128 ára múmía lögð til hinstu hvílu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 8. október 2023 14:31 James Murphy, "Stoneman Willie" á útfararstofunni í Reading áður en hann lagði af stað í sína hinstu för í gær. Andrew Caballero-Reynolds/Getty Images Bandarískur vasaþjófur sem lést árið 1895 var loks lagður til hinstu hvílu í gær. Hann hefur verið til sýnis í opinni kistu í 128 ár. Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy. Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Neitaði að segja til nafns Vasaþjófurinn sálugi hefur allt frá dauða sínum verið þekktur undir viðurnefninu „Stoneman Willie“, en ekkert hefur verið vitað um nafn hans þar til í gær þegar hann var lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum í Reading í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Stoneman Willie var handtekinn haustið 1895 fyrir vasaþjófnað. Hann var drykkfelldur og heimilislaus og neitaði að segja til nafns þegar hann var handtekinn. Hann lést í fangelsinu af nýrnabilun þann 19. nóvember þetta sama ár. Smurður og gerður að múmíu Útfararstjóri bæjarins var að þróa nýja aðferð við varðveislu líka sem fundin hafði verið upp í bandaríska borgarastríðinu og hann fékk að gera tilraun á líkinu þar sem enginn gerði tilkall til þess. Hann smurði líkið með efnablöndu sem innihélt formalín, blásýru og arsenik og í ferlinu breyttist Willie hreinlega í grjótharða múmíu. Hefur verið sýningargripur í 128 ár Hann hefur síðan verið til sýnis á útfararstofunni, þar sem hann hvílir í kistu, uppáklæddur í jakkaföt og með rauðan borða yfir brjóstinu. Hann er ennþá með hár og tennur, en húð hans er orðin eins og hert leður, ekki ósvipuð líkum sem fundist hafa í mýrlendi eftir mörg þúsund ára legu þar. Eftir margra ára rannsóknir á uppruna Willie tókst útfararstofunni loks að komast að nafni mannsins sem var af írskum uppruna. Um helgina er haldið upp á 275 ára afmæli bæjarins og við það tækifæri, í gær, var Stoneman Willie ekið með viðhöfn um götur bæjarins og upp í kirkjugarð þar sem hann var lagður til hinstu hvílu og á legsteininn var ritað nafnið sem hann bar í lifanda lífi; James Murphy.
Bandaríkin Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira