Þorgrímur Þráins brotnaði saman: „Við erum að missa börnin okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 10:06 Tilfinningarnar báru Þorgrím ofurliði í lok viðtalsins í Bítinu á Bylgjunni. Þorgrímur Þráinsson segir að það sé neyðarástand í landinu. Líðan ungmenna, námsárangur og málskilningur kalli á aðgerðir. Hann segir foreldra vera að bregðast og segir kennara og skóla ekki geta meir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilfinningarnar báru Þorgrím þar ofurliði þegar hann ræddi mál barna og ungmenna. Þar lýsir hann heimsóknum sínum í skóla síðastliðnu mánuði þar sem hann hefur rætt við krakka en einnig kennara og skólastjóra. „Við verðum að átta okkur á því að það er neyð í landinu. Við erum að missa börnin okkar,“ segir Þorgrímur. Klippa: Hefur áhyggjur af börnum landsins „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Þorgrímur segir stúlku hafa lyft upp hönd og nefnt samfélagsmiðla. Hann segir krakka í dag vera þræla þeirra og snjallsíma og ljóst að fullorðna fólkið sé einnig fjarverandi. „Ég finn til með foreldrum í dag. Mig langar að leika mér sem foreldri, mig langar að sinna mínum áhugamálum og allt slíkt. Ég held ég hafi ekki sinnt mínum börnum nógu vel sem foreldri, ég bara viðurkenni það,“ segir Þorgrímur. Hann segir börn í dag ekki mega vera blaut, ekki mega vera þreytt, ekki mega vera svöng. Málin séu græjuð fyrir þau á meðan staðreyndin sé sú að þau muni lenda á veggjum í framtíðinni. „Einn kennari sagði við mig í vetur: „Foreldrar nenna ekki lengur að vera foreldrar.“ Þetta eru stór orð. Einhver verður að þora að segja þetta og ég er orðinn nógu gamall til þess.“ Af hverju eigum við svona auðvelt með að loka augunum fyrir vanda barna? „Vegna þess að við finnum til sektarkenndar. Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað.“ Skildu ekki venjuleg íslensk orð Þorgrímur segir í Bítinu að hann sjái gríðarlegan mun á líðan nemenda og málfærni þeirra í skólum þar sem farsímanotkun sé bönnuð. Hann segir skólastjórnendur lýsa því fyrir sér að foreldrar ætlist til þess að skólar ali upp börn sín. „Krakkarnir þurfa athygli, þau þurfa mörk, þau þurfa samtal og börnin eiga ekki að stjórna því hvort þau setjist við matarborðið með símann sinn eða ekki. Það er þetta sem ég er að segja. Þannig að með öðrum orðum: Ég er óbeint og þó ég verði skammaður fyrir það, ég er bara að skamma aðeins foreldra.“ Þorgrímur segir ástandið miklu verra en fólk geri sér grein fyrir. Hann óttist að íslenskt samfélag muni vakna upp við vondan draum vegna málsins og nefnir sem dæmi fjóra stráka sem hann hafi hitt í 10. bekk í Hafnarfirði um daginn. „Ég spurði strákana: „Strákar, hvað þýðir „orðaforði“? Ekki glætu. Hvað þýðir „hvoru tveggja“? Ekki hugmynd. Þjálfari sagði við mig í gær: „Ég bað um meiri gæði á æfingu. Leikmenn spurðu: „Hvað meinarðu gæði?“ Afgangur? Hvað meinarðu afgangur? Ertu að tala um change-ið?“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira