Lá inni á spítala í viku með gat á vélinda: „Ég var bara hálfur út úr heiminum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 14:17 Gunnar Helgason og eiginkona hans, Björk Jakobsdóttir. Vísir/Einar Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason var hætt kominn er gat kom á vélinda hans eftir magaspeglun. Hann segist ekki hafa verið í lífshættu þrátt fyrir að atvikið hafi verið alvarlegt. Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það var í sumar sem Gunnar fór í magaspeglun þar sem hann var með óvenju mikið bakflæði. Átti hann erfitt með að borða mat og drekka vökva vegna bakflæðisins. „Í magaspegluninni gerist það að kemur gat á vélindað, sem hefur einu sinni gerst áður á Íslandi. Það var þegar tækið sem spegla með, þá var það úr járni. En núna er þetta allt úr silíkoni og á ekki að gerast. Strax eftir magaspeglunina þá bara get ég ekki kyngt og reyni samt og byrja að kasta upp og enda á bráðamóttökunni,“ sagði Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klippa: Bítið - Gunni Helga nær dauða en lífi Endaði Gunnar á bráðamóttökunni í Fossvogi og eftir að hafa dvalið þar mættu nokkrir læknar á svæðið, þar af einn sem Gunnar segir hafa augljóslega verið sérfræðing sem kallaður var út bara fyrir þetta mál. Ákváðu læknarnir að hann færi í aðgerð. „Gatið var mjög ofarlega og mér leið mjög illa, svo bara beint inn á skurðarborðið og leita gatinu og reyna að setja net yfir það eða eitthvað svoleiðis. En þeir fundu ekki gatið þannig þau töldu að hefði lokast, hefðu bara verið lítið og lokast,“ segir Gunnar. Læknarnir höfðu miklar áhyggjur af því að hann fengi sýkingu þannig hann lá inni á spítala næstu vikuna. „Ég var bara hálfur út úr heiminum sko bara á verkjalyfjum og einhverju. Ég var svo pirraður af því ég var að æfa leikrit og við höfðum svo stuttan tíma til að æfa leikritið. Þarna datt bara vika út. Svo braggaðist maður og var sendur heim og bara daginn eftir heim kominn heim, náttúrulega ekki búinn að borða í viku, fimm kílóum léttari, guði sé lof, hallelúja, mæli með þessu,“ segir Gunnar.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira