Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 19:00 Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira