„Hef aldrei opnað mig svona áður“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. október 2023 07:00 Guðlaug Sóley, eða Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband. Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Gugusar ræðir meðal annars um þetta í þættinum KÚNST sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan: Að sögn Gugusar hefur tónlistin alltaf verið öflug þerapía. „Þegar mér líður illa og ég geri lag um það þá er ég aðeins að sleppa tökunum. Þetta er svona útrás eða frekar léttir. Ég finn það með minni list að ef ég fer í gegnum eitthvað og ég skrifa um það þá er ég að koma svo miklu frá mér. Svolítið svona eins og einhver sálfræðitími.“ Þegar Gugusar samdi lagið Vonin leyfði sér að vera mjög berskjölduð í textasmíðinni. Hún segir það hafa verið krefjandi að senda það frá sér en á sama tíma mjög gott. „Það var alveg erfitt að gera þetta lag en mjög mikill léttir líka. Ég er með mjög mörg lög í svipuðum stíl en mörg af þeim mun ég aldrei gefa út.“ Hún segir að lagið hafi komið til sín eftir að hún lenti í erfiðu tímabili. „Það var svo gott að skrifa, koma þessu út og ná svolítið að fara að hugsa um eitthvað annað. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum sem er alltaf gott að heyra.“ Hún segir að stundum geti verið erfitt að senda frá sér persónuleg lög en þetta hafi verið mest stressandi útgáfan hingað til. „Ég hef aldrei opnað mig svona áður í texta. Textinn var alltaf eitthvað sem mér fannst leiðinlegast að gera. Ég gerði alltaf lagið og laglínurnar og svo bara: Oh já, textinn. Ég festist alltaf þar og það gerist ennþá. En eftir þetta tímabil sem ég fór í gegnum þá var svo mikið sem ég vildi segja og ég vildi tjá mig þannig að textinn kom bara svo hratt.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Tónlist Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira