Lífið

Gerðu sér glaðan dag allar í brúðarkjól: „Við ætlum að skála vel og rækilega“

Jón Þór Stefánsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa
„Það er verið að opna hverja flöskuna á fætur annari. Við ætlum að skála vel og rækilega,“ sagði einn skipuleggjandanna um viðburðinn.
„Það er verið að opna hverja flöskuna á fætur annari. Við ætlum að skála vel og rækilega,“ sagði einn skipuleggjandanna um viðburðinn. Vísir

Fjórar vinkonur héldu óvenjulegt þemapartý í Reykjavík í gærkvöldi. Hver þeirra bauð öðrum fjórum vinkonum sínum til þess að halda teitið. Þær skemmtu sér konunglega saman, allar í brúðarkjól.

„Við vorum fjórar vinkonur að vinna saman og það var ein sem hafði verulegar áhyggjur af því að fá ekki tækifæri til að nota brúðarkjólinn sinn aftur. Þannig við fundum bara leið til þess og hér erum við í kvöld,“ sagði Elva Björk Ragnarsdóttir, einn skipuleggjenda viðburðarins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

„Það er verið að opna hverja flöskuna á fætur annari. Við ætlum að skála vel og rækilega. Og svo ætlum við bara að leggja af stað í bæinn og fá okkur að borða. Síðan komum við til með að slá aðeins í gegn í Karaoke,“ sagði Sigurbjörg Gunnarsdóttir, annar skipuleggjandi teitisins.

Kjólarnir komu víðs vegar að. Sumar voru í kjólum sem þær höfðu gift sig í sjálfar, og þá höfðu sumar pantað kjóla. Sá síðasti kom til landsins frá Spáni daginn fyrir partýið.

Elva segir að þemað fyrir næsta þemapartý sé nú þegar ákveðið: „Þá verðum við í velúrgöllum með rúllur í hárinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×