„Henda“ aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 08:32 Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár þegar hún vann brons í flokki 16 til 17 ára. Hún má keppa aftur á næsta ári en þá verður keppnin ekki lengur hluti af aðalheimsleikunum. @crossfitgames Hingað til hefur allt CrossFit samfélagið toppað saman á heimsleikunum á hverju hausti og þar hafa allir keppt um titlana á einum heimsleikum hvort sem þeir eru að keppa í fullorðinsflokki eða ákveðnum aldurs- eða fötlunarflokki. Nú verður breyting á því. CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú tilkynnt risastóra breytingu á keppnisfyrirkomulagi heimsmeistaramótsins í íþróttinni. Hér eftir mun aðalhluti heimsleikanna, keppni um heimsmeistaratitil karla, kvenna og liða, fara fram sér. Í raun var tekin sú ákvörðun að henda aldursflokkunum út af heimsleikunum í CrossFit. Fatlaðir fá heldur ekki lengur að keppa á aðalheimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Aldursflokkakeppnin mun nú fá sína eigin heimsleika og sömu sögu má segja af keppni fatlaðra. Sérmót fyrir táninga og sérmót fyrir öldunga Unga og gamla CrossFit fólkið keppir meira segja ekki saman á móti því yngra fólkið keppir um heimsmeistaratitilinn á Pit Teen Throwdown en öldungarnir keppa á Legends Championship (Masters). Keppni fatlaðra mun síðan ráðast á WheelWOD mótinu frá og með næsta ári. „Við trúum því að allar deildir munu græða á þessu, ekki síst vegna þess að nú getum við tvöfaldað fjölda þeirra öldunga og táninga sem fá að keppa um heimsmeistaratitilinn,“ sagði Dave Castro, íþróttastjóri hjá CrossFit. Það sjá þó þeir sem vilja sjá að með þessu er í raun verið að auðvelda framkvæmd aðalkeppninnar með því að minnka umfangið. CrossFit samtökin stefna á það að ferðast með heimsmeistaramótið um heiminn í framtíðinni. Fleiri fá að keppa í flokkunum Heimsmeistarakeppni karla, kvenna og liða í CrossFit er fyrir vikið orðin mun meðfærilegri sem um leið mun auðvelda þjóðum utan Bandaríkjanna að taka að sér að halda heimsleikana. Það er hins vegar svekkjandi fyrir bestu táninga og öldunga heims að fá ekki lengur að kynnast aðalheimsleikunum á eigin skinni. Það fá vissulega fleiri að keppa um heimsmeistaratitilinn í eigin persónu en það verður krefjandi fyrir CrossFit samtökin að halda uppi sömu umgjörð á slíkum sérmótum. Undankeppnin verður þó áfram eins og því munu allir byrja tímabilið saman í opna hlutanum. Stór spurningarmerki eru líka í kringum styrktaraðila og sýnileika keppninnar um heimsmeistaratitil táninga og öldunga. Þau hafa fengið að stíga inn á stóra sviðið á heimsleikunum, inn á milli aðalkeppninnar, en það verður ekki lengur. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Sjá meira