfti að liggja á spítala. Rúmum sólarhring seinna, að kvöldi 21. september þá bara fer ég að hátta. Var búin að vera í mónitór og það var allt í góðu.“ Hún segist svo hafa vaknað um miðnætti og liðið mjög illa. Verið flökurt og illt í maganum. Hún staulaðist fram á gang, fann hjúkrunarkonu en gat ekki sagt neitt. Ég hafði misst röddina og hugrekkið til að tjá mig algjörlega. „Ég fór bara að gráta og bað hana að hringja í mömmu. Hjúkrunarkonan skildi alveg hvað var að gerast og hringdi í mömmu og bað hana að koma. Ég var semsagt komin af stað í fæðingu.“ „Bíddu er barnið á hvolfi? Ókei geggjað“ Jódís segir hríðarnar hafa verið orðnar ansi hressilegar og hún var færð inn á fæðingarstofu. Hún, sem hafði ekki verið í mæðravernd, hafi ekki vitað neitt um meðgöngu né fæðingar. Hún hafi séð plagat á veggnum sem sýndi þroskaferli fósturs að fullvaxta barni. „Ég man að ég horfði á þetta og hugsaði „bíddu er barnið á hvolfi? Ókei geggjað.““ Fæðingin gekk vel og barnið kom í heiminn stuttu eftir að Jódís fékk mænurótardeyfingu. Í eina sónarnum sem hún fór í hafði henni verið tilkynnt að stúlka var á leiðinni, en þarna fæddist heilbrigður drengur. Hún segist sjá það núna að hún hafi á þessum tíma ekki haft þroska til að ráða við þessar aðstæður. 15 árum síðar varð hún ólétt aftur og sagði ljósmóðurinni þá frá þessari reynslu sinni. „Ég sagði henni að þetta hefði verið rosalega hræðilegt og gengið rosalega illa. Það sem hún gerði var að panta skýrsluna frá sjúkrahúsinu á Akureyri og leyfði mér að lesa hana. Og það var rosalega heilandi.“ Jódís segir skipta öllu máli að bakland ungra mæðra og heilbrigðiskerfið standi þétt við bakið á þeim.Aðsend Í skýrslunni var farið yfir allt ferlið frá því að hún kom inn á spítalann, 14 ára gömul, og þar til hún fór heim með litla drenginn sinn. „Hvað ég var dugleg, hvað brjóstagjöfin gekk vel og hvað ég var natin við barnið. Að lesa þetta heilaði ofboðslega mikið gömul sár.“ Þrátt fyrir að þessi reynsla hafi verið það besta og stærsta í hennar lífi, og hún og elsti drengurinn hennar hafi átt stórkostlegt líf saman, sem oft hafi verið skrítið og allskonar, segir Jódís það hafa verið mikið áfall að verða móðir svona ung. Hún beri sterkar taugar til ungra mæðra. „Og þegar ég segi ungra, þá er ég ekki að tala bara um 14 ára, heldur alveg upp í 25. Bara þessi reynsla að gera þetta í fyrsta skipti, vita ekki neitt, vita ekki á hverju þú átt von, líða alltaf eins og þú sért að gera eitthvað vitlaust. Óöruggið og óttinn sem fylgir því að vera svona ung móðir, og kannski bara því að verða móðir í fyrsta sinn.“ Stolt af þeim að hafa komist í gegnum þetta lifandi Í samtali við fréttastofu segir Jódís að barn systur sinnar hafi fæðst mánuði eftir að hún eignaðist drenginn. Frændsystkynin hafi alla tíð verið mjög náin og í raun eins og tvíburar. Hún segir sig og systur sína hafa fundið mikinn stuðning hjá hvor annarri. Jódís og sonur hennar eru mjög náin og góðir vinir. Aðsend Jódís að það sé aldrei ákjósanlegt að stúlkur verði þungaðar svona ungar. „En þegar það gerist skiptir öllu máli að baklandið og heilbrigðiskerfið standi þétt við bakið á þeim. En líka að þær fái að ráða ferðinni. Að þær þurfi ekki að upplifa fullkomið valdaleysi yfir líkama sínum og hafi ákvörðunarvald í ferlinu, bæði gagnvart sjálfum sér og barninu.“ Eins og fyrr segir var tilefni þess að Jódís ákvað að deila þessari frásögn afmæli elsta sonar hennar sem varð 31 árs á dögunum. „Hann er bara fullorðinn kall, risastór með skegg og á konu og lifir sínu lífi. Ég er ótrúlega stolt af honum. Það hefur örugglega ekki alltaf verið auðvelt að vera barn barnungrar móður sem var eitthvað að reyna finna út úr öllu sínu lífi. Ég er bara ótrúlega stolt af honum og mér og okkur fyrir að hafa komist í gegnum þetta lifandi,“ segir Jódís Skúladóttir.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Vinstri græn Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira