Lítið fjármagn til eftirlits: Fólk tilkynni ólögmæta notkun efna til lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. október 2023 23:30 Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda fólki vandræðum. arnar halldórsson Forstjóri Lyfjastofnunar hvetur fólk til að tilkynna stofnuninni ef fylliefni valda vandræðum. Litlu fjármagni sé varið í eftirlit með efnunum. Fyrir helgi greindum við frá því að heilbrigðisráðherra ætli að setja reglur um notkun fylliefna en í Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Landlæknir hefur ekki eftirlit með þeim ófaglærðu sem sprauta efnunum og hafa læknar sagt markaðinn stjórnlausan. Lyfjastofnun hefur þó eftirlit með lækningatækjum og segir forstjórinn fylliefni flokkast sem slík. Stofnunin getur því upp að vissu marki haft eftirlit með efnunum sjálfum þó að hver sem er megi sprauta þeim í aðra. „Við hvetjum fólk til að tilkynna til okkar ef fylliefni valda þeim vandræðum. Þau eru lækningatæki og þá er hægt að tilkynna þau sem atvik til okkar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Í Kompás var greint frá því að lyf sem notað er til að leysa upp fylliefni sé ólöglega í umferð á stofum þar sem ekki er starfandi læknir þrátt fyrir að mjög strangar reglur gildi um að læknar megi einir nota það. Þá eru einnig dæmi um að boðið sé ólöglega upp á bótox. „Við höfum svo sem ekki fengið tilkynningar til okkar um þetta. Ef fólk er að flytja inn lyf með ólöglegum hætti og nota á þriðja aðila þá á að tilkynna það til lögreglu. Og ef það verður þess áskynja að verið sé að nota lyfseðilsskyld lyf að tilkynna til okkar ef þeir lenda í einhverjum vanda með það því þá er það í sjálfu sér aukaverkanir af lyfinu ef það koma fram einhverjar verkanir sem eiga ekki að vera.“ Aðspurð hvort starfsmenn Lyfjastofnunar þurfi auknar heimildir til að geta sinnt eftirlitsskyldu stofnunarinnar betur segir hún frekar þörf á auknu fjármagni. „Það er ekki mikið fjármagn í því að fara í eftirlit með lækningatækjum. Þetta er rosalega stór og víðtækur markaður, alveg frá fylliefnum í stór lækningatæki þannig þetta er mjög stór og víðfemur markaður.“ Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Fyrir helgi greindum við frá því að heilbrigðisráðherra ætli að setja reglur um notkun fylliefna en í Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Landlæknir hefur ekki eftirlit með þeim ófaglærðu sem sprauta efnunum og hafa læknar sagt markaðinn stjórnlausan. Lyfjastofnun hefur þó eftirlit með lækningatækjum og segir forstjórinn fylliefni flokkast sem slík. Stofnunin getur því upp að vissu marki haft eftirlit með efnunum sjálfum þó að hver sem er megi sprauta þeim í aðra. „Við hvetjum fólk til að tilkynna til okkar ef fylliefni valda þeim vandræðum. Þau eru lækningatæki og þá er hægt að tilkynna þau sem atvik til okkar,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Í Kompás var greint frá því að lyf sem notað er til að leysa upp fylliefni sé ólöglega í umferð á stofum þar sem ekki er starfandi læknir þrátt fyrir að mjög strangar reglur gildi um að læknar megi einir nota það. Þá eru einnig dæmi um að boðið sé ólöglega upp á bótox. „Við höfum svo sem ekki fengið tilkynningar til okkar um þetta. Ef fólk er að flytja inn lyf með ólöglegum hætti og nota á þriðja aðila þá á að tilkynna það til lögreglu. Og ef það verður þess áskynja að verið sé að nota lyfseðilsskyld lyf að tilkynna til okkar ef þeir lenda í einhverjum vanda með það því þá er það í sjálfu sér aukaverkanir af lyfinu ef það koma fram einhverjar verkanir sem eiga ekki að vera.“ Aðspurð hvort starfsmenn Lyfjastofnunar þurfi auknar heimildir til að geta sinnt eftirlitsskyldu stofnunarinnar betur segir hún frekar þörf á auknu fjármagni. „Það er ekki mikið fjármagn í því að fara í eftirlit með lækningatækjum. Þetta er rosalega stór og víðtækur markaður, alveg frá fylliefnum í stór lækningatæki þannig þetta er mjög stór og víðfemur markaður.“
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33 Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ætlar að setja reglur um notkun fylliefna með hraði Heilbrigðisráðherra ætlar að setja reglur um notkun fylliefna á Íslandi. Hann segir að málið verði að vinna hratt og vonast til að á þessu ári verði notkun fylliefna háð skýrum takmörkunum. 28. september 2023 17:33
Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. 28. september 2023 12:08
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00