„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Áslaugu Örnu hafa rætt við sig að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent