Fann mannakúk í regnhlíf í bílnum sínum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 10:47 Einhver hefur laumast inn í gamlan bíl sem stóð fyrir utan heimili Valbjörns á Eskifirði, og gert þar þarfir sínar í regnhlíf. Valbjörn Júlíus Þorláksson Íbúi á Eskifirði fann heldur ókræsilegan glaðning í bifreið sinni seinnipartinn í gær. Einhver hafði laumast inn í bílinn, kúkað í regnhlíf og haldið á brott. Regnhlífin var skilin eftir í aftursæti bifreiðarinnar. Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér. Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Valbjörn Júlíus Þorláksson framkvæmdastjóri og íbúi á Eskifirði greindi frá þessari óvenjulegu upplifun á íbúasíðu Eskfirðinga í gær. Þar óskar hann eftir vitnum af atvikinu og birtir myndir af bílnum og regnhlífinni. Í samtali við fréttastofu segir Valbjörn að konan hans hafi farið í búð um tvöleitið í gær og komið heim tveimur tímum síðar. Þá hafi hún tekið eftir því að hurð á bíl í þeirra eigu, sem er ekki í notkun, var opin. Hún spurði Valbjörn hvort hann hefði verið að brasa eitthvað í bílnum, en svo var ekki. „Svo ég fór út og kíkti hvað var í gangi,“ segir Valbjörn. „Þá var gömul barnaregnhlíf í farþegasætinu sem hafði örugglega verið aftur í. Hún var óeðlilega þung og það var ógeðsleg lykt í bílnum. Þá var bara búið að gera þarfir sínar í regnhlífina, búið að skeina sér með blautþurrkum og þetta skilið eftir í bílnum.“ Ég skil ekki neitt Aðspurður um hvernig honum hafi orðið við segist Valbjörn hreinlega vera orðlaus. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég vill ekki trúa að þetta sé af illsku, en það er ekkert eðlilegt við þetta.“ Glaðningurinn sem beið Valbjörns í bílnum hans í gær.Valbjörn Júlíus Þorláksson Hann segir líklega engin vitni hafa orðið af atvikinu en gröfumaður sem var við vinnu skammt frá sagðist ekki hafa séð neitt. „Það voru einhverjir útlendingar á röltinu, en ég tengi þetta ekki endilega við þá.“ Valbjörn segir uppákomur eins og þessa ekki hafa verið vandamál á Eskifirði, þrátt fyrir að þar sé lítið um almenningssalerni. Boðar mögulega mildan vetur Lögreglan mætti á staðinn og tók skýrslu en Valbjörn segist ekki ætla að leggja fram kæru vegna málsins. „Þá hefðu þeir þurft að taka regnhlífina. Ég horfði bara á hana og hugsaði, „ég get ekki látið þá taka þetta í bílinn. Svo hún fór bara beinustu leið í ruslið.“ Dv greindi frá málinu í gær. Í athugasemd við fréttina þar segist Valbjörn hafa séð að einhver hafi skrifað að þetta gæti þýtt að mildur vetur væri framundan. Reynist það rétt myndi þetta undarlega atvik að minnsta kosti hafa eitthvað jákvætt í för með sér.
Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09