Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 16:10 Hér má sjá hluta fótsporanna sem um ræðir. AP/Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar. Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar.
Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira