Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 10:06 Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni. Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira