Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. október 2023 20:01 Maríanna og Dommi kynntust fyrir tveimur árum síðan. „Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna Pálsdóttir, pistlahöfundur og eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur eftir að hún og kærastinn, Guðmundur Ingi, eða Dommi, fóru að stinga saman nefjum fyrir tveimur árum síðan. Þau kynntust þegar Maríanna starfaði á Fréttablaðinu. Samstarfskona hennar sagði henni að Mr. Handome væri á lausu og þá var ekki aftur snúið. „Ég „addaði“ honum á Facebook og kvöldið endaði svo með fjögurra klukkustunda símtali. Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna þakklát samstarfskonu sinni. Samskipti parsins hófust eftir að Maríanna addaði Domma á Facebook. Maríanna segir sambandið þeirra einkennast af samstöðu, heiðarleika og sterkri fjölskyldu. „Það þarf að vera svo mikið meira en bara ást til að samband haldist. Við erum trygg og traust við hvert annað, styðjandi á heimilinu, hvetjandi í viðskiptalífinu og náin við hvert annað. Ef hugur, líkami og sál tengjast þá ertu í góðum málum,“ segir Maríanna. Parið á það sameiginlegt að vera miklir veiðimenn en Dommi vinnur hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum. Auk þess er Dommi eigandi Netheima og job.is ásamt því að starfa sem ráðgjafi. Maríanna situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er: Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Keyrum upp í sveit til að komast í frið og ró frá vinnu og áreiti. Veiðum og búum til minningar í uppsveitum landsins. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Mér finnst ekkert í veröldinni meira rómantískt en að sitja á yoga dýnu með manninum sem ég sé ekki sólina fyrir, tengjast honum andlega og líkamlega. Hlusta á fallega tónlist og finna tengingu. Þannig var okkar fyrsta deit, en Dommi bauð mér á Kirtan kvöld í Sólir. Þar gerðust töfrar sem ég gleymi aldrei. Parið keyrir iðulega í uppsveitir landsins. Fyrsti kossinn: Var í bílakjallaranum á Hafnartorgi. Jebbs, ég stökk út í bíl til hans úr vinnunni eins og svo oft. Þegar við svo kvöddumst þá ætlaði ég að kyssa hann bless á kinnina en hann sneri sér að mér og kyssti mig beint á munninn, ég fór öll í flækju, roðnaði, hljóp upp og brosti eins breitt og hugsast getur það sem eftir lifði dagsins. Rómantískasta kvikmyndin: Ég er alger sökker fyrir rómantískum myndum og fyrsta myndin sem kemur upp í hugann er Dirty Dancing. Hún er heit, rómantísk og fyndinn allt í bland. Ég beinlínis grenjaði úr mér augun öll sjö jólin sem ég var einhleyp áður en við Dommi byrjuðum saman. Þá var skildu áhorf á Holiday, hjálpi mér hvað var erfitt að vera einhleyp á jólum að horfa á eitthvað rómó. Lagið okkar: Fai rumore er Ítalskt lag sem er svo fallegt og minnir okkur á að það er fyrsta ferðin okkar saman til Ítalíu þegar við vorum ný byrjuð saman. En þá var ég að vinna fyrir RÚV á Eurovision keppninni. Uppáhalds brake up ballaðan mín: án efa Habits (Stay High) með Tove Lo, þetta er lag sem ég hef þúsund sinnum spilað eftir mjög misheppnuð ástarævintýri ef það má þá kalla það ástar eitthvað! Þá er þetta svona fokk it lag Maturinn: Ég elska að veiða mér til matar og þá er fiskur efstur á blaði. Ég er búin að bæta á mig sjö ástar kílóum eftir að ég byrjaði með Domma því hann eldar svo brjálæðislega góðan mat. Ég er sökker í sushi og svo finnst mér tígrisrækjur algert lostæti. Ég elska Ráðagerði á Seltjarnarnesi en það er frábær ítalskur veitingastaður og verður hann svona vanalega fyrir valinu ef við förum út að borða. Dommi sá til að Maríanna væri í rétta dressinu í fyrstu veiðiferðinni. Fyrsta gjöfin til mín: Hann dressaði mig upp frá toppi til táar fyrir fyrstu veiðiferðina okkar saman. Hann græjaði vöðlur, skó, jakka og allan pakkann fyrir skvísuna sína. Ekki ætlaði hann að láta mig vera eitthvað lúðalega í ánni ó neiiiiii. Í hverri viku keyrir hann í Mosfellsdal og kaupir handa mér tvö rósabúnt, lavender og antík bleikar sem ég elska, það er alveg mega metnaður í mínum manni. Fyrsta gjöfin frá mér til hans: Ég man það ekki alveg, en ef mig rekur minni rétt til þá var það Farmers market jakki, klútur og sokkar. Hann er ekta Farmers market sjarmör. Kærastinn minn er: Hetja í mínum augum að hafa aldrei gefist upp eftir mjög alvarlegt slys sem hann lenti í fyrir 5 árum síðan þar sem honum var vart hugað líf. Hann gefst aldrei upp og sýnir mér á hverjum degi hversu ástríkur, góður og bestur hann er. Parið eyðir miklum tíma saman á Þingvöllum að sigla á vatninu og veiða. Rómantískasti staðurinn: Er án efa sumarbústaðurinn á Þingvöllum en þar eyðum við mjög miklum tíma saman, siglum á vatninu og veiðum. Hvílum okkur, tölum endalaust um heima og geima. Gleymum okkur alveg og sónum út úr tilverunni. Náttúran þar er algjör paradís á jörðu og ég get vel ímyndað mér að búa þar þegar ég verð gömul kona í framtíðinni. Ást er: Dýrmætur fjársjóður sem þarf að varðveita. Nánd, ástríða, hörkuvinna og skuldbinding til að gera hvert annað að betri manneskjum. Það felur í sér umhyggju, nálægð, vernd, aðdráttarafl og traust. Ástin getur verið best í heimi en líka mjög óhugnanleg því þetta er svo sterk tilfinning. Að velja sér lífsförunaut er risavaxið og þá er eins gott að velja vel. Ást er allskonar og við verðum að muna að njóta hvers dags og bæta hvert annað upp alla daga. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: FLOTTUR FLOTTARI FLOTTASTUR Dommi er hetja í augum Maríönnu. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þau kynntust þegar Maríanna starfaði á Fréttablaðinu. Samstarfskona hennar sagði henni að Mr. Handome væri á lausu og þá var ekki aftur snúið. „Ég „addaði“ honum á Facebook og kvöldið endaði svo með fjögurra klukkustunda símtali. Okkur leið eins og unglingum að upplifa fyrstu ástina,“ segir Maríanna þakklát samstarfskonu sinni. Samskipti parsins hófust eftir að Maríanna addaði Domma á Facebook. Maríanna segir sambandið þeirra einkennast af samstöðu, heiðarleika og sterkri fjölskyldu. „Það þarf að vera svo mikið meira en bara ást til að samband haldist. Við erum trygg og traust við hvert annað, styðjandi á heimilinu, hvetjandi í viðskiptalífinu og náin við hvert annað. Ef hugur, líkami og sál tengjast þá ertu í góðum málum,“ segir Maríanna. Parið á það sameiginlegt að vera miklir veiðimenn en Dommi vinnur hörðum höndum að uppbyggingu við Laxár á Keldum. Auk þess er Dommi eigandi Netheima og job.is ásamt því að starfa sem ráðgjafi. Maríanna situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er: Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Keyrum upp í sveit til að komast í frið og ró frá vinnu og áreiti. Veiðum og búum til minningar í uppsveitum landsins. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Mér finnst ekkert í veröldinni meira rómantískt en að sitja á yoga dýnu með manninum sem ég sé ekki sólina fyrir, tengjast honum andlega og líkamlega. Hlusta á fallega tónlist og finna tengingu. Þannig var okkar fyrsta deit, en Dommi bauð mér á Kirtan kvöld í Sólir. Þar gerðust töfrar sem ég gleymi aldrei. Parið keyrir iðulega í uppsveitir landsins. Fyrsti kossinn: Var í bílakjallaranum á Hafnartorgi. Jebbs, ég stökk út í bíl til hans úr vinnunni eins og svo oft. Þegar við svo kvöddumst þá ætlaði ég að kyssa hann bless á kinnina en hann sneri sér að mér og kyssti mig beint á munninn, ég fór öll í flækju, roðnaði, hljóp upp og brosti eins breitt og hugsast getur það sem eftir lifði dagsins. Rómantískasta kvikmyndin: Ég er alger sökker fyrir rómantískum myndum og fyrsta myndin sem kemur upp í hugann er Dirty Dancing. Hún er heit, rómantísk og fyndinn allt í bland. Ég beinlínis grenjaði úr mér augun öll sjö jólin sem ég var einhleyp áður en við Dommi byrjuðum saman. Þá var skildu áhorf á Holiday, hjálpi mér hvað var erfitt að vera einhleyp á jólum að horfa á eitthvað rómó. Lagið okkar: Fai rumore er Ítalskt lag sem er svo fallegt og minnir okkur á að það er fyrsta ferðin okkar saman til Ítalíu þegar við vorum ný byrjuð saman. En þá var ég að vinna fyrir RÚV á Eurovision keppninni. Uppáhalds brake up ballaðan mín: án efa Habits (Stay High) með Tove Lo, þetta er lag sem ég hef þúsund sinnum spilað eftir mjög misheppnuð ástarævintýri ef það má þá kalla það ástar eitthvað! Þá er þetta svona fokk it lag Maturinn: Ég elska að veiða mér til matar og þá er fiskur efstur á blaði. Ég er búin að bæta á mig sjö ástar kílóum eftir að ég byrjaði með Domma því hann eldar svo brjálæðislega góðan mat. Ég er sökker í sushi og svo finnst mér tígrisrækjur algert lostæti. Ég elska Ráðagerði á Seltjarnarnesi en það er frábær ítalskur veitingastaður og verður hann svona vanalega fyrir valinu ef við förum út að borða. Dommi sá til að Maríanna væri í rétta dressinu í fyrstu veiðiferðinni. Fyrsta gjöfin til mín: Hann dressaði mig upp frá toppi til táar fyrir fyrstu veiðiferðina okkar saman. Hann græjaði vöðlur, skó, jakka og allan pakkann fyrir skvísuna sína. Ekki ætlaði hann að láta mig vera eitthvað lúðalega í ánni ó neiiiiii. Í hverri viku keyrir hann í Mosfellsdal og kaupir handa mér tvö rósabúnt, lavender og antík bleikar sem ég elska, það er alveg mega metnaður í mínum manni. Fyrsta gjöfin frá mér til hans: Ég man það ekki alveg, en ef mig rekur minni rétt til þá var það Farmers market jakki, klútur og sokkar. Hann er ekta Farmers market sjarmör. Kærastinn minn er: Hetja í mínum augum að hafa aldrei gefist upp eftir mjög alvarlegt slys sem hann lenti í fyrir 5 árum síðan þar sem honum var vart hugað líf. Hann gefst aldrei upp og sýnir mér á hverjum degi hversu ástríkur, góður og bestur hann er. Parið eyðir miklum tíma saman á Þingvöllum að sigla á vatninu og veiða. Rómantískasti staðurinn: Er án efa sumarbústaðurinn á Þingvöllum en þar eyðum við mjög miklum tíma saman, siglum á vatninu og veiðum. Hvílum okkur, tölum endalaust um heima og geima. Gleymum okkur alveg og sónum út úr tilverunni. Náttúran þar er algjör paradís á jörðu og ég get vel ímyndað mér að búa þar þegar ég verð gömul kona í framtíðinni. Ást er: Dýrmætur fjársjóður sem þarf að varðveita. Nánd, ástríða, hörkuvinna og skuldbinding til að gera hvert annað að betri manneskjum. Það felur í sér umhyggju, nálægð, vernd, aðdráttarafl og traust. Ástin getur verið best í heimi en líka mjög óhugnanleg því þetta er svo sterk tilfinning. Að velja sér lífsförunaut er risavaxið og þá er eins gott að velja vel. Ást er allskonar og við verðum að muna að njóta hvers dags og bæta hvert annað upp alla daga. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: FLOTTUR FLOTTARI FLOTTASTUR Dommi er hetja í augum Maríönnu.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira