„En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. október 2023 07:00 Þjálfarar en ekki stjórnendur, Hrósarinn og já það á alltaf að vera gaman í vinnunni er meðal þess sem Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova og Þuríður Björg Guðnadóttir framkvæmdastjóri upplifunar Nova nefna þegar þær segja frá trúnó viðburðinum sem Nova stóð fyrir á dögunum. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert óalgengt að fólk sé með fyrirlestur hér og þar og segi frá því sem vinnustaðurinn er að gera eða takast á við. En þegar kemur að því að bjóða fólki „heim“ er eins og við verðum eitthvað feimnari,“ segir Margrét Tryggvadóttir skemmtana- og forstjóri Nova. Og vísar þar til þess að 13.september síðastliðinn bauð Nova á viðburðinn Trúnó. Þar sem Nova deildi reynslu sinin á persónulegum nótum til að skapa áhugaverðar og gagnlegar umræður. „En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ spyr Margrét. „Við verðum aldrei betri en einmitt þegar að við þorum að deila reynslunni okkar. Ekki aðeins að segja frá því sem vel hefur tekist, heldur líka hvernig við höfum lært af mistökum. Því af mistökunum lærum við mest.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nova heldur viðburð sem þennan. En þó í fyrsta sinn sem viðburðurinn er opinn öllum. Margrét og Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar, sögðu viðburðinn hafa heppnast vel og að allar umræður hafi orðið mun persónulegri heldur en ef viðburðurinn væri í fyrirlestraformi á 200 manna ráðstefnu eða málþingi. „Við fengum mjög góða endurgjöf og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað gestir voru til í að ræða mikið saman eftir að dagskránni lauk. Ekki aðeins við okkur, heldur líka sín á milli,“ segir Þuríður. Já, það á að vera gaman Yfirskrift viðburðarins var „Þarf alltaf að vera gaman?“ en áður hefur Nova staðið fyrir lokuðum trúnó viðburðum þar sem rædd hafa verið mál eins og verkefnastjórnun, markaðsmál eða tækni. Á „Þarf alltaf að vera gaman?“ leiddi Margrét dagskránna sem skemmtanastjóri Nova en hjá Nova eru stjórnendur ekki titlaðir sem stjórnendur, heldur þjálfarar. „Við vitum hvað virkar í íþróttum og mér finnst oft gott að yfirfæra það sem virkar þar yfir á rekstur fyrirtækja. Hjá Nova er það til dæmis alveg skýrt að við erum öll í sama liðinu, að hlaupa í sömu átt og að sama marki. Þar sem allir liðsmenn skipta máli. Liður í þessu er að kalla stjórnendur ekki yfirmenn, heldur þjálfara,“ útskýrir Margrét. En þarf alltaf að vera gaman? „Já,“ svara Margrét og Þuríður í kór. Ekki aðeins vísa þær í rannsóknir þar sem staðfest hefur verið hversu miklu máli það skiptir að starfsfólk upplifi vinnustaðinn sinn sem skemmtilegan og að þar sé gaman. Heldur sjái þær það líka í öllum öðrum mælikvörðum. „Ég nefni sem dæmi VR könnunina sem 72 þúsund launþegar taka þátt í hjá um 400 fyrirtækjum og er stærsta vinnustaðarannsókn á Íslandi. Við höfum verið í efstu sætunum þar í fjögur ár og fengið viðurkenningunafyrirtæki ársins sem við erum mjög þakklát fyrir. Að vita að liðinu sínu líði vel er forsenda fyrir því að eiga ánægða viðskiptavini og það sem ég er stoltust af. En frá upphafi höfum við verið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR og átt ánægðustu viðskiptavinina í 14 ár í stærstu þjónusturannsókn sem Stjórnvísi framkvæmir árlega,“ segir Margrét og bætir við: „Þetta eru auðvitað ekki einu kannanirnar sem við styðjumst við. Það væri of mikil einföldun. Þetta eru þó dæmi um kannanir sem sýna að skoðun okkar að hafa gaman skili meiri árangi.“ Gestir trúnó-viðburðarins voru starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja sem hafa áhuga á vinnustaðamenningu en þetta var í fyrsta sinn sem trúnó-viðburður Nova var opin öllum. Margrét segir mikilvægt að við séum ekki feimin við að deila reynslu okkar, fátt geri okkur jafn gott og að fara á gott trúnó. Ekki nóg að vera með sterk slagorð Gestir viðburðarins voru starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að sögn Margrétar og Þuríðar, að hafa brennandi áhuga á því sem kallast vinnustaðamenning og kúltúr fyrirtækja. En nú hefur Nova frá upphafi verið með slagorðið Stærsti skemmtistaður í heimi. Er það ekki bara skýringin á því hvers vegna fólki finnst gaman í vinnunni: Að þetta sé í rauninni stefna sem er svo vel þekkt? „Nei alls ekki,“ svara Margrét og Þuríður. „Að Nova sé stærsti skemmtistaðurinn í heimi eða að það sé alltaf gaman í vinnunni eru ekki orðin tóm. Heldur eru þetta staðreyndir sem við lifum á hverjum degi og þurfum alltaf að vera að vinna að,“ segir Þuríður. „Það væri alltof mikil einföldun að segja að slagorð sem er vel þekkt væri nóg eitt og sér. Vissulega er slagorðið viss grunnur í starfsemi Nova og það má alveg segja að það sé orðið hluti af okkar DNA. Ef grunnurinn er hins vegar ekki sterkur, er ekkert slagorð að fara að standa undir því sem nær að verða vel heppnuð og ríkjandi vinnustaðamenning.“ „Hér elskum við að vinna vinnuna okkar og hér ríkir mikil árangursmenning þar sem allir eru að keppast við að vinna og hafa gaman. Við viljum sigra en ekki tapa og liður í því er að gleðin sé alltaf á dagskrá hjá okkur. Velgengni eða árangur kveikir gleði. Gleðin kyndir undir frekari árangur,“segir Þuríður. En þá má líka spyrja sig: Hvað þýðir það að hafa gaman? Því það sem kannanir hafa sýnt er að á endanum snýst gleðin ekki um það hvernig maturinn er eða partíin, heldur frekar að það sé ákveðinn samhljómur; við séum með sameiginleg markmið í liðinu. Að öll á vinnustaðnum hafi áhrif og fái viðurkenningu fyrir framlag sitt,“ segir Margrét. Að vinna að þessum þremur atriðum, sé miklu frekar það sem skapi stemningu og gleði hjá starfsmönnum að sögn Margrétar og Þuríðar, frekar en að horfa einungis á atriði í vinnuumhverfinu eins og mat eða partí, sem skipta þó líka máli „Við trúum því að með því að hlúa vel að þessari vinnustaðamenningu séum við fyrst fær um að ná þeim árangri að vera með ánægðustu viðskiptavinina. Allt eru þetta því atriði og markmið sem við erum að vinna að á hverjum einasta degi. Hér viljum við upplifa vinnuna þannig að við séum að leika okkur saman í gegnum alla daga,“ segir Þuríður. Trúnó-viðburður Nova snýst ekki um að segja bara frá öllu sem er geggjað. Heldur líka því sem lærist af mistökum sem eru gerð, því sá lærdómur kenni okkur oft hvað mest. Margrét og Þuríður segja ekki nóg að vera með sterkt slagorð til að byggja upp árangursmenningu innan fyrirtækis þar sem gleðin er alltaf á dagskrá. Þetta sé eitthvað sem þurfi að vinna að og lifa eftir alla daga.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Nova skólinn og Hrósarinn En þar sem markmið Trúnó viðburðarins var að deila reynslusögum, er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um það sem hefur virkað vel hjá Nova og gæti gagnast öðrum vinnustöðum. Þuríður nefnir tvö dæmi. Í fyrsta lagi fara allir nýir starfsmenn í gegnum Nova skólann þegar þeir hefja störf. „Þar er þeim kennt allt sem ætlast er til þess að starfsfólkið okkar kunni. Skólinn endar síðan með lokaprófi og útskrift,“ segir Þuríður og brosir. Hún segir Nova skólann afar árangursríka leið til að tryggja að allt starfsfólk sé vel upplýst um þau markmið sem Nova er að vinna að alla daga. Annað dæmi er það sem kallast Hrósarinn. „Hrósarinn hjá Nova er verkfæri, sem forritari framkvæmdi í ofurþjónustuviku. Því fram að því að hafði dansari mánaðarins verið kosinn hjá Nova með hrósum í tölvupósti eða miðum . Markmiðið með hrósaranum er að efla hrósmenningu en við vitum að öll getum við hrósað meira,“ segir Þuríður og bætir við: „Það hafa önnur fyrirtæki nýtt sér Hrósaran okkar en með þessu verkfæri geta allir hrósað öllum. Og við erum alltaf að hvetja fólk til að nota Hrósarann því það að hrósa fólki er svo jákvætt og skapar svo jákvæða stemningu. Það er svo gaman að fá hrós fyrir það sem vel er gert.“ En hrós er ekki endilega það sama og hrós. „Það er samt ekki nóg að hrósa. Hrós þurfa að vera einlæg og sönn til þess að virka. Þess vegna erum við líka að hvetja fólk til þess að útskýra hrósin sín. Því það er allur gangur á því hversu góð við erum í því að hrósa. Hrósarinn er því hvoru tveggja í senn leið til að byggja upp sterka hrósmenningu innan fyrirtækisins en líka að kenna fólki að vera duglegt að gefa hrós,“ segir Þuríður. Þá segja Margrét og Þuríður að enn einn mælikvarðinn á því hvernig vinnustaðamenningin er að skila sér sé það sem oft kemur fram í ráðningum. Því hjá Nova starfar mikið af ungu fólki. „Við spyrjum oft: Hvers vegna ákvaðstu að sækja um starf hjá Nova? Og þá er oft svarið að vinur eða vinkona hafi mælt með því, einhver sem áður hefur starfað hjá okkur. Því mörg sem starfa hjá Nova eru ungt fólk og við því oft fyrsti vinnustaðurinn þeirra sem fullorðið fólk,“ segir Þuríður. „Mér hlýnar einmitt oft um hjartarætur að heyra þetta,“ segir Margrét og bætir við: „Því já, hér starfar mikið af ungu fólki og auðvitað er starfsmannaveltan í samræmi við það að við séum vinnustaður sem margir sækjast í til dæmis fyrst eftir menntaskóla. Að heyra þetta svona áberandi í ráðningum er svo góður mælikvarði á það hvert orðsporið okkar er sem vinnustaður hjá fólki.“ Margrét og Þuríður segja endurgjöfina hafa verið jákvæða í kjölfar Trúnó viðburðarins og því sé hugmyndin að halda ótrauð áfram með sambærilega Trúnó . Fátt gerir okkur jafn gott og að fara á gott trúnó. Ekki bara til að segja frá því hvað allt er geggjað, heldur líka að segja frá því sem hefur komið upp á og hvað við höfum lært af því. Því það að læra af mistökum kennir okkur oft hvað mest og við eigum ekkert að vera feimin að deila þeirri reynslu á milli okkar og til annarra. Því þá fyrst verðum við öll betri.“ Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Og vísar þar til þess að 13.september síðastliðinn bauð Nova á viðburðinn Trúnó. Þar sem Nova deildi reynslu sinin á persónulegum nótum til að skapa áhugaverðar og gagnlegar umræður. „En hvers vegna þurfum við að vera feimin?“ spyr Margrét. „Við verðum aldrei betri en einmitt þegar að við þorum að deila reynslunni okkar. Ekki aðeins að segja frá því sem vel hefur tekist, heldur líka hvernig við höfum lært af mistökum. Því af mistökunum lærum við mest.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nova heldur viðburð sem þennan. En þó í fyrsta sinn sem viðburðurinn er opinn öllum. Margrét og Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri Nova upplifunar, sögðu viðburðinn hafa heppnast vel og að allar umræður hafi orðið mun persónulegri heldur en ef viðburðurinn væri í fyrirlestraformi á 200 manna ráðstefnu eða málþingi. „Við fengum mjög góða endurgjöf og það kom okkur skemmtilega á óvart hvað gestir voru til í að ræða mikið saman eftir að dagskránni lauk. Ekki aðeins við okkur, heldur líka sín á milli,“ segir Þuríður. Já, það á að vera gaman Yfirskrift viðburðarins var „Þarf alltaf að vera gaman?“ en áður hefur Nova staðið fyrir lokuðum trúnó viðburðum þar sem rædd hafa verið mál eins og verkefnastjórnun, markaðsmál eða tækni. Á „Þarf alltaf að vera gaman?“ leiddi Margrét dagskránna sem skemmtanastjóri Nova en hjá Nova eru stjórnendur ekki titlaðir sem stjórnendur, heldur þjálfarar. „Við vitum hvað virkar í íþróttum og mér finnst oft gott að yfirfæra það sem virkar þar yfir á rekstur fyrirtækja. Hjá Nova er það til dæmis alveg skýrt að við erum öll í sama liðinu, að hlaupa í sömu átt og að sama marki. Þar sem allir liðsmenn skipta máli. Liður í þessu er að kalla stjórnendur ekki yfirmenn, heldur þjálfara,“ útskýrir Margrét. En þarf alltaf að vera gaman? „Já,“ svara Margrét og Þuríður í kór. Ekki aðeins vísa þær í rannsóknir þar sem staðfest hefur verið hversu miklu máli það skiptir að starfsfólk upplifi vinnustaðinn sinn sem skemmtilegan og að þar sé gaman. Heldur sjái þær það líka í öllum öðrum mælikvörðum. „Ég nefni sem dæmi VR könnunina sem 72 þúsund launþegar taka þátt í hjá um 400 fyrirtækjum og er stærsta vinnustaðarannsókn á Íslandi. Við höfum verið í efstu sætunum þar í fjögur ár og fengið viðurkenningunafyrirtæki ársins sem við erum mjög þakklát fyrir. Að vita að liðinu sínu líði vel er forsenda fyrir því að eiga ánægða viðskiptavini og það sem ég er stoltust af. En frá upphafi höfum við verið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR og átt ánægðustu viðskiptavinina í 14 ár í stærstu þjónusturannsókn sem Stjórnvísi framkvæmir árlega,“ segir Margrét og bætir við: „Þetta eru auðvitað ekki einu kannanirnar sem við styðjumst við. Það væri of mikil einföldun. Þetta eru þó dæmi um kannanir sem sýna að skoðun okkar að hafa gaman skili meiri árangi.“ Gestir trúnó-viðburðarins voru starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja sem hafa áhuga á vinnustaðamenningu en þetta var í fyrsta sinn sem trúnó-viðburður Nova var opin öllum. Margrét segir mikilvægt að við séum ekki feimin við að deila reynslu okkar, fátt geri okkur jafn gott og að fara á gott trúnó. Ekki nóg að vera með sterk slagorð Gestir viðburðarins voru starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að sögn Margrétar og Þuríðar, að hafa brennandi áhuga á því sem kallast vinnustaðamenning og kúltúr fyrirtækja. En nú hefur Nova frá upphafi verið með slagorðið Stærsti skemmtistaður í heimi. Er það ekki bara skýringin á því hvers vegna fólki finnst gaman í vinnunni: Að þetta sé í rauninni stefna sem er svo vel þekkt? „Nei alls ekki,“ svara Margrét og Þuríður. „Að Nova sé stærsti skemmtistaðurinn í heimi eða að það sé alltaf gaman í vinnunni eru ekki orðin tóm. Heldur eru þetta staðreyndir sem við lifum á hverjum degi og þurfum alltaf að vera að vinna að,“ segir Þuríður. „Það væri alltof mikil einföldun að segja að slagorð sem er vel þekkt væri nóg eitt og sér. Vissulega er slagorðið viss grunnur í starfsemi Nova og það má alveg segja að það sé orðið hluti af okkar DNA. Ef grunnurinn er hins vegar ekki sterkur, er ekkert slagorð að fara að standa undir því sem nær að verða vel heppnuð og ríkjandi vinnustaðamenning.“ „Hér elskum við að vinna vinnuna okkar og hér ríkir mikil árangursmenning þar sem allir eru að keppast við að vinna og hafa gaman. Við viljum sigra en ekki tapa og liður í því er að gleðin sé alltaf á dagskrá hjá okkur. Velgengni eða árangur kveikir gleði. Gleðin kyndir undir frekari árangur,“segir Þuríður. En þá má líka spyrja sig: Hvað þýðir það að hafa gaman? Því það sem kannanir hafa sýnt er að á endanum snýst gleðin ekki um það hvernig maturinn er eða partíin, heldur frekar að það sé ákveðinn samhljómur; við séum með sameiginleg markmið í liðinu. Að öll á vinnustaðnum hafi áhrif og fái viðurkenningu fyrir framlag sitt,“ segir Margrét. Að vinna að þessum þremur atriðum, sé miklu frekar það sem skapi stemningu og gleði hjá starfsmönnum að sögn Margrétar og Þuríðar, frekar en að horfa einungis á atriði í vinnuumhverfinu eins og mat eða partí, sem skipta þó líka máli „Við trúum því að með því að hlúa vel að þessari vinnustaðamenningu séum við fyrst fær um að ná þeim árangri að vera með ánægðustu viðskiptavinina. Allt eru þetta því atriði og markmið sem við erum að vinna að á hverjum einasta degi. Hér viljum við upplifa vinnuna þannig að við séum að leika okkur saman í gegnum alla daga,“ segir Þuríður. Trúnó-viðburður Nova snýst ekki um að segja bara frá öllu sem er geggjað. Heldur líka því sem lærist af mistökum sem eru gerð, því sá lærdómur kenni okkur oft hvað mest. Margrét og Þuríður segja ekki nóg að vera með sterkt slagorð til að byggja upp árangursmenningu innan fyrirtækis þar sem gleðin er alltaf á dagskrá. Þetta sé eitthvað sem þurfi að vinna að og lifa eftir alla daga.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Nova skólinn og Hrósarinn En þar sem markmið Trúnó viðburðarins var að deila reynslusögum, er ekki úr vegi að fá nokkur dæmi um það sem hefur virkað vel hjá Nova og gæti gagnast öðrum vinnustöðum. Þuríður nefnir tvö dæmi. Í fyrsta lagi fara allir nýir starfsmenn í gegnum Nova skólann þegar þeir hefja störf. „Þar er þeim kennt allt sem ætlast er til þess að starfsfólkið okkar kunni. Skólinn endar síðan með lokaprófi og útskrift,“ segir Þuríður og brosir. Hún segir Nova skólann afar árangursríka leið til að tryggja að allt starfsfólk sé vel upplýst um þau markmið sem Nova er að vinna að alla daga. Annað dæmi er það sem kallast Hrósarinn. „Hrósarinn hjá Nova er verkfæri, sem forritari framkvæmdi í ofurþjónustuviku. Því fram að því að hafði dansari mánaðarins verið kosinn hjá Nova með hrósum í tölvupósti eða miðum . Markmiðið með hrósaranum er að efla hrósmenningu en við vitum að öll getum við hrósað meira,“ segir Þuríður og bætir við: „Það hafa önnur fyrirtæki nýtt sér Hrósaran okkar en með þessu verkfæri geta allir hrósað öllum. Og við erum alltaf að hvetja fólk til að nota Hrósarann því það að hrósa fólki er svo jákvætt og skapar svo jákvæða stemningu. Það er svo gaman að fá hrós fyrir það sem vel er gert.“ En hrós er ekki endilega það sama og hrós. „Það er samt ekki nóg að hrósa. Hrós þurfa að vera einlæg og sönn til þess að virka. Þess vegna erum við líka að hvetja fólk til þess að útskýra hrósin sín. Því það er allur gangur á því hversu góð við erum í því að hrósa. Hrósarinn er því hvoru tveggja í senn leið til að byggja upp sterka hrósmenningu innan fyrirtækisins en líka að kenna fólki að vera duglegt að gefa hrós,“ segir Þuríður. Þá segja Margrét og Þuríður að enn einn mælikvarðinn á því hvernig vinnustaðamenningin er að skila sér sé það sem oft kemur fram í ráðningum. Því hjá Nova starfar mikið af ungu fólki. „Við spyrjum oft: Hvers vegna ákvaðstu að sækja um starf hjá Nova? Og þá er oft svarið að vinur eða vinkona hafi mælt með því, einhver sem áður hefur starfað hjá okkur. Því mörg sem starfa hjá Nova eru ungt fólk og við því oft fyrsti vinnustaðurinn þeirra sem fullorðið fólk,“ segir Þuríður. „Mér hlýnar einmitt oft um hjartarætur að heyra þetta,“ segir Margrét og bætir við: „Því já, hér starfar mikið af ungu fólki og auðvitað er starfsmannaveltan í samræmi við það að við séum vinnustaður sem margir sækjast í til dæmis fyrst eftir menntaskóla. Að heyra þetta svona áberandi í ráðningum er svo góður mælikvarði á það hvert orðsporið okkar er sem vinnustaður hjá fólki.“ Margrét og Þuríður segja endurgjöfina hafa verið jákvæða í kjölfar Trúnó viðburðarins og því sé hugmyndin að halda ótrauð áfram með sambærilega Trúnó . Fátt gerir okkur jafn gott og að fara á gott trúnó. Ekki bara til að segja frá því hvað allt er geggjað, heldur líka að segja frá því sem hefur komið upp á og hvað við höfum lært af því. Því það að læra af mistökum kennir okkur oft hvað mest og við eigum ekkert að vera feimin að deila þeirri reynslu á milli okkar og til annarra. Því þá fyrst verðum við öll betri.“
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Góðu ráðin Stjórnun Mannauðsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01 Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01 „Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Aðeins þremur af hverjum tíu starfsmönnum hrósað síðustu daga „Sem dæmi þá eru einungis þrír af hverjum tíu starfandi Íslendingum mjög sammála því að hafa fengið hrós eða viðurkenningu á síðustu sjö dögum,“ segir Auðunn Gunnar Eiríksson stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup meðal annars um niðurstöður nýrrar rannsóknar Gallup um hrós til starfsmanna á vinnustöðum. 20. september 2023 07:01
Stemning í viku: Svo gaman að fókusera á gleðina en ekki bara vandamálin „Já við ætlum að taka þátt og ég sá þetta strax fyrir mér sem frábært tækifæri,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir mannauðstjóri fyrirtækisins AÞ Þrif. 28. september 2023 07:01
„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. 16. september 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01