Húsið sem varð fyrir árás í Hässelby er heimili tveggja manna sem eru í haldi grunaðir um morð í Jordbro í Stokkhólmi á dögunum þar sem 23 ára gamall maður var myrtur og annar særður.
Annar hinna grunuðu er yfirlýstur nasisti segir sænska ríkisútvarpið. Engan sakaði í sprengingunni en húsið er gjörónýtt auk þess sem nærliggjandi hús urðu fyrir skemmdum einnig. Tíu hús í götunni voru rýmd vegna eldsvoðans.
Tveimur klukkutímum fyrir sprengingunar í Hässelby sprakk síðan önnur sprengja í Huddinge, sem er suður af höfuðborginni Stokkhólmi. Sú sprengja virðist hafa verið minni, útidyrahurð hússins var sprengd í loft upp. Fjöldi fólks var innandyra en engan virðist hafa sakað.