Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:01 Miklar framkvæmdir standa nú yfir við þjóðarleikvanginn í Laugardal. Eftir þær verður völlurinn upphitaður og þolir mun betur leiki yfir vetrartímann. Vísir/Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll. Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22
Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49