Við hefjum leik í Þýskalandi þar sem Ýmir Örn Gíslason, Arnór Snær Óskarsson og félagar þeirra í Rhein-Neckar Löwen sækja ThSV Eisenach heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta klukkan 16:55 á Vodafone Sport.
Klukkan 18:55 er svo komið að viðureign Burton Albion og Cambridge United í ensku B-deildinni í knattspyrnu á sömu rás.
Þá verða strákarnir í GameTíví á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 20:00 og klukkan 21:10 er Subway Körfuboltakvöld á dagskrá á Stöð 2 Sport þar sem ferið verður yfir síðustu umferð í Subway-deild kvenna.