Kolbrún stefni í að verða næsta Helena: „Sér leikinn tveimur skrefum á undan“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2023 09:01 Kolbrún María hefur stimplað sig rækilega inn í Subway deildina með nýliðum Stjörnunnar. Vísir/Samsett mynd Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Subway körfuboltakvölds, segir hina fimmtán ára gömlu Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, leikmann Stjörnunnar stefna í að verða næsta Helena Sverrisdóttir okkar Íslendinga. Helena er af mörgum talin besta körfuboltakona landsins frá upphafi. Stjörnustúlkan Kolbrún María varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Rætt var um Kolbrúnu Maríu í nýjasta uppgjörsþætti Subway deildarinnar á Stöð 2 Sport þar sem að Ólöf Helga Pálsdóttir, sem á sínum tíma þjálfaði Kolbrúnu hjá undir 15 ára landsliði Íslands, lét í ljós sína skoðun á því hversu langt þessi hæfileikaríki leikmaður gæti náð. Klippa: Hin 15 ára gamla Kolbrún María slær í gegn „Ég spilaði með mömmu hennar og hef því vitað af henni lengi. Hún er hálfur Grindvíkingur og ég var sjálf alltaf að vonast eftir því að hún kæmi yfir til Grindavíkur,“ sagði Ólöf sem þjálfaði lið Grindavíkur á sínum tíma. „Árið 2020 var hún á afreksæfingum í Grindavík og ég bauð henni þá að koma á meistaraflokksæfingu. Hún mætti og hélt í við þær þá. Ég hef alltaf talað um að hún sé næsta Helena. Hún undirstrikaði það með því að slá metið hennar núna á dögunum. Þetta er svo rosalega klár leikmaður, hún sér leikinn alltaf tveimur skrefum á undan, eins og Helena gerir.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Stjörnustúlkan Kolbrún María varð um helgina yngsti leikmaðurinn í efstu deild kvenna í körfubolta til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. Kolbrún María skoraði þá 31 stig á 32 mínútum þegar nýliðar Stjörnunnar unnu 88-70 sigur á Fjölni í þriðju umferð Subway deildar kvenna. Fyrir leikinn í gær þá var Helena Sverrisdóttir yngsta körfuboltakonan til að skora 31 stig í einum leik í efstu deild kvenna í körfubolta. Helena var sextán ára, átta mánaða og fjögurra daga þegar hún skoraði 31 stig fyrir Hauka á móti ÍS í nóvember 2004. Helena var einnig með 16 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Rætt var um Kolbrúnu Maríu í nýjasta uppgjörsþætti Subway deildarinnar á Stöð 2 Sport þar sem að Ólöf Helga Pálsdóttir, sem á sínum tíma þjálfaði Kolbrúnu hjá undir 15 ára landsliði Íslands, lét í ljós sína skoðun á því hversu langt þessi hæfileikaríki leikmaður gæti náð. Klippa: Hin 15 ára gamla Kolbrún María slær í gegn „Ég spilaði með mömmu hennar og hef því vitað af henni lengi. Hún er hálfur Grindvíkingur og ég var sjálf alltaf að vonast eftir því að hún kæmi yfir til Grindavíkur,“ sagði Ólöf sem þjálfaði lið Grindavíkur á sínum tíma. „Árið 2020 var hún á afreksæfingum í Grindavík og ég bauð henni þá að koma á meistaraflokksæfingu. Hún mætti og hélt í við þær þá. Ég hef alltaf talað um að hún sé næsta Helena. Hún undirstrikaði það með því að slá metið hennar núna á dögunum. Þetta er svo rosalega klár leikmaður, hún sér leikinn alltaf tveimur skrefum á undan, eins og Helena gerir.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira