Fótbolti

Mourinho gerir hosur sína grænar fyrir Sádí-Arabíu

Hjörvar Ólafsson skrifar
José Mourinho er staðráðinn í að elta peningana til Sádí-Arabíu. 
José Mourinho er staðráðinn í að elta peningana til Sádí-Arabíu.  Visir/Getty

José Mourinho, knattspyrnustjóri ítalska liðsins Roma, kveðst þess fullviss að hann muni einn daginn fylgja straumi fótboltamanna og þjálfara og starfa í Sádí-Arabíu.

Mourinho ræddi framtíð sína og möguleikann á því að færa sig um set í fjárstreymið í Sádí-Arabíu í náinni framtíð í samtali við egypsku sjónvarpstöðina MBC sem er í eiga sádí-arabísks fjárfestingahóps.

„Ég mun bæði fara í frítíma mínum til Sádí-Arabíu og svo er ég viss um að ég muni starfa þar á einhverjum tímapunkti. Ég veit ekki hvenær en ég tel fullvíst að það gerist einhven tímann," sagði Mourinho. 

„Ég er skuldbundinn Roma sem stendur og mun gefa allt til félagsins þar til ég hætti þar. Engin veit sína framtíð en ég veit fyrir víst að leið mín mun liggja til Sádí-Arabíu," sagði Mourinho.

Tímabilið hefur farið illa af stað hjá Mourinho og lærisveinum hans hjá Roma en liðið leikur við Cagliari í ítölsku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. Leikurinn er í beinni útsendignu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 15.50. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×