Enski boltinn

Spilaði einn með sorgar­band til heiðurs C­at­hy Fergu­son

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ashley Young í leik gærdagsins. Sorgarbandið bar hann á vinstri hendi.
Ashley Young í leik gærdagsins. Sorgarbandið bar hann á vinstri hendi. Everton

Ashley Young vottaði Cathy Ferguson virðingu sína þegar Everton mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Hann lék einna leikmanna með sorgarband í leiknum.

Hinn 38 ára gamli Young er enn á fleygiferð í ensku úrvalsdeildinni og leikur nú sem hægri bakvörður í liði Sean Dyche. Young lék hins vegar með Manchester United frá 2011 til 2020 og ber enn sterkar taugar til félagsins.

Young hefur opinberað að hann kalli Sir Alex Ferguson enn þann dag í dag einfaldlega „Stjórann“ (e. boss) þó svo það sé áratugur síðan Sir Alex ákvað að kalla þetta gott og setjast í helgan stein.

Á föstudag var tilkynnt að Cathy Ferguson, eiginkona Sir Alex, væri látin 84 ára að aldri. Henni til heiðurs ákvað Young að bera sorgarband þegar Everton mætti Bournemouth degi síðar. Var hann eini leikmaður beggja liða með slíkt band.

Everton vann leikinn örugglega 3-0. Young nældi sér í gult spjald á meðan James Garner, annar fyrrverandi leikmaður Man United, skoraði fyrsta mark Everton í leiknum. Þetta var aðeins annar sigur Everton í 8 leikjum en liðið er nú í 15. sæti með 7 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×