Lífið

Missti tvö og hálft kíló á átta vikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjálmar Örn var sáttur með þátttökuna.
Hjálmar Örn var sáttur með þátttökuna.

Fræðslu- og skemmtiþættirnir Gerum betur með Gurrý hófu göngu sína á Stöð 2 fyrir átta vikum. Síðasti þátturinn í þáttaröðinni var á mánudagskvöldið og þá var farið yfir hvaða árangri fólk náði í ferlinu.

Í gegnum þáttaröðina er fylgt eftir sjö einstaklingum sem taka þátt í heilsuáskorun og fá áhorfendur að hvaða hindrunum þeir lenda í við að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.

Í hverjum þætti svara sérfræðingar spurningum og fræða um efnið á mannamáli. Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, er umsjónarmaður þáttanna.

Einn af þeim sem hafa tekið þátt í verkefninu er Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur.

„Það sem mér finnst eiginlega merkilegast er að miðað við hvað ég æfði lítið þá náði ég að missa tvö og hálft kíló bara með því að breyta mataræðinu,“ segir Hjálmar en allir sem tóku þátt náðu að þeirra sögn góðum árangri og leið betur bæði líkamlega og ekki síður andlega.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en hægt er að sjá alla þáttaröðina inni á Stöð 2+.

Klippa: Missti tvö og hálft kíló á átta vikum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×