Bein útsending: Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2023 11:00 Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins er í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni. HR Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir opinni málstofu í tilefni af geðheilbrigðisviku sem er nú haldin í skólanum í sjöunda sinn á vegum nemendaráðgjafar og sálfræðiþjónustu HR. Málstofan stendur milli 11:30 og 13:30. Í tilkynningu frá HR segir að kvíði á ólíkum skeiðum lífsins sé í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni, ræða um ólíkar birtingarmyndir kvíða og kynna hagnýt ráð til að takast á við slíkan vanda. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinu streymi að neðan. Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi: 11:30 Meðgöngutengdur kvíði. Auður Eiríksdóttir Auður er sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um meðgöngutengdan kvíða. Meirihluti kvenna upplifir það að vera barnshafandi a.m.k einu sinni á ævinni. Meðganga er tímabil umskipta og aðlögunar þar sem konur ganga í gegnum miklar líkamlegar, tilfinningarlegar og félagslegar breytingar. Á meðan sumar konur upplifa meðgöngu sem ánægjulega og þroskandi eru aðrar sem finnst þessi tími vera streituvaldandi og upplifa kvíða. Í erindinu verður fjallað um meðgöngutengdan kvíða og helstu áhyggjur þungaðra kvenna. Farið verður stuttlega yfir áhættuþætti og hvernig er hægt að fyrirbyggja hamlandi tilfinningarvanda á meðgöngu og eftir fæðingu. 11:50 Hjálp! Barnið mitt er kvíðið. Hvað get ég gert? Dr. Brynjar Halldórsson Brynjar er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann verður með erindi um kvíðavanda barna á aldrinum 5-12 ára. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ýmsar birtingamyndir kvíða hjá börnum og hvernig hugsanir þeirra og hegðun viðhalda vandanum. Auk þess verður fjallað um ýmsar leiðir sem foreldrar geta beitt til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Brynjar hefur á undanförnum árum leitt verkefni í samstarfi við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöðvar er snýr að innleiðingu á nýju meðferðarúrræði fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á kvíðaröskunum hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. 12:10 Myrkur og meinlegir skuggar: Algeng fælni hjá börnum. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Með lækkandi sól og hrekkjavöku á næsta leiti finna mörg börn fyrir myrkfælni. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur, verður með erindi um myrkfælni hjá börnum. Þegar myrkfælni verður hamlandi flokkast hún sem kvíðaröskun sem kallast sértæk fælni. Í erindinu verður stuttlega farið yfir birtingarmynd myrkfælni hjá börnum og fjallað um hagnýt ráð, byggð á hugrænni atferlismeðferð, til að takast á við hana. 12:30 Þarf ég að fara? – kvíði í félagslegum aðstæðum. Eva Rós Gunnardóttir Eva Rós er sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um kvíða í samskiptum og öðrum félagslegum aðstæðum. Hún mun fjalla um ástæður þess að við upplifum kvíða þegar við eigum í samskiptum við annað fólk og ræða sérstaklega um hvenær slíkur kvíði verður að vandamáli. Að auki mun hún kynna leiðir sem hafa reynst fólki árangursríkar til að brjótast úr viðjum óöryggis og kvíða í félagslegum aðstæðum. 12:50 Get ég hætt að hafa áhyggjur? - áhyggjur, kvíði og almenn kvíðaröskun. Sævar Már Gústavsson Sævar Már er sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Sævar verður með erindi um áhyggjur þar sem hann fjallar um hvenær þær eru hjálplegar og hvenær ekki. Þó að áhyggjur séu eðlilegur partur af lífi okkar allra þá geta þær orðið óhóflega miklar og hamlað fólki í daglegu lífi. Í erindinu mun Sævar fjalla um áhyggjur almennt en einnig um birtingarmynd almennrar kvíðaröskunar. Hann mun fara yfir hvernig hægt er að nota aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við áhyggjur og hvernig hægt er að nálgast viðeigandi aðstoð ef þörf er á. 13:10 Ég get ekki meir – konur og kvíði. Dr. Linda Bára Lýðsdóttir Dr. Linda Bára er forstöðumaður Msc náms í klínískri við Háskólann í Reykjavík, hefur sérhæft sig í geðheilbrigði kvenna. Kvenfólk eru mun líklegra að upplifa truflandi kvíða en karlmenn. Í erindi sínu mun Linda Bára velta upp mögulegum ástæðum fyrir þessum kynjamun, ræða helstu birtingamyndir kvíða hjá konum á mismunandi tímaskeiðum og áhrif kvíða á ýmsa þætti í lífi kvenna. Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Í tilkynningu frá HR segir að kvíði á ólíkum skeiðum lífsins sé í brennidepli í ár og munu sex sálfræðingar fjalla um málefnið á málstofunni, ræða um ólíkar birtingarmyndir kvíða og kynna hagnýt ráð til að takast á við slíkan vanda. Hægt verður að fylgjast með málstofunni í beinu streymi að neðan. Dagskrá málstofunnar er eftirfarandi: 11:30 Meðgöngutengdur kvíði. Auður Eiríksdóttir Auður er sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um meðgöngutengdan kvíða. Meirihluti kvenna upplifir það að vera barnshafandi a.m.k einu sinni á ævinni. Meðganga er tímabil umskipta og aðlögunar þar sem konur ganga í gegnum miklar líkamlegar, tilfinningarlegar og félagslegar breytingar. Á meðan sumar konur upplifa meðgöngu sem ánægjulega og þroskandi eru aðrar sem finnst þessi tími vera streituvaldandi og upplifa kvíða. Í erindinu verður fjallað um meðgöngutengdan kvíða og helstu áhyggjur þungaðra kvenna. Farið verður stuttlega yfir áhættuþætti og hvernig er hægt að fyrirbyggja hamlandi tilfinningarvanda á meðgöngu og eftir fæðingu. 11:50 Hjálp! Barnið mitt er kvíðið. Hvað get ég gert? Dr. Brynjar Halldórsson Brynjar er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann verður með erindi um kvíðavanda barna á aldrinum 5-12 ára. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ýmsar birtingamyndir kvíða hjá börnum og hvernig hugsanir þeirra og hegðun viðhalda vandanum. Auk þess verður fjallað um ýmsar leiðir sem foreldrar geta beitt til að hjálpa börnum sínum að ná tökum á kvíða. Brynjar hefur á undanförnum árum leitt verkefni í samstarfi við Heilsugæsluna og Þjónustumiðstöðvar er snýr að innleiðingu á nýju meðferðarúrræði fyrir foreldra barna með kvíðaraskanir. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á kvíðaröskunum hjá börnum og fullorðnum einstaklingum. 12:10 Myrkur og meinlegir skuggar: Algeng fælni hjá börnum. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Með lækkandi sól og hrekkjavöku á næsta leiti finna mörg börn fyrir myrkfælni. Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur, verður með erindi um myrkfælni hjá börnum. Þegar myrkfælni verður hamlandi flokkast hún sem kvíðaröskun sem kallast sértæk fælni. Í erindinu verður stuttlega farið yfir birtingarmynd myrkfælni hjá börnum og fjallað um hagnýt ráð, byggð á hugrænni atferlismeðferð, til að takast á við hana. 12:30 Þarf ég að fara? – kvíði í félagslegum aðstæðum. Eva Rós Gunnardóttir Eva Rós er sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Háskólans í Reykjavík og verður með erindi um kvíða í samskiptum og öðrum félagslegum aðstæðum. Hún mun fjalla um ástæður þess að við upplifum kvíða þegar við eigum í samskiptum við annað fólk og ræða sérstaklega um hvenær slíkur kvíði verður að vandamáli. Að auki mun hún kynna leiðir sem hafa reynst fólki árangursríkar til að brjótast úr viðjum óöryggis og kvíða í félagslegum aðstæðum. 12:50 Get ég hætt að hafa áhyggjur? - áhyggjur, kvíði og almenn kvíðaröskun. Sævar Már Gústavsson Sævar Már er sálfræðingur hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Sævar verður með erindi um áhyggjur þar sem hann fjallar um hvenær þær eru hjálplegar og hvenær ekki. Þó að áhyggjur séu eðlilegur partur af lífi okkar allra þá geta þær orðið óhóflega miklar og hamlað fólki í daglegu lífi. Í erindinu mun Sævar fjalla um áhyggjur almennt en einnig um birtingarmynd almennrar kvíðaröskunar. Hann mun fara yfir hvernig hægt er að nota aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við áhyggjur og hvernig hægt er að nálgast viðeigandi aðstoð ef þörf er á. 13:10 Ég get ekki meir – konur og kvíði. Dr. Linda Bára Lýðsdóttir Dr. Linda Bára er forstöðumaður Msc náms í klínískri við Háskólann í Reykjavík, hefur sérhæft sig í geðheilbrigði kvenna. Kvenfólk eru mun líklegra að upplifa truflandi kvíða en karlmenn. Í erindi sínu mun Linda Bára velta upp mögulegum ástæðum fyrir þessum kynjamun, ræða helstu birtingamyndir kvíða hjá konum á mismunandi tímaskeiðum og áhrif kvíða á ýmsa þætti í lífi kvenna.
Geðheilbrigði Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira