Fjölga myndavélum og nýta sér gervigreindartækni betur Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2023 08:19 Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar. EPA Sænsk yfirvöld munu ráðast í sérstaka „eftirlitsmyndavélasókn“ og notast verður við gervigreind í auknum mæli í baráttunni við að glæpagengin og kveða niður þá ofbeldisöldu sem nú ríður yfir Svíþjóð. Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda. Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Þetta sagði Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í morgun þar sem hann var mættur ásamt fulltrúum frá hinum stjórnarflokkunum og stuðningsflokki stjórnarinnar, Svíþjóðardemókrötum. „Myndavélarnar gegna lykilhlutverki í svona stöðu,“ sagði Strömmer. Hann sagði að eftirlitsmyndavélum muni fjölga mikið og þá verði þeim lagabreytingum sem ráðast þurfi í í tengslum við eftirlitsmyndavélar hraðað. Myndavélum lögreglu í almannarýminu verði þannig fjölgað um 2.500 á næsta ári, í stað 1.600 líkt og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Í því umhverfi þar sem sífellt færri þora að ræða við lögreglu er þörfin á tæknilegum sönnunargögnum mikil og skiptir sköpum. Við höfum séð að öryggismyndavélar gegna lykilhlutverki,“ sagði Strömmer. Ráðherrann sagði sömuleiðis þær lagabreytingar sem ráðast þurfi í muni skila sér í að hægt verði að nýta gervigreind til að bera kennsl á einstaklinga á upptökum þannig að auðveldara verði að hafa uppi á glæpamönnum. Sjálfvirkur aflestur á bílnúmerum verður einnig nýtt tól sem muni nýtast lögreglu. Lagabreytingar fela einnig í sér að lögregla mun fá auknar heimildir til að nýta dróna og aðgang að upptökum úr vegamyndavélum samgönguyfirvalda.
Svíþjóð Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26