„Taktu inn þessa töflu og fáðu flatari maga“ Boði Logason skrifar 29. september 2023 11:43 Rakel og Sirrý ræða um fæðubótarbransann í nýjasta þættinum af Spegilmyndinni Ásta Kristjánsdóttir „Konur falla auðvitað fyrir allskonar skilaboðum, eins og taktu þessa töflu og líf þitt breytist. Eða eins og ég sá fyrir skömmu, ef þú tekur þetta inn þá færðu flatan maga,“ segir Sigríður Svöludóttir í hlaðvarpsþættinum Spegilmyndinni sem er í umsjón Marínar Möndu Magnúsdóttur. „Ég skil vel að konur falli fyrir þessu en það er ekki skömm á þær, heldur miklu frekar á vörumerkinu sem er að velja þessa markaðs taktík. Þetta er bara fyrir neðan allar hellur að setja okkur í þessa stöðu og nýta okkar upplifun á eigin líkama og allar þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Ég er orðin svo þreytt á þessu fyrir hönd allra kvenna,“ segir Sigríður. Í þættinum ræðir Marín Manda við Sigríði Svöludóttur og Rakel Guðmundsdóttur eigendur Venju sem er sérhönnuð fæðubótalína fyrir konur á ólíkum lífsskeiðum. Flókið að velja úr 700 dollum Sigríður hefur starfað í bætiefna bransanum í rúmlega 10 ár og var með þá hugmynd í maganum að leysa þetta flækjustig sem fólk upplifir og hjálpa konum að gera upplýst kaup. Hugmyndin að Venju fékk að blómstra þegar hún hitti Rakel sem var þá að stýra Gló. Þær létu til skarar skríða og segjast hafa lengi verið að „deita“ og kasta á milli sín hugmyndum áður Venja varð að veruleika. „Ég fékk sjálf bara algjört ógeð á því hvað fæðubótabransinn nýtur sín í því að vera flókinn og rugla svolítið í neytendum. Þetta er bara flókið fyrir alla að standa fyrir framan vítamín hillurnar sem eru með 700 dollur og reyna að átta sig á hvað maður á að velja hverju sinni“, segir Sigríður. Rakel tekur undir og segir: „Svo er þetta svo oft tilboðsdrifið og fólk er að hrúga ofan í körfurnar allskonar bætiefnum sem þau vita ekki hvort þau þurfa á að halda eða til hvers það er og svo endar þetta bara rykfallið upp í skáp. Þetta er líka tískudrifið - þessi áhrifavaldur er að mæla með þessu og þess vegna kaupir þú þetta en það bara á ekki alveg við í þessum flokki“. Vildu gera betur Í þættinum ræða þær um að konur þurfa virkilega að nota gagnrýna hugsun á allar þessar markaðsherferðir sem dynja á okkur til að taka meðvitaða ákvörðun og spyrja sjálfar sig hvort þær þurfi á öllum þessum bætiefnum á að halda. Með Venju hafa þær einfaldað þetta fyrir konur sem þurfa mismunandi bætiefni á mismunandi lífsskeiðum. „Flest vítamín og bætiefni eru ekki endilega þróuð til að styðja við þessa breytilegu þarfir okkar og nálgun flestra vörumerkja þarna úti er að sama taflan eigi að duga konum út ævina en það sinkar ekki við að þegar maður fer að skoða hvernig okkar líkamsstarfsemi er og við erum alltaf að taka breytingum. Við vildum bara gera betur“, segir Sigríður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpssíðunni TAL hér. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Ég skil vel að konur falli fyrir þessu en það er ekki skömm á þær, heldur miklu frekar á vörumerkinu sem er að velja þessa markaðs taktík. Þetta er bara fyrir neðan allar hellur að setja okkur í þessa stöðu og nýta okkar upplifun á eigin líkama og allar þessar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Ég er orðin svo þreytt á þessu fyrir hönd allra kvenna,“ segir Sigríður. Í þættinum ræðir Marín Manda við Sigríði Svöludóttur og Rakel Guðmundsdóttur eigendur Venju sem er sérhönnuð fæðubótalína fyrir konur á ólíkum lífsskeiðum. Flókið að velja úr 700 dollum Sigríður hefur starfað í bætiefna bransanum í rúmlega 10 ár og var með þá hugmynd í maganum að leysa þetta flækjustig sem fólk upplifir og hjálpa konum að gera upplýst kaup. Hugmyndin að Venju fékk að blómstra þegar hún hitti Rakel sem var þá að stýra Gló. Þær létu til skarar skríða og segjast hafa lengi verið að „deita“ og kasta á milli sín hugmyndum áður Venja varð að veruleika. „Ég fékk sjálf bara algjört ógeð á því hvað fæðubótabransinn nýtur sín í því að vera flókinn og rugla svolítið í neytendum. Þetta er bara flókið fyrir alla að standa fyrir framan vítamín hillurnar sem eru með 700 dollur og reyna að átta sig á hvað maður á að velja hverju sinni“, segir Sigríður. Rakel tekur undir og segir: „Svo er þetta svo oft tilboðsdrifið og fólk er að hrúga ofan í körfurnar allskonar bætiefnum sem þau vita ekki hvort þau þurfa á að halda eða til hvers það er og svo endar þetta bara rykfallið upp í skáp. Þetta er líka tískudrifið - þessi áhrifavaldur er að mæla með þessu og þess vegna kaupir þú þetta en það bara á ekki alveg við í þessum flokki“. Vildu gera betur Í þættinum ræða þær um að konur þurfa virkilega að nota gagnrýna hugsun á allar þessar markaðsherferðir sem dynja á okkur til að taka meðvitaða ákvörðun og spyrja sjálfar sig hvort þær þurfi á öllum þessum bætiefnum á að halda. Með Venju hafa þær einfaldað þetta fyrir konur sem þurfa mismunandi bætiefni á mismunandi lífsskeiðum. „Flest vítamín og bætiefni eru ekki endilega þróuð til að styðja við þessa breytilegu þarfir okkar og nálgun flestra vörumerkja þarna úti er að sama taflan eigi að duga konum út ævina en það sinkar ekki við að þegar maður fer að skoða hvernig okkar líkamsstarfsemi er og við erum alltaf að taka breytingum. Við vildum bara gera betur“, segir Sigríður. Hlusta má á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpssíðunni TAL hér.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira