Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2023 09:01 Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Facebook Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20. Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Þar verður tekist á um hvort orð Sindra um Ingó sumarið 2021 teljist refsiverð. Áður hafði Héraðsdómur sýknað Sindra af öllum liðum málsins. Fimmtudaginn 12. október næstkomandi kemur Sindri fram á uppistandssýningunni Sjónskekkja sem haldin er af góðvini hans Stefáni Ingvari Vigfússyni og hefur hann ákveðið að setja Ingólf á gestalistann. „Ég hef ákveðið að setja Ingólf á gestalistann og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum formlega komnir á gestalistann,“ segir Sindri. Ungar stelpur kallaðar gelgjur Hann vitnar í lag Ingó, Gestalistinn, sem kom út árið 2009. Í laginu er Ásgeir Kolbeinsson nefndur á nafn og áhugi hans á ungum konum. „Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann meðal annars gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það,“ segir Sindri. Í textanum segir: „Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þá veltir Sindri fyrir sér hvort málið snúi að orðalagi, og hvernig væri best að orða hlutina þegar menn hrífast að ungum stelpum. „Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi,“ segir Sindri. Allur ágóði rennur til Samtakanna '78 Snýr sýningin eingöngu að máli Ingó? „Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál,“ segir Sindri. Hann segist hlakka mikið til kvöldsins og láta samtímis gott að sér leiða. „Allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna '78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar,“ segir Sindri og bætir við: „Þetta er því kjörið tækifæriað hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“ Sýningin Sjónskekkja fer fram á Kex hostel 12. október.Aðsend Uppistandssýningin Sjónskekkja fram á KEX Hostel 12. október klukkan 20.
Uppistand Grín og gaman Mál Ingólfs Þórarinssonar Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira