Nik Chamberlain: Gerist ekki betra 6. október 2023 22:46 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum mjög ánægður með dramatískan sigur liðsins gegn Stjörnunni nú í kvöld. Leikurinn var frekar tíðindalítill en Mikenna McManus skoraði sigurmarkið í uppbótatíma og tryggði Þrótti stigin þrjú og í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023. „Síðasta spyrna tímabilsins og þú vinnur leikinn, gerist ekki betra. Þetta var jafn leikur milli tveggja liða sem þekkja hvort annað mjög vel. Fyrri hálfleikur var ekki beint góður hjá okkur en svo vorum við betri í seinni hálfleik þar sem við vorum mun rólegri á boltann og náðum að teygja aðeins meira á þeim. Eins og ég segi, að vinna leikinn með síðustu spyrnu tímabilsins er mjög góð tilfinning.“ Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að enda þetta tímabil með þessum sigri og ná í þriðja sætið? „Það er mjög mikilvægt sérstaklega með tilliti til þess hversu nálægt við vorum að ná þessu Meistardeildarsæti. Það hefði verið auðvelt að mæta hingað í dag með hausinn niðri og enda þetta tímabil á slæmu nótunum en ég verð að gefa stelpunum virðingu fyrir hvernig þær mættu hingað í dag og hversu vel þær æfðu í þessari viku. Við vorum með rétta hugarfarið í þessari viku og vildum enda tímabilið á góðu nótunum sem og við gerðum. Við vissum að við gætum keppt um þetta Meistardeildarsæti og við vorum þar allt tímabilið en við rétt missum af öðru sætinu í ár. Ég er samt mjög ánægður að enda í þriðja sæti og vera aðeins fimm stigum á eftir Breiðablik. Vitandi hvað hefði getað gerst er ég smá vonsvikinn en ég get ekki verið vonsvikinn með vinnuna sem stelpurnar settu í þetta tímabil. Þetta hefur í heildina verið mjög gott sumar og ég er ánægður.“ Nik hefur verið nefndur sem mögulegur næsti þjálfari Breiðabliks í einhvern tíma sem er núna í þjálfaraleit. Nik segir þetta aðeins vera sögusagnir og segir að eins og staðan sé núna verði hann áfram með Þrótt á næsta ári. „Eins og staðan er núna mun ekkert breytast varðandi mína stöðu hjá Þrótti. Það hafa verið sögusagnir í einhvern tíma en eins og staðan er núna er ekkert að fara að breytast. Ég fer heim í smá frí á miðvikudaginn svo við skulum sjá hvort eitthvað gerist fram að því en eins og staðan er núna þá verð ég áfram hjá Þrótti.“ En hvað þarf Þróttur að gera til þess að ná í þetta mikilvæga Meistardeildarsæti og jafnvel berjast um Íslandsmeistaratitilinn að ári? „Íslandsmeistaratitilinn er enn aðeins of langt frá okkur miða við styrkleika Vals. Við þurfum eitt ári í viðbót af reynslu. Þetta er aðeins fjórða tímabilið okkar í efstu deild og við höfum alltaf verið að komast lengra og lengra með hverju árinu. Við þurfum að læra af þessu tímabili því leikirnir gegn ÍBV og Tindastól eru leikir sem við þurfum að vinna á næsta ári.“ „Gengi okkar gegn þessum liðum í efri hlutanum hefur verið gott og ég er nokkuð viss um að við séum með besta árangur í þeim innbyrðis viðureignum, mögulega Valur en það munar allavegana ekki miklu á milli okkar. Þannig að við höfum sannað að við getum keppt við bestu liðin í efri hlutanum, það eru leikirnir gegn liðunum í neðri hlutanum þar sem við þurfum að gera betur á næsta ári.“ Gengi Þróttar var mjög gott gegn liðunum í efri hlutanum eins og Nik nefnir en hann segist ekki hafa nein svör við því af hverju það gekk jafn illa gegn liðunum í neðri helmingnum í ár. Af þeim 38 stigum sem Þróttur fékk í ár komu aðeins 10 af þeim stigum gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar. „Ég hef í raun engin svör við því. Ef við skoðum leiki eins og ég ÍBV á heimavelli þá höfðum við mikla yfirburði og hefðu sennilega unnið þann leik í flestum tilfellum. Í fyrra var þetta akkúrat öfugt. Þá unnum við liðin fyrir neðan okkur en fengum aðeins þrjú stig gegn liðunum fyrir ofan okkur. Við þurfum að ná að sameina þetta fyrir næsta tímabil.“ Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Sjá meira
„Síðasta spyrna tímabilsins og þú vinnur leikinn, gerist ekki betra. Þetta var jafn leikur milli tveggja liða sem þekkja hvort annað mjög vel. Fyrri hálfleikur var ekki beint góður hjá okkur en svo vorum við betri í seinni hálfleik þar sem við vorum mun rólegri á boltann og náðum að teygja aðeins meira á þeim. Eins og ég segi, að vinna leikinn með síðustu spyrnu tímabilsins er mjög góð tilfinning.“ Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að enda þetta tímabil með þessum sigri og ná í þriðja sætið? „Það er mjög mikilvægt sérstaklega með tilliti til þess hversu nálægt við vorum að ná þessu Meistardeildarsæti. Það hefði verið auðvelt að mæta hingað í dag með hausinn niðri og enda þetta tímabil á slæmu nótunum en ég verð að gefa stelpunum virðingu fyrir hvernig þær mættu hingað í dag og hversu vel þær æfðu í þessari viku. Við vorum með rétta hugarfarið í þessari viku og vildum enda tímabilið á góðu nótunum sem og við gerðum. Við vissum að við gætum keppt um þetta Meistardeildarsæti og við vorum þar allt tímabilið en við rétt missum af öðru sætinu í ár. Ég er samt mjög ánægður að enda í þriðja sæti og vera aðeins fimm stigum á eftir Breiðablik. Vitandi hvað hefði getað gerst er ég smá vonsvikinn en ég get ekki verið vonsvikinn með vinnuna sem stelpurnar settu í þetta tímabil. Þetta hefur í heildina verið mjög gott sumar og ég er ánægður.“ Nik hefur verið nefndur sem mögulegur næsti þjálfari Breiðabliks í einhvern tíma sem er núna í þjálfaraleit. Nik segir þetta aðeins vera sögusagnir og segir að eins og staðan sé núna verði hann áfram með Þrótt á næsta ári. „Eins og staðan er núna mun ekkert breytast varðandi mína stöðu hjá Þrótti. Það hafa verið sögusagnir í einhvern tíma en eins og staðan er núna er ekkert að fara að breytast. Ég fer heim í smá frí á miðvikudaginn svo við skulum sjá hvort eitthvað gerist fram að því en eins og staðan er núna þá verð ég áfram hjá Þrótti.“ En hvað þarf Þróttur að gera til þess að ná í þetta mikilvæga Meistardeildarsæti og jafnvel berjast um Íslandsmeistaratitilinn að ári? „Íslandsmeistaratitilinn er enn aðeins of langt frá okkur miða við styrkleika Vals. Við þurfum eitt ári í viðbót af reynslu. Þetta er aðeins fjórða tímabilið okkar í efstu deild og við höfum alltaf verið að komast lengra og lengra með hverju árinu. Við þurfum að læra af þessu tímabili því leikirnir gegn ÍBV og Tindastól eru leikir sem við þurfum að vinna á næsta ári.“ „Gengi okkar gegn þessum liðum í efri hlutanum hefur verið gott og ég er nokkuð viss um að við séum með besta árangur í þeim innbyrðis viðureignum, mögulega Valur en það munar allavegana ekki miklu á milli okkar. Þannig að við höfum sannað að við getum keppt við bestu liðin í efri hlutanum, það eru leikirnir gegn liðunum í neðri hlutanum þar sem við þurfum að gera betur á næsta ári.“ Gengi Þróttar var mjög gott gegn liðunum í efri hlutanum eins og Nik nefnir en hann segist ekki hafa nein svör við því af hverju það gekk jafn illa gegn liðunum í neðri helmingnum í ár. Af þeim 38 stigum sem Þróttur fékk í ár komu aðeins 10 af þeim stigum gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar. „Ég hef í raun engin svör við því. Ef við skoðum leiki eins og ég ÍBV á heimavelli þá höfðum við mikla yfirburði og hefðu sennilega unnið þann leik í flestum tilfellum. Í fyrra var þetta akkúrat öfugt. Þá unnum við liðin fyrir neðan okkur en fengum aðeins þrjú stig gegn liðunum fyrir ofan okkur. Við þurfum að ná að sameina þetta fyrir næsta tímabil.“
Besta deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Í beinni: Tottenham - Wolves | Úlfarnir komnir á bragðið og leita að næstu bráð Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Sjá meira