Fótbolti

Halldór Árnason ráðinn þjálfari Breiðabliks

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Halldór Árnason (t.v.) tekur við Breiðabliki af Óskari Hrafni Þorvaldssyni (t.h.).
Halldór Árnason (t.v.) tekur við Breiðabliki af Óskari Hrafni Þorvaldssyni (t.h.). Vísir/Hulda Margrét

Halldór Árnason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu.

Félagið greinir frá ráðningunni á samfélagsmiðlum sínum, en Halldór tekur við liðinu af Óskari Hrafni sem tilkynnti um starfslok sín fyrr í dag.

Halldór var aðstoðarþjálfari Breiðabliks í þjálfaratíð Óskars og þeir unnu einnig saman hjá Gróttu á sínum tíma. Þetta er annað aðalþjálfarastarf Halldórs, en hann stýrði KV á árunum 2012-14.

Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og hans fyrsta verkefni sem aðalþjálfari liðsins verður riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×